R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2022 19:21 Söngvarinn R. Kelly hlaut í dag 30 ára dóm fyrir kynferðisbrot. getty/Antonio Perez Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt. Söngvarinn sem heitir réttu nafni Robert Sylvester Kelly var í september á síðasta ári sakfelldur fyrir brot sem lutu að fjárkúgun og mansali. Héraðsdómarinn Ann Donnelly kvað upp dóminn yfir Kelly í dag eftir að hafa heyrt frá hópi fórnarlamba söngvarans sem lýstu því hvernig misnotkun Kelly hefði haft áhrif á líf þeirra. Teikning af R. Kelly úr dómssalnum í dag.AP/Elizabeth Williams Donnelly sagði við dómsuppkvaðninguna að Kelly hafi notað kynlíf sem vopn, neytt fórnarlömb sín til ólýsanlegra athafna og gefið þeim ólæknanlega sjúkdóma. „Þú lést mig gera hluti sem brutu mig. Ég bókstaflega óskaði þess að ég myndi deyja vegna þess hve smárri þú lést mér líða,“ sagði nafnlaust fórnarlamb við réttarhöldin. Kelly sjálfur tjáði sig ekki við réttarhöldin. Saksóknarar lögðu til að Kelly yrði dæmdur í 25 ára fangelsi í ljósi alvarlegra glæpa sinna og nauðsynjar þess að vernda almenning gegn frekari glæpum. Lögmenn Kelly færðu hins vegar rök fyrir því að hann ætti ekki að fá meira en tíu ára dóm af því hann hefði átt hræðilega æsku þar sem hann þurfti sem barn að þola langvarandi kynferðismisnotkun, fátækt og ofbeldi. Mál R. Kelly Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49 R. Kelly mun ekki bera vitni í eigin máli Tónlistarmaðurinn R. Kelly lýsti því yfir við dómara í dag að hann muni ekki bera vitni í dómsmáli sínu. Kelly er ákærður fyrir mansal og fjölda kynferðisbrota. Þetta þýðir að saksóknarar munu ekki fá tækifæri til að spyrja Kelly út í ákæruliðina og þá vitnisburði sem fram hafa komið hjá meintum brotaþolum hans. 22. september 2021 18:28 Segja R.Kelly hafa skipað sér að skrifa neyðarleg bréf honum til verndar Vitni og meint fórnarlömb í máli ákæruvaldsins gegn bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly segja hann hafa skipað sér að skrifa bréf sem innihéldu lýsingar sem komu bréfritara illa. Bréfin voru hugsuð sem eins konar trygging sem hann gæti nýtt sér til að vernda sig fyrir lögsóknum. 5. september 2021 22:47 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Söngvarinn sem heitir réttu nafni Robert Sylvester Kelly var í september á síðasta ári sakfelldur fyrir brot sem lutu að fjárkúgun og mansali. Héraðsdómarinn Ann Donnelly kvað upp dóminn yfir Kelly í dag eftir að hafa heyrt frá hópi fórnarlamba söngvarans sem lýstu því hvernig misnotkun Kelly hefði haft áhrif á líf þeirra. Teikning af R. Kelly úr dómssalnum í dag.AP/Elizabeth Williams Donnelly sagði við dómsuppkvaðninguna að Kelly hafi notað kynlíf sem vopn, neytt fórnarlömb sín til ólýsanlegra athafna og gefið þeim ólæknanlega sjúkdóma. „Þú lést mig gera hluti sem brutu mig. Ég bókstaflega óskaði þess að ég myndi deyja vegna þess hve smárri þú lést mér líða,“ sagði nafnlaust fórnarlamb við réttarhöldin. Kelly sjálfur tjáði sig ekki við réttarhöldin. Saksóknarar lögðu til að Kelly yrði dæmdur í 25 ára fangelsi í ljósi alvarlegra glæpa sinna og nauðsynjar þess að vernda almenning gegn frekari glæpum. Lögmenn Kelly færðu hins vegar rök fyrir því að hann ætti ekki að fá meira en tíu ára dóm af því hann hefði átt hræðilega æsku þar sem hann þurfti sem barn að þola langvarandi kynferðismisnotkun, fátækt og ofbeldi.
Mál R. Kelly Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49 R. Kelly mun ekki bera vitni í eigin máli Tónlistarmaðurinn R. Kelly lýsti því yfir við dómara í dag að hann muni ekki bera vitni í dómsmáli sínu. Kelly er ákærður fyrir mansal og fjölda kynferðisbrota. Þetta þýðir að saksóknarar munu ekki fá tækifæri til að spyrja Kelly út í ákæruliðina og þá vitnisburði sem fram hafa komið hjá meintum brotaþolum hans. 22. september 2021 18:28 Segja R.Kelly hafa skipað sér að skrifa neyðarleg bréf honum til verndar Vitni og meint fórnarlömb í máli ákæruvaldsins gegn bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly segja hann hafa skipað sér að skrifa bréf sem innihéldu lýsingar sem komu bréfritara illa. Bréfin voru hugsuð sem eins konar trygging sem hann gæti nýtt sér til að vernda sig fyrir lögsóknum. 5. september 2021 22:47 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49
R. Kelly mun ekki bera vitni í eigin máli Tónlistarmaðurinn R. Kelly lýsti því yfir við dómara í dag að hann muni ekki bera vitni í dómsmáli sínu. Kelly er ákærður fyrir mansal og fjölda kynferðisbrota. Þetta þýðir að saksóknarar munu ekki fá tækifæri til að spyrja Kelly út í ákæruliðina og þá vitnisburði sem fram hafa komið hjá meintum brotaþolum hans. 22. september 2021 18:28
Segja R.Kelly hafa skipað sér að skrifa neyðarleg bréf honum til verndar Vitni og meint fórnarlömb í máli ákæruvaldsins gegn bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly segja hann hafa skipað sér að skrifa bréf sem innihéldu lýsingar sem komu bréfritara illa. Bréfin voru hugsuð sem eins konar trygging sem hann gæti nýtt sér til að vernda sig fyrir lögsóknum. 5. september 2021 22:47