Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2022 16:56 Alls hafa ellefu hvalir veiðst það sem af hvalveiðitímabilinu. Vísir/Egill Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. Hvalur hefur hafið hvalveiðar að nýju, líkt og fjallað hefur verið um í fréttum að undanförnu. Hvalveiðarnar eru umdeildar og hefur verið bent á að þær geti haft neikvæð áhrif á orðspor Íslands erlendis. Kristján Loftsson, eigandi Hvals, vísar því reyndar á bug. Náttúruverndarsamtök fylgjast grannt með hvalveiðunum og hefur nokkur fjöldi meðlima þeirra safnast við athafnasvæði Hvals í Hvalfirði til að fylgjast með og skrásetja hvalveiðarnar. Þar á meðal eru meðlimir Bretlandsdeildar samtakanna Sea Shepherd. Fylgjast þeir afar náið með hvalveiðunum og hvalskurðinum. Sýna beint frá hvalskurðinum Fara meðlimirnir meðal annars í beina útsendingu þegar hvalveiðibátar Hvals eru að sigla til lands. Sýna þeir einnig frá hvalskurðinum en alls hefur Facebook-síða samtakanna 155 þúsund fylgjendur. Síðasta beina útsending var í morgun þegar Hvalur 9 sigldi með ellefta hvalinn inn í Hvalfjörðinn í morgun. Athygli vekur að Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, benti á í viðtali við Túrista í dag, að pósthólfið hans væri fullt af tölvupóstum frá erlendu fólki þar sem kvartað er yfir hvalveiðunum. Í viðtalinu sagði Skarphéðinn að hvalveiðarnar skiluðu engum ágóða fyrir þjóðina. Eitt af því sem kann að útskýra þann fjölda tölvupósta sem Skarphéðinn Berg fær vegna málsins er að tölvupóstfangið hans má finna í færslum Sea Shepheard, ásamt tölvupóstföngum forsætisráðherra og umhverfisráðherra. Eru andstæðingar hvalveiða hvattir til að mótmæla veiðunum með að senda tölvupósta á þessi netföng. Fornir fjendur Sea Shepherd og Hvalur eiga sér langa sögu. Til hliðar við hvalstöðina í Hvalfirði er minnisvarði um það. Þar má sjá hvalbátana Hval 6 og Hval 7 uppi í fjöru. Hvalbátarnir Hvalur 6 og Hvalur 7 sigla tæpast framar til hvalveiða.Egill Aðalsteinsson Þangað var þeim siglt til geymslu fyrir ellefu árum. Þeir höfðu þá ekkert verið í notkun í aldarfjórðung eða frá því þeim var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986 í aðgerð Sea Shepherd-samtakanna, sem vakti gríðarlega athygli á sínum tíma. Hvalveiðar Sjávarútvegur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49 Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Hvalur hefur hafið hvalveiðar að nýju, líkt og fjallað hefur verið um í fréttum að undanförnu. Hvalveiðarnar eru umdeildar og hefur verið bent á að þær geti haft neikvæð áhrif á orðspor Íslands erlendis. Kristján Loftsson, eigandi Hvals, vísar því reyndar á bug. Náttúruverndarsamtök fylgjast grannt með hvalveiðunum og hefur nokkur fjöldi meðlima þeirra safnast við athafnasvæði Hvals í Hvalfirði til að fylgjast með og skrásetja hvalveiðarnar. Þar á meðal eru meðlimir Bretlandsdeildar samtakanna Sea Shepherd. Fylgjast þeir afar náið með hvalveiðunum og hvalskurðinum. Sýna beint frá hvalskurðinum Fara meðlimirnir meðal annars í beina útsendingu þegar hvalveiðibátar Hvals eru að sigla til lands. Sýna þeir einnig frá hvalskurðinum en alls hefur Facebook-síða samtakanna 155 þúsund fylgjendur. Síðasta beina útsending var í morgun þegar Hvalur 9 sigldi með ellefta hvalinn inn í Hvalfjörðinn í morgun. Athygli vekur að Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, benti á í viðtali við Túrista í dag, að pósthólfið hans væri fullt af tölvupóstum frá erlendu fólki þar sem kvartað er yfir hvalveiðunum. Í viðtalinu sagði Skarphéðinn að hvalveiðarnar skiluðu engum ágóða fyrir þjóðina. Eitt af því sem kann að útskýra þann fjölda tölvupósta sem Skarphéðinn Berg fær vegna málsins er að tölvupóstfangið hans má finna í færslum Sea Shepheard, ásamt tölvupóstföngum forsætisráðherra og umhverfisráðherra. Eru andstæðingar hvalveiða hvattir til að mótmæla veiðunum með að senda tölvupósta á þessi netföng. Fornir fjendur Sea Shepherd og Hvalur eiga sér langa sögu. Til hliðar við hvalstöðina í Hvalfirði er minnisvarði um það. Þar má sjá hvalbátana Hval 6 og Hval 7 uppi í fjöru. Hvalbátarnir Hvalur 6 og Hvalur 7 sigla tæpast framar til hvalveiða.Egill Aðalsteinsson Þangað var þeim siglt til geymslu fyrir ellefu árum. Þeir höfðu þá ekkert verið í notkun í aldarfjórðung eða frá því þeim var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986 í aðgerð Sea Shepherd-samtakanna, sem vakti gríðarlega athygli á sínum tíma.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49 Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49
Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15
Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42
Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53