Hinn 24 ára gamli Bridges átti frábært tímabil með Hornets síðasta vetur og skilaði að meðaltali rúmlega 20 stigum og sjö fráköstum í leik. Hann er við það að renna út á samning og gæti miðað við frammistöðu sína að undanförnu beðið um svokallaðan „max“ samning í NBA-deildinni.
Reikna má með að handtakan setji strik í reikninginn en samkvæmt ESPN þá hefur lögreglan í Los Angeles ekki gefið út hvað átti sér stað.
Samkvæmt frétt Complex um málið þá kom Bridges sjálfur á lögreglustöðina eftir að hafa lent í útistöðum við kvenmann sem þurfti aðhlynningu eftir að Bridges beitti hana ofbeldi.
„Charlotte Hornets vita af máli Miles Bridges. Félagið er að safna upplýsingum og mun ekki tjá sig frekar að svo stöddu,“ sagði í yfirlýsingu Hornets.
Málið fer fyrir dómara þann 20. júlí og þá ætti að fást betri mynd yfir hvað Bridges gerði af sér á miðvikudagskvöld.