Jordan Peterson í straffi frá Twitter þar til hann eyðir hatursfullri færslu Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2022 11:20 Samkvæmt Twitter hefur Peterson gerst sekur um hatursfulla orðræðu og því hefur hann verið settur í tímabundið straff. Vísir Jordan Peterson hefur verið settur í straff á Twitter í kjölfar færslu sem hann skrifaði um Elliot Page og fór gegn reglum miðilsins um hatursfullt efni. Peterson má ekki skrifa neinar færslur í hálfan sólarhring nema hann eyði færslunni fyrst. Jordan Peterson hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, sérstaklega hjá ungum karlmönnum, fyrir skrif sín um ýmis mál, sálfræði og heimspeki einna helst. Hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir skrif sín og neikvæðar skoðanir á trans-fólki en hann hefur lýst því að vera trans sem sambærilegu „satanískri helgisiðamisnotkun“ (e. satanic ritual abuse). Neikvæðar skoðanir á transfólki Færsla Peterson um Page er hluti af málflutningi hans um transfólk. Í færslunni spyr hann hvort fólk muni eftir því þegar stolt (e. pride) var synd. Með vísuninni tengir hann pride-göngur og hátíðir hinseginfólks í nútímanum við drambsemi sem dauðasynd í Biblíunni. Færslan heldur áfram og segir „Og Ellen Page lét fjarlægja brjóst sín af glæpsamlegum lækni.“ Þar vísar hann í það þegar leikarinn Elliot Page kom út sem trans árið 2020 og tilkynnti að hán vildi láta kalla sig Elliot en ekki Ellen. Með færslunni dauðnefnir Peterson því Page en það er þegar maður kallar transfólk nafninu sem það bar áður en það tók upp nýtt trans-nafn sitt. Þar að auki segir Peterson aðgerðina sem hán gekk undir glæpsamlega. Færslan fellur undir reglur Twitter um hatursfullt efni að því leyti að hún inniheldur hatursorðræðu sem beinist gegn kynvitund fólks. Því hefur miðillinn sett Peterson í tímabundið straff í hálfan sólarhing eða þar til hann eyðir færslunni. Telur kynleiðréttingaraðgerðir glæpsamlegar Peterson hefur farið mikinn um kynleiðréttingaraðgerðir undanfarið og sagði m.a. í viðtali í Ísland í dag að heilbrigðisstarfsfólk væri að limlesta börn með slíkum skurðaðgerðum. Ugla Stefanía, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, skrifaði færslu á Facebook nýlega þar sem hún svaraði orðum Peterson og sagði hann ekki hafa neina sérþekkingu á málefnum transfólks né hafi hann unnið með trans ungmennum eða trans fólki almennt. Málefni trans fólks Twitter Tengdar fréttir „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57 „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Jordan Peterson hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, sérstaklega hjá ungum karlmönnum, fyrir skrif sín um ýmis mál, sálfræði og heimspeki einna helst. Hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir skrif sín og neikvæðar skoðanir á trans-fólki en hann hefur lýst því að vera trans sem sambærilegu „satanískri helgisiðamisnotkun“ (e. satanic ritual abuse). Neikvæðar skoðanir á transfólki Færsla Peterson um Page er hluti af málflutningi hans um transfólk. Í færslunni spyr hann hvort fólk muni eftir því þegar stolt (e. pride) var synd. Með vísuninni tengir hann pride-göngur og hátíðir hinseginfólks í nútímanum við drambsemi sem dauðasynd í Biblíunni. Færslan heldur áfram og segir „Og Ellen Page lét fjarlægja brjóst sín af glæpsamlegum lækni.“ Þar vísar hann í það þegar leikarinn Elliot Page kom út sem trans árið 2020 og tilkynnti að hán vildi láta kalla sig Elliot en ekki Ellen. Með færslunni dauðnefnir Peterson því Page en það er þegar maður kallar transfólk nafninu sem það bar áður en það tók upp nýtt trans-nafn sitt. Þar að auki segir Peterson aðgerðina sem hán gekk undir glæpsamlega. Færslan fellur undir reglur Twitter um hatursfullt efni að því leyti að hún inniheldur hatursorðræðu sem beinist gegn kynvitund fólks. Því hefur miðillinn sett Peterson í tímabundið straff í hálfan sólarhing eða þar til hann eyðir færslunni. Telur kynleiðréttingaraðgerðir glæpsamlegar Peterson hefur farið mikinn um kynleiðréttingaraðgerðir undanfarið og sagði m.a. í viðtali í Ísland í dag að heilbrigðisstarfsfólk væri að limlesta börn með slíkum skurðaðgerðum. Ugla Stefanía, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, skrifaði færslu á Facebook nýlega þar sem hún svaraði orðum Peterson og sagði hann ekki hafa neina sérþekkingu á málefnum transfólks né hafi hann unnið með trans ungmennum eða trans fólki almennt.
Málefni trans fólks Twitter Tengdar fréttir „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57 „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
„Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57
„Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57