Minecraft-spilarinn Technoblade er látinn Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2022 09:23 Technoblade greindi fylgjendum sínu frá því á síðasta ári að hann hefði greinst með krabbamein. Skjáskot Bandaríski Minecraft-spilarinn sem gekk undir nafninu Technoblade er látinn, 23 ára að aldri. Technoblade starfrækti gríðarvinsæla rás á YouTube þar sem hann birti Minecraft-myndbönd, en alls var hann með um tíu milljónir fylgjenda. Fjölskylda Technoblade greinir frá andlátinu með myndbandi á YouTube-rás Technoblade í dag, þar sem meðal annars kemur fram í fyrsta sinn opinberlega að raunverulegt nafn hans sé Alex. BBC segir frá því að Technoblade hafi greint fylgjendum frá því á síðasta ári að hann hafi greinst með krabbamein. Kveðjumyndbandið ber titilinn „Bless nördar“, en þar segir faðir Alex að Alex hafi verið „magnaðasta barn sem hægt hefði verið að óska eftir“. Með fylgja svo lokaskilaboð frá Alex sem hefjast á orðunum: „Hæ öll, þetta er Technoblade. Ef þú sérð þetta þá er ég látinn.“ Í myndbandinu biður hann sömuleiðis fylgjendur sína afsökunar á sölu á varningi síðasta árið, en fyrir vikið geti systkini hans nú sótt háskóla. Sjá má kveðjumyndband Technoblade í spilaranum að neðan. Andlát Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Fjölskylda Technoblade greinir frá andlátinu með myndbandi á YouTube-rás Technoblade í dag, þar sem meðal annars kemur fram í fyrsta sinn opinberlega að raunverulegt nafn hans sé Alex. BBC segir frá því að Technoblade hafi greint fylgjendum frá því á síðasta ári að hann hafi greinst með krabbamein. Kveðjumyndbandið ber titilinn „Bless nördar“, en þar segir faðir Alex að Alex hafi verið „magnaðasta barn sem hægt hefði verið að óska eftir“. Með fylgja svo lokaskilaboð frá Alex sem hefjast á orðunum: „Hæ öll, þetta er Technoblade. Ef þú sérð þetta þá er ég látinn.“ Í myndbandinu biður hann sömuleiðis fylgjendur sína afsökunar á sölu á varningi síðasta árið, en fyrir vikið geti systkini hans nú sótt háskóla. Sjá má kveðjumyndband Technoblade í spilaranum að neðan.
Andlát Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira