Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2022 16:56 Alls hafa ellefu hvalir veiðst það sem af hvalveiðitímabilinu. Vísir/Egill Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. Hvalur hefur hafið hvalveiðar að nýju, líkt og fjallað hefur verið um í fréttum að undanförnu. Hvalveiðarnar eru umdeildar og hefur verið bent á að þær geti haft neikvæð áhrif á orðspor Íslands erlendis. Kristján Loftsson, eigandi Hvals, vísar því reyndar á bug. Náttúruverndarsamtök fylgjast grannt með hvalveiðunum og hefur nokkur fjöldi meðlima þeirra safnast við athafnasvæði Hvals í Hvalfirði til að fylgjast með og skrásetja hvalveiðarnar. Þar á meðal eru meðlimir Bretlandsdeildar samtakanna Sea Shepherd. Fylgjast þeir afar náið með hvalveiðunum og hvalskurðinum. Sýna beint frá hvalskurðinum Fara meðlimirnir meðal annars í beina útsendingu þegar hvalveiðibátar Hvals eru að sigla til lands. Sýna þeir einnig frá hvalskurðinum en alls hefur Facebook-síða samtakanna 155 þúsund fylgjendur. Síðasta beina útsending var í morgun þegar Hvalur 9 sigldi með ellefta hvalinn inn í Hvalfjörðinn í morgun. Athygli vekur að Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, benti á í viðtali við Túrista í dag, að pósthólfið hans væri fullt af tölvupóstum frá erlendu fólki þar sem kvartað er yfir hvalveiðunum. Í viðtalinu sagði Skarphéðinn að hvalveiðarnar skiluðu engum ágóða fyrir þjóðina. Eitt af því sem kann að útskýra þann fjölda tölvupósta sem Skarphéðinn Berg fær vegna málsins er að tölvupóstfangið hans má finna í færslum Sea Shepheard, ásamt tölvupóstföngum forsætisráðherra og umhverfisráðherra. Eru andstæðingar hvalveiða hvattir til að mótmæla veiðunum með að senda tölvupósta á þessi netföng. Fornir fjendur Sea Shepherd og Hvalur eiga sér langa sögu. Til hliðar við hvalstöðina í Hvalfirði er minnisvarði um það. Þar má sjá hvalbátana Hval 6 og Hval 7 uppi í fjöru. Hvalbátarnir Hvalur 6 og Hvalur 7 sigla tæpast framar til hvalveiða.Egill Aðalsteinsson Þangað var þeim siglt til geymslu fyrir ellefu árum. Þeir höfðu þá ekkert verið í notkun í aldarfjórðung eða frá því þeim var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986 í aðgerð Sea Shepherd-samtakanna, sem vakti gríðarlega athygli á sínum tíma. Hvalveiðar Sjávarútvegur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49 Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Hvalur hefur hafið hvalveiðar að nýju, líkt og fjallað hefur verið um í fréttum að undanförnu. Hvalveiðarnar eru umdeildar og hefur verið bent á að þær geti haft neikvæð áhrif á orðspor Íslands erlendis. Kristján Loftsson, eigandi Hvals, vísar því reyndar á bug. Náttúruverndarsamtök fylgjast grannt með hvalveiðunum og hefur nokkur fjöldi meðlima þeirra safnast við athafnasvæði Hvals í Hvalfirði til að fylgjast með og skrásetja hvalveiðarnar. Þar á meðal eru meðlimir Bretlandsdeildar samtakanna Sea Shepherd. Fylgjast þeir afar náið með hvalveiðunum og hvalskurðinum. Sýna beint frá hvalskurðinum Fara meðlimirnir meðal annars í beina útsendingu þegar hvalveiðibátar Hvals eru að sigla til lands. Sýna þeir einnig frá hvalskurðinum en alls hefur Facebook-síða samtakanna 155 þúsund fylgjendur. Síðasta beina útsending var í morgun þegar Hvalur 9 sigldi með ellefta hvalinn inn í Hvalfjörðinn í morgun. Athygli vekur að Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, benti á í viðtali við Túrista í dag, að pósthólfið hans væri fullt af tölvupóstum frá erlendu fólki þar sem kvartað er yfir hvalveiðunum. Í viðtalinu sagði Skarphéðinn að hvalveiðarnar skiluðu engum ágóða fyrir þjóðina. Eitt af því sem kann að útskýra þann fjölda tölvupósta sem Skarphéðinn Berg fær vegna málsins er að tölvupóstfangið hans má finna í færslum Sea Shepheard, ásamt tölvupóstföngum forsætisráðherra og umhverfisráðherra. Eru andstæðingar hvalveiða hvattir til að mótmæla veiðunum með að senda tölvupósta á þessi netföng. Fornir fjendur Sea Shepherd og Hvalur eiga sér langa sögu. Til hliðar við hvalstöðina í Hvalfirði er minnisvarði um það. Þar má sjá hvalbátana Hval 6 og Hval 7 uppi í fjöru. Hvalbátarnir Hvalur 6 og Hvalur 7 sigla tæpast framar til hvalveiða.Egill Aðalsteinsson Þangað var þeim siglt til geymslu fyrir ellefu árum. Þeir höfðu þá ekkert verið í notkun í aldarfjórðung eða frá því þeim var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986 í aðgerð Sea Shepherd-samtakanna, sem vakti gríðarlega athygli á sínum tíma.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49 Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49
Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15
Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42
Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53