Sonur Mick Jagger fjárfestir í Overtune Elísabet Hanna skrifar 1. júlí 2022 10:15 Miðlunarfyrirtækið Whynow fjárfesti í Overtune á dögunum en fyrirtækið er rekið af Gabriel Jagger. Dóra Dúna/Getty/David M. Bennett Miðlunarfyrirtækið Whynow fjárfesti rúmum tuttugu milljónum króna í íslenska sprotafyrirtækið Overtune. Whynow er rekið af Gabriel Jagger sem er sonur Mick Jagger, söngvara Rolling Stones. OverTune er rekið af Sigurði Ásgeiri Árnasyni, Jasoni Daða Guðjónssyni og Pétri Eggerz Péturssyni. Aðspurðir segja forsvarsmenn Overtune að Gabriel Jagger hafi náð umtalsverðum árangri í heimi afþreyingar með fyrirtæki sínu Whynow sem framleiðir afþreyingarefni og flytur fréttir úr heimi dægurmála og tækni. Þá sé fyrrum stjúpfaðir Gabriel Jagger, Rupert Murdoch, einn stærsti miðlunar mógúll mannkynssögunnar. „Magnaður frumkvöðull“ „Gabe (Gabriel) er magnaður frumkvöðull. Hann vinnur á ljóshraða og hefur ótrúlega þekkingu á sprota geiranum,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, framkvæmdastjóri Overtune. View this post on Instagram A post shared by Overtune (@overtuneapp) Overtune fór af stað af fullum krafti hérlendis fyrr á árinu og vinnur nú hröðum höndum að því að safna að sér bandarískum notendum. Í hópi hluthafa fyrirtækisins má nefna Charles Huang stofnanda Guitar Hero, Nick Gatfield fyrrum framkvæmdastjóra Sony Music og nú fyrrnefndan Gabriel Jagger. „Það má ekki gleyma þátt teymisins í þessu öllu. Við höfum byggt upp einstaklega sérhæft teymi á sviði tónlistar tækni. Fjárfestar og áhrifafólk í bransanum laðast að góðum teymum sem vinna að góðum vörum,“ segir Pétur Eggerz Pétursson, vörustjóri Overtune. Overtune gerir notendum kleift að þróa eigið efni frá byrjun til enda.Overtune Ólíkt öðrum miðlum „Vinsælir miðlar eins og TikTok og Instagram bjóða notendum sínum ekki upp á það að skapa eigin tónlist þegar efni er birt. Í staðinn fyrir að treysta á núverandi tónlist í efnissköpun hefur Overtune þróað einfalt tól sem gerir notendum kleift að skapa eigið efni frá byrjun til enda,“ segir Jason Daði Guðjónsson, markaðsstjóri Overtune, og bætir við: „Snið tónlistarsköpunar er að breytast gífurlega hratt. Meirihluti efnis á TikTok er drifið áfram á tónlist, bæði eftir stóra tónlistarmenn en líka í auknum mæli eftir óþekkta einstaklinga sem vilja einfaldlega tappa inn á einhverja stemningu. Overtune var gert með það í huga að bjóða hverjum sem er, óháð tækni- og tónfræði þekkingu, að fanga eigin stemningu með eigin hljóði.“ Tónlist Tengdar fréttir Varð vinsælasta smáforritið á Íslandi á sólarhring Smáforritið OverTune kom út formlega núna síðasta laugardag og var strax orðið það mest sótta í App Store hér á landi sólarhring síðar. Forritinu er ætlað að gera notendum þess kleift að semja tónlist á einfaldan máta fyrir samfélagsmiðla með svokölluðum taktpökkum. 8. mars 2022 17:30 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Aðspurðir segja forsvarsmenn Overtune að Gabriel Jagger hafi náð umtalsverðum árangri í heimi afþreyingar með fyrirtæki sínu Whynow sem framleiðir afþreyingarefni og flytur fréttir úr heimi dægurmála og tækni. Þá sé fyrrum stjúpfaðir Gabriel Jagger, Rupert Murdoch, einn stærsti miðlunar mógúll mannkynssögunnar. „Magnaður frumkvöðull“ „Gabe (Gabriel) er magnaður frumkvöðull. Hann vinnur á ljóshraða og hefur ótrúlega þekkingu á sprota geiranum,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, framkvæmdastjóri Overtune. View this post on Instagram A post shared by Overtune (@overtuneapp) Overtune fór af stað af fullum krafti hérlendis fyrr á árinu og vinnur nú hröðum höndum að því að safna að sér bandarískum notendum. Í hópi hluthafa fyrirtækisins má nefna Charles Huang stofnanda Guitar Hero, Nick Gatfield fyrrum framkvæmdastjóra Sony Music og nú fyrrnefndan Gabriel Jagger. „Það má ekki gleyma þátt teymisins í þessu öllu. Við höfum byggt upp einstaklega sérhæft teymi á sviði tónlistar tækni. Fjárfestar og áhrifafólk í bransanum laðast að góðum teymum sem vinna að góðum vörum,“ segir Pétur Eggerz Pétursson, vörustjóri Overtune. Overtune gerir notendum kleift að þróa eigið efni frá byrjun til enda.Overtune Ólíkt öðrum miðlum „Vinsælir miðlar eins og TikTok og Instagram bjóða notendum sínum ekki upp á það að skapa eigin tónlist þegar efni er birt. Í staðinn fyrir að treysta á núverandi tónlist í efnissköpun hefur Overtune þróað einfalt tól sem gerir notendum kleift að skapa eigið efni frá byrjun til enda,“ segir Jason Daði Guðjónsson, markaðsstjóri Overtune, og bætir við: „Snið tónlistarsköpunar er að breytast gífurlega hratt. Meirihluti efnis á TikTok er drifið áfram á tónlist, bæði eftir stóra tónlistarmenn en líka í auknum mæli eftir óþekkta einstaklinga sem vilja einfaldlega tappa inn á einhverja stemningu. Overtune var gert með það í huga að bjóða hverjum sem er, óháð tækni- og tónfræði þekkingu, að fanga eigin stemningu með eigin hljóði.“
Tónlist Tengdar fréttir Varð vinsælasta smáforritið á Íslandi á sólarhring Smáforritið OverTune kom út formlega núna síðasta laugardag og var strax orðið það mest sótta í App Store hér á landi sólarhring síðar. Forritinu er ætlað að gera notendum þess kleift að semja tónlist á einfaldan máta fyrir samfélagsmiðla með svokölluðum taktpökkum. 8. mars 2022 17:30 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Varð vinsælasta smáforritið á Íslandi á sólarhring Smáforritið OverTune kom út formlega núna síðasta laugardag og var strax orðið það mest sótta í App Store hér á landi sólarhring síðar. Forritinu er ætlað að gera notendum þess kleift að semja tónlist á einfaldan máta fyrir samfélagsmiðla með svokölluðum taktpökkum. 8. mars 2022 17:30