Hinn 33 ára gamli Aron Einar hefur spilað í Katar frá árinu 2019. Þar áður spilaði hann með AZ Alkmaar í Hollandi og ensku liðiunum Coventry City og Cardiff City.
2023/2022 pic.twitter.com/4by8nJ5uUE
— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) June 30, 2022
Hann var um árabil fyrirliði íslenska landsliðsins og hefur leikið 97 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur hins vegar ekki spilað fyrir landsliðið að undanförnu vegna ásakana um kynferðisofbeldi sem átti sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010.