Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2022 11:53 Að minnsta kosti átján óbreyttir borgarar féllu í árás Rússa á verslunarmiðstöðina og um sextíu særðust. AP/Efrem Lukatsky Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hétu Úkraínu auknum hernaðarstuðningi á leiðtogafundi bandalagsins í gær. Þannig ætla Bretar að auka framlög sín um einn milljarð punda, eða um rúmlega 160 milljarða króna. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands í hópi kvenkyns utanríkis- og varnarmálaráðherra NATO á leiðtogafundi bandalagsins í Madrid. Meðal annarra á myndinni er Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra, sem stendur hægra megin við Truss.AP/Manu Fernandez Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands hefur verið einn einarðasti stuðningsmaður Úkraínu og talskona þess að Rússum verði mætt af fullkominni hörku. Hún fagnar aðild Svía og Finna að NATO. Hlutlausra þjóða til áratuga sem gerðu sér nú grein fyrir þeirri ógn sem stafaði af Rússum. „Þannig að Putin sem vildi draga úr mætti NATO situr nú uppi með sterkara NATO,“ sagði Truss á leiðtogafundinum í Madrid í morgun. Vladimir Putin Russian President Vladimir Putin gestures as he speaks to the media after the summit of Caspian Sea littoral states in Ashgabat, Turkmenistan, Thursday, June 30, 2022. (Dmitry Azarov, Sputnik, Kremlin Pool Photo via AP) Vladimir Putin forseti Rússlands sótti leiðtogafundi bandalags þjóða við Kaspíahaf í Turkmenistan í gær. Hann segir NATO beita Úkraínu fyrir sig til að uppfylla heimsveldisstefnu Vesturlanda. Rússland ætti ekki í sams konar landfræðilegum deilum við Finnland og Svíþjóð og þeir ættu því miður í við Úkraínu. Forsetinn segir sókn rússneskra hersveita ganga hægt og örugglega og þær næðu settum markmiðum á hverju stigi innrásarinnar, sem hann kallar auðvitað sérstaka hernaðaraðgerð. Allt gengi samkvæmt áætlun og óþarfi að setja aðgerðunum einhver tímamörk. Þá þvertók Putin fyrir að Rússar gerðu árásir á borgaraleg skotmörk eins og verslunarmiðstöðina í Kremenchuk. Verslunarmiðstöðin í Kremenchuk er rústir einar eftir eldflaugaárás Rússa á mánudag.AP/Efrem Lukatsky „Rússneski herinn ræðst ekki á borgaraleg skotmörk. Við þurfum þess ekki. Við höfum alla möguleika á að finna út hvað er hvar, með nákvæmum nútíma og langdrægum vopnum. En auðvitað mun ég kanna málin nánar þegar ég kem til baka til Moskvu," sagði Putin og lét eins og hann vissi lítið um eldflaugaárásina á verslunarmiðstöðina á mánudag. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands segir að ekki eigi að hlusta á yfirlýsingar Putins heldur mæta honum af fullkominni hörku þannig að Úkraína vinni stríðið.AP/Paul White Liz Truss segir að hunsa beri yfirlýsingar Putins sem hafi hótað Vesturlöndum öllu illu ef þau útveguðu Úkraínu vopn. „Við eigum að láta orð hans eins og vind um eyru þjóta og gera allt sem við getum til að styðja Úkraínu með þeim vopnum sem nauðsynleg eru til að vinna þetta ömurlega stríð. Ef við gerum það ekki verður ógnin við öryggi Evrópu enn meiri í framtíðinni,“ sagði Liz Truss. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Rússland Úkraína Tengdar fréttir Pútín vísar fullyrðingum Johnson til föðurhúsanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fullyrti í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona. Pútín hefur nú vísað staðhæfingu Johnson til föðurhúsanna og látið kné fylgja kviði. 30. júní 2022 10:42 Vaktin: Pútín segir Rússa munu bregðast við ef Nató eykur viðbúnað í Svíþjóð og Finnlandi Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. 30. júní 2022 08:57 NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. 29. júní 2022 19:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hétu Úkraínu auknum hernaðarstuðningi á leiðtogafundi bandalagsins í gær. Þannig ætla Bretar að auka framlög sín um einn milljarð punda, eða um rúmlega 160 milljarða króna. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands í hópi kvenkyns utanríkis- og varnarmálaráðherra NATO á leiðtogafundi bandalagsins í Madrid. Meðal annarra á myndinni er Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra, sem stendur hægra megin við Truss.AP/Manu Fernandez Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands hefur verið einn einarðasti stuðningsmaður Úkraínu og talskona þess að Rússum verði mætt af fullkominni hörku. Hún fagnar aðild Svía og Finna að NATO. Hlutlausra þjóða til áratuga sem gerðu sér nú grein fyrir þeirri ógn sem stafaði af Rússum. „Þannig að Putin sem vildi draga úr mætti NATO situr nú uppi með sterkara NATO,“ sagði Truss á leiðtogafundinum í Madrid í morgun. Vladimir Putin Russian President Vladimir Putin gestures as he speaks to the media after the summit of Caspian Sea littoral states in Ashgabat, Turkmenistan, Thursday, June 30, 2022. (Dmitry Azarov, Sputnik, Kremlin Pool Photo via AP) Vladimir Putin forseti Rússlands sótti leiðtogafundi bandalags þjóða við Kaspíahaf í Turkmenistan í gær. Hann segir NATO beita Úkraínu fyrir sig til að uppfylla heimsveldisstefnu Vesturlanda. Rússland ætti ekki í sams konar landfræðilegum deilum við Finnland og Svíþjóð og þeir ættu því miður í við Úkraínu. Forsetinn segir sókn rússneskra hersveita ganga hægt og örugglega og þær næðu settum markmiðum á hverju stigi innrásarinnar, sem hann kallar auðvitað sérstaka hernaðaraðgerð. Allt gengi samkvæmt áætlun og óþarfi að setja aðgerðunum einhver tímamörk. Þá þvertók Putin fyrir að Rússar gerðu árásir á borgaraleg skotmörk eins og verslunarmiðstöðina í Kremenchuk. Verslunarmiðstöðin í Kremenchuk er rústir einar eftir eldflaugaárás Rússa á mánudag.AP/Efrem Lukatsky „Rússneski herinn ræðst ekki á borgaraleg skotmörk. Við þurfum þess ekki. Við höfum alla möguleika á að finna út hvað er hvar, með nákvæmum nútíma og langdrægum vopnum. En auðvitað mun ég kanna málin nánar þegar ég kem til baka til Moskvu," sagði Putin og lét eins og hann vissi lítið um eldflaugaárásina á verslunarmiðstöðina á mánudag. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands segir að ekki eigi að hlusta á yfirlýsingar Putins heldur mæta honum af fullkominni hörku þannig að Úkraína vinni stríðið.AP/Paul White Liz Truss segir að hunsa beri yfirlýsingar Putins sem hafi hótað Vesturlöndum öllu illu ef þau útveguðu Úkraínu vopn. „Við eigum að láta orð hans eins og vind um eyru þjóta og gera allt sem við getum til að styðja Úkraínu með þeim vopnum sem nauðsynleg eru til að vinna þetta ömurlega stríð. Ef við gerum það ekki verður ógnin við öryggi Evrópu enn meiri í framtíðinni,“ sagði Liz Truss.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Rússland Úkraína Tengdar fréttir Pútín vísar fullyrðingum Johnson til föðurhúsanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fullyrti í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona. Pútín hefur nú vísað staðhæfingu Johnson til föðurhúsanna og látið kné fylgja kviði. 30. júní 2022 10:42 Vaktin: Pútín segir Rússa munu bregðast við ef Nató eykur viðbúnað í Svíþjóð og Finnlandi Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. 30. júní 2022 08:57 NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. 29. júní 2022 19:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Pútín vísar fullyrðingum Johnson til föðurhúsanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fullyrti í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona. Pútín hefur nú vísað staðhæfingu Johnson til föðurhúsanna og látið kné fylgja kviði. 30. júní 2022 10:42
Vaktin: Pútín segir Rússa munu bregðast við ef Nató eykur viðbúnað í Svíþjóð og Finnlandi Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. 30. júní 2022 08:57
NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. 29. júní 2022 19:21