Minecraft-spilarinn Technoblade er látinn Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2022 09:23 Technoblade greindi fylgjendum sínu frá því á síðasta ári að hann hefði greinst með krabbamein. Skjáskot Bandaríski Minecraft-spilarinn sem gekk undir nafninu Technoblade er látinn, 23 ára að aldri. Technoblade starfrækti gríðarvinsæla rás á YouTube þar sem hann birti Minecraft-myndbönd, en alls var hann með um tíu milljónir fylgjenda. Fjölskylda Technoblade greinir frá andlátinu með myndbandi á YouTube-rás Technoblade í dag, þar sem meðal annars kemur fram í fyrsta sinn opinberlega að raunverulegt nafn hans sé Alex. BBC segir frá því að Technoblade hafi greint fylgjendum frá því á síðasta ári að hann hafi greinst með krabbamein. Kveðjumyndbandið ber titilinn „Bless nördar“, en þar segir faðir Alex að Alex hafi verið „magnaðasta barn sem hægt hefði verið að óska eftir“. Með fylgja svo lokaskilaboð frá Alex sem hefjast á orðunum: „Hæ öll, þetta er Technoblade. Ef þú sérð þetta þá er ég látinn.“ Í myndbandinu biður hann sömuleiðis fylgjendur sína afsökunar á sölu á varningi síðasta árið, en fyrir vikið geti systkini hans nú sótt háskóla. Sjá má kveðjumyndband Technoblade í spilaranum að neðan. Andlát Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Fjölskylda Technoblade greinir frá andlátinu með myndbandi á YouTube-rás Technoblade í dag, þar sem meðal annars kemur fram í fyrsta sinn opinberlega að raunverulegt nafn hans sé Alex. BBC segir frá því að Technoblade hafi greint fylgjendum frá því á síðasta ári að hann hafi greinst með krabbamein. Kveðjumyndbandið ber titilinn „Bless nördar“, en þar segir faðir Alex að Alex hafi verið „magnaðasta barn sem hægt hefði verið að óska eftir“. Með fylgja svo lokaskilaboð frá Alex sem hefjast á orðunum: „Hæ öll, þetta er Technoblade. Ef þú sérð þetta þá er ég látinn.“ Í myndbandinu biður hann sömuleiðis fylgjendur sína afsökunar á sölu á varningi síðasta árið, en fyrir vikið geti systkini hans nú sótt háskóla. Sjá má kveðjumyndband Technoblade í spilaranum að neðan.
Andlát Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira