Ísland tæplega „norrænt velferðarríki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2022 23:25 Í Kjarafréttum Eflingur segir þó að það sé ekki allt kolsvart í íslenska velferðarríkinu. Vísir/Egill Erfitt er að kalla Ísland „norrænt velferðarríki“ samkvæmt Kjarafréttum stéttarfélagsins Eflingar. Útgjöld til velferðarríkisins á Íslandi eru minni að vöxtum en á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt ritinu sem kom út í dag munar verulega á útgjöldum Íslands og annarra Norðurlandaþjóða á sumum sviðum þegar kemur að velferð. Sérstaklega áberandi er munur á barnabótum en í Svíþjóð eru bæturnar tæplega sex sinnum hærri sé miðað við prósentu af meðallaunum. Taflan sýnir hvernig Ísland stendur miðað við aðrar OECD-þjóðir þegar kemur að barnabótum.Efling „Áður stóð Ísland betur að vígi í samanburði á útgjöldum til velferðarþjónustu, en þar hefur hallað á eftir að útgjöld til heilbrigðisþjónustu hafa dregist umtalsvert saman á síðasta einum og hálfum áratugnum,“ segir í ritinu. Ísland var borið saman við önnur OECD-ríki í flokkunum opinber útgjöld til velferðamála, heildarútgjöld velferðarmála, opinber útgjöld í tekjutilfærslur, tekjutilfærslur til vinnandi fólks, barnabætur fyrir hjón með tvö börn, heildarútgjöld hins opinbera til lífeyrisgreiðslna og heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ísland skoraði lægst af öllum Norðurlandaþjóðunum í öllum flokkum nema í flokknum sem fjallar um tekjutilfærslur til vinnandi fólks. Taflan sýnir stöðu Íslands þegar kemur að tekjutilfærslum til vinnandi fólks samanborið við aðrar OECD-þjóðir.Efling Ábyrgðarmaður ritsins er Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, og telur hann með þessum gögnum blasi við að íslenska velferðarríkið nái ekki máli sem „norrænt velferðarríki“. „Hvernig stendur á þessu? Nærtæk skýring er sú að stjórnvöld hafi ekki haft nægan skilning eða vilja til að standa betur að uppbyggingu og rekstri íslenska velferðarríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem lengst af hefur haldið uppi mestri andstöðu gegn aukningu velferðarútgjalda til kjarabóta fyrir þjóðina og raunar oft talað gegn tilvist velferðarríkisins og hafnað meginleið norrænu velferðarríkjanna,“ segir í ritinu. Þá er sagt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að umtalsverðu leyti náð fram markmiðum sínum í velferðarmálum með því að „tryggja að íslenska velferðarríkið sé veigaminna og vanbúnara en tíðkast á hinum Norðurlöndunum“. Í ritinu segir þó að þó það sé ekki allt kolsvart í íslenska velferðarríkinu þá sé staðan í meginþáttum þess of lök miðað við frændþjóðir okkar. Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Samkvæmt ritinu sem kom út í dag munar verulega á útgjöldum Íslands og annarra Norðurlandaþjóða á sumum sviðum þegar kemur að velferð. Sérstaklega áberandi er munur á barnabótum en í Svíþjóð eru bæturnar tæplega sex sinnum hærri sé miðað við prósentu af meðallaunum. Taflan sýnir hvernig Ísland stendur miðað við aðrar OECD-þjóðir þegar kemur að barnabótum.Efling „Áður stóð Ísland betur að vígi í samanburði á útgjöldum til velferðarþjónustu, en þar hefur hallað á eftir að útgjöld til heilbrigðisþjónustu hafa dregist umtalsvert saman á síðasta einum og hálfum áratugnum,“ segir í ritinu. Ísland var borið saman við önnur OECD-ríki í flokkunum opinber útgjöld til velferðamála, heildarútgjöld velferðarmála, opinber útgjöld í tekjutilfærslur, tekjutilfærslur til vinnandi fólks, barnabætur fyrir hjón með tvö börn, heildarútgjöld hins opinbera til lífeyrisgreiðslna og heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ísland skoraði lægst af öllum Norðurlandaþjóðunum í öllum flokkum nema í flokknum sem fjallar um tekjutilfærslur til vinnandi fólks. Taflan sýnir stöðu Íslands þegar kemur að tekjutilfærslum til vinnandi fólks samanborið við aðrar OECD-þjóðir.Efling Ábyrgðarmaður ritsins er Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, og telur hann með þessum gögnum blasi við að íslenska velferðarríkið nái ekki máli sem „norrænt velferðarríki“. „Hvernig stendur á þessu? Nærtæk skýring er sú að stjórnvöld hafi ekki haft nægan skilning eða vilja til að standa betur að uppbyggingu og rekstri íslenska velferðarríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem lengst af hefur haldið uppi mestri andstöðu gegn aukningu velferðarútgjalda til kjarabóta fyrir þjóðina og raunar oft talað gegn tilvist velferðarríkisins og hafnað meginleið norrænu velferðarríkjanna,“ segir í ritinu. Þá er sagt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að umtalsverðu leyti náð fram markmiðum sínum í velferðarmálum með því að „tryggja að íslenska velferðarríkið sé veigaminna og vanbúnara en tíðkast á hinum Norðurlöndunum“. Í ritinu segir þó að þó það sé ekki allt kolsvart í íslenska velferðarríkinu þá sé staðan í meginþáttum þess of lök miðað við frændþjóðir okkar.
Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira