Rappler er ein fárra fréttastofa í landinu sem er gagnrýnin á störf Rodrigo Duterte, fráfarandi forseta landsins, og raunar er tilskipunin nú um lokun fréttaveitunnar eitt af síðustu verkum fráfarandi ríkisstjórnar.

María Ressa segist ekki ætla að loka og ætla með málið fyrir dómstóla en yfirvöld halda því fram að fjármögnun fréttaveitunnar standist ekki stjórnarskrá landsins, sem bannar erlenda eignaraðild.
Fáum dylst þó að helsta markmiðið er að loka fréttassíðunni, sem lengi hefur verið þyrnir í augum stjórnvalda. Stuðningsmaður Dutertes og sonur fyrrverandi forseta landsins, Ferdinand Marcos yngri, tekur brátt við stjórnartaumunum og dóttir Dutertes verður varaforseti.