R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2022 19:21 Söngvarinn R. Kelly hlaut í dag 30 ára dóm fyrir kynferðisbrot. getty/Antonio Perez Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt. Söngvarinn sem heitir réttu nafni Robert Sylvester Kelly var í september á síðasta ári sakfelldur fyrir brot sem lutu að fjárkúgun og mansali. Héraðsdómarinn Ann Donnelly kvað upp dóminn yfir Kelly í dag eftir að hafa heyrt frá hópi fórnarlamba söngvarans sem lýstu því hvernig misnotkun Kelly hefði haft áhrif á líf þeirra. Teikning af R. Kelly úr dómssalnum í dag.AP/Elizabeth Williams Donnelly sagði við dómsuppkvaðninguna að Kelly hafi notað kynlíf sem vopn, neytt fórnarlömb sín til ólýsanlegra athafna og gefið þeim ólæknanlega sjúkdóma. „Þú lést mig gera hluti sem brutu mig. Ég bókstaflega óskaði þess að ég myndi deyja vegna þess hve smárri þú lést mér líða,“ sagði nafnlaust fórnarlamb við réttarhöldin. Kelly sjálfur tjáði sig ekki við réttarhöldin. Saksóknarar lögðu til að Kelly yrði dæmdur í 25 ára fangelsi í ljósi alvarlegra glæpa sinna og nauðsynjar þess að vernda almenning gegn frekari glæpum. Lögmenn Kelly færðu hins vegar rök fyrir því að hann ætti ekki að fá meira en tíu ára dóm af því hann hefði átt hræðilega æsku þar sem hann þurfti sem barn að þola langvarandi kynferðismisnotkun, fátækt og ofbeldi. Mál R. Kelly Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49 R. Kelly mun ekki bera vitni í eigin máli Tónlistarmaðurinn R. Kelly lýsti því yfir við dómara í dag að hann muni ekki bera vitni í dómsmáli sínu. Kelly er ákærður fyrir mansal og fjölda kynferðisbrota. Þetta þýðir að saksóknarar munu ekki fá tækifæri til að spyrja Kelly út í ákæruliðina og þá vitnisburði sem fram hafa komið hjá meintum brotaþolum hans. 22. september 2021 18:28 Segja R.Kelly hafa skipað sér að skrifa neyðarleg bréf honum til verndar Vitni og meint fórnarlömb í máli ákæruvaldsins gegn bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly segja hann hafa skipað sér að skrifa bréf sem innihéldu lýsingar sem komu bréfritara illa. Bréfin voru hugsuð sem eins konar trygging sem hann gæti nýtt sér til að vernda sig fyrir lögsóknum. 5. september 2021 22:47 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Sjá meira
Söngvarinn sem heitir réttu nafni Robert Sylvester Kelly var í september á síðasta ári sakfelldur fyrir brot sem lutu að fjárkúgun og mansali. Héraðsdómarinn Ann Donnelly kvað upp dóminn yfir Kelly í dag eftir að hafa heyrt frá hópi fórnarlamba söngvarans sem lýstu því hvernig misnotkun Kelly hefði haft áhrif á líf þeirra. Teikning af R. Kelly úr dómssalnum í dag.AP/Elizabeth Williams Donnelly sagði við dómsuppkvaðninguna að Kelly hafi notað kynlíf sem vopn, neytt fórnarlömb sín til ólýsanlegra athafna og gefið þeim ólæknanlega sjúkdóma. „Þú lést mig gera hluti sem brutu mig. Ég bókstaflega óskaði þess að ég myndi deyja vegna þess hve smárri þú lést mér líða,“ sagði nafnlaust fórnarlamb við réttarhöldin. Kelly sjálfur tjáði sig ekki við réttarhöldin. Saksóknarar lögðu til að Kelly yrði dæmdur í 25 ára fangelsi í ljósi alvarlegra glæpa sinna og nauðsynjar þess að vernda almenning gegn frekari glæpum. Lögmenn Kelly færðu hins vegar rök fyrir því að hann ætti ekki að fá meira en tíu ára dóm af því hann hefði átt hræðilega æsku þar sem hann þurfti sem barn að þola langvarandi kynferðismisnotkun, fátækt og ofbeldi.
Mál R. Kelly Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49 R. Kelly mun ekki bera vitni í eigin máli Tónlistarmaðurinn R. Kelly lýsti því yfir við dómara í dag að hann muni ekki bera vitni í dómsmáli sínu. Kelly er ákærður fyrir mansal og fjölda kynferðisbrota. Þetta þýðir að saksóknarar munu ekki fá tækifæri til að spyrja Kelly út í ákæruliðina og þá vitnisburði sem fram hafa komið hjá meintum brotaþolum hans. 22. september 2021 18:28 Segja R.Kelly hafa skipað sér að skrifa neyðarleg bréf honum til verndar Vitni og meint fórnarlömb í máli ákæruvaldsins gegn bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly segja hann hafa skipað sér að skrifa bréf sem innihéldu lýsingar sem komu bréfritara illa. Bréfin voru hugsuð sem eins konar trygging sem hann gæti nýtt sér til að vernda sig fyrir lögsóknum. 5. september 2021 22:47 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Sjá meira
R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49
R. Kelly mun ekki bera vitni í eigin máli Tónlistarmaðurinn R. Kelly lýsti því yfir við dómara í dag að hann muni ekki bera vitni í dómsmáli sínu. Kelly er ákærður fyrir mansal og fjölda kynferðisbrota. Þetta þýðir að saksóknarar munu ekki fá tækifæri til að spyrja Kelly út í ákæruliðina og þá vitnisburði sem fram hafa komið hjá meintum brotaþolum hans. 22. september 2021 18:28
Segja R.Kelly hafa skipað sér að skrifa neyðarleg bréf honum til verndar Vitni og meint fórnarlömb í máli ákæruvaldsins gegn bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly segja hann hafa skipað sér að skrifa bréf sem innihéldu lýsingar sem komu bréfritara illa. Bréfin voru hugsuð sem eins konar trygging sem hann gæti nýtt sér til að vernda sig fyrir lögsóknum. 5. september 2021 22:47