Vaxandi þensla og barátta um vinnuafl Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2022 19:31 Framkvæmdum við byggingu viðbyggingar við forsætisráðuneytið verður frestað um eitt til tvö ár vegna þenslunnar. forsætisráðuneytið Vaxandi þensla er í efnahagslífinu eftir að kórónuveirufaraldrinum lauk. Ferðaþjónustan er komin á fullan skrið og aukinn þrýstingur er ábyggingaframkvæmdir. Seðlabankastjóri segir þetta geta leitt til þess að atvinnugreinar fari að bítast um starfsfólk. Efnahagslífið á Íslandi er komið á mikinn snúning eftir að kórónuveirufaraldurinn leið.Á sama tíma er tekist á við mikla og vaxandi verðbólgu víða í heiminum sem skapaðist af hráefnisskorti vegna skorts á vinnuafli í faraldrinum og síðan vegna stríðsins í Úkraínu. Nú þegar ferðaþjónustan er komin á fulla ferð og þrýst er á byggingaframkvæmdir skortir vinnuafl ofan á allt annað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri íslenskt efnahagslíf standa vel. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að svo geti farið að atvinnugreinar fari að bítast um vinnuaflið.Vísir/Vilhelm „Við erum bara núna með mikinn efnahagsbata á Íslandi. Vinnumarkað sem í rauninni hefur aldrei verið betri frá árinu 2007 hvað varðar atvinnu. Auðvitað þegar ungt fólk kemur inn á vinnumarkaðinn vill það líka koma inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Ásgeir. Í kórónuveirufaraldrinum þegar mörg fyrirtæki sögðu upp fjölda manns jók ríkið útgjöld sín til alls kyns atvinnuskapandi framkvæmda. Við núverandi aðstæður er hins vegar talið eðlilegt að ríkið haldi að sér höndum. Við afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára á Alþingi í vor var því mörgum framkvæmdum frestað, eins og viðbyggingu við forsætisráðuneytið sem lengi hefur staðið til að byggja. Katrín Jakobsdóttir segir ríkið fresta ýmsum framkvæmdum vegna þenslunnar.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að upphafi framkvæmda verði frestað um ár. „Já við erum að færa þá framkvæmd til. Í raun og veru hliðra þeirri framkvæmd til að draga úr þenslu í samfélaginu. Það á auðvitað við um fleiri fjárfestingarverkefni á vegum ríkisins. Við lögðum af stað í miklar fjárfestingar til að örva hagkerfið í heimsfaraldri. Sum eru farin af stað en þar sem hægt er að hliðra til núna þá gerum við það,“ segir Katrín. Aðstæður smærri og stærri fyrirtækja til að fá til sín starfsfólk á samkeppnishæfum launum, ekki hvað síst innan ferðaþjónustunnar, eru hins vegar afar misjafnar. „Ég held að við séum kannski að lenda í þeirri stöðu að atvinnugreinar fari að bítast um fólk í miklum meiri mæli. Þetta er eitthvað sem við sáum á árum áður. Og það gæti mögulega leitt til töluverðrar spennu á vinnumarkaði,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Efnahagslífið á Íslandi er komið á mikinn snúning eftir að kórónuveirufaraldurinn leið.Á sama tíma er tekist á við mikla og vaxandi verðbólgu víða í heiminum sem skapaðist af hráefnisskorti vegna skorts á vinnuafli í faraldrinum og síðan vegna stríðsins í Úkraínu. Nú þegar ferðaþjónustan er komin á fulla ferð og þrýst er á byggingaframkvæmdir skortir vinnuafl ofan á allt annað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri íslenskt efnahagslíf standa vel. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að svo geti farið að atvinnugreinar fari að bítast um vinnuaflið.Vísir/Vilhelm „Við erum bara núna með mikinn efnahagsbata á Íslandi. Vinnumarkað sem í rauninni hefur aldrei verið betri frá árinu 2007 hvað varðar atvinnu. Auðvitað þegar ungt fólk kemur inn á vinnumarkaðinn vill það líka koma inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Ásgeir. Í kórónuveirufaraldrinum þegar mörg fyrirtæki sögðu upp fjölda manns jók ríkið útgjöld sín til alls kyns atvinnuskapandi framkvæmda. Við núverandi aðstæður er hins vegar talið eðlilegt að ríkið haldi að sér höndum. Við afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára á Alþingi í vor var því mörgum framkvæmdum frestað, eins og viðbyggingu við forsætisráðuneytið sem lengi hefur staðið til að byggja. Katrín Jakobsdóttir segir ríkið fresta ýmsum framkvæmdum vegna þenslunnar.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að upphafi framkvæmda verði frestað um ár. „Já við erum að færa þá framkvæmd til. Í raun og veru hliðra þeirri framkvæmd til að draga úr þenslu í samfélaginu. Það á auðvitað við um fleiri fjárfestingarverkefni á vegum ríkisins. Við lögðum af stað í miklar fjárfestingar til að örva hagkerfið í heimsfaraldri. Sum eru farin af stað en þar sem hægt er að hliðra til núna þá gerum við það,“ segir Katrín. Aðstæður smærri og stærri fyrirtækja til að fá til sín starfsfólk á samkeppnishæfum launum, ekki hvað síst innan ferðaþjónustunnar, eru hins vegar afar misjafnar. „Ég held að við séum kannski að lenda í þeirri stöðu að atvinnugreinar fari að bítast um fólk í miklum meiri mæli. Þetta er eitthvað sem við sáum á árum áður. Og það gæti mögulega leitt til töluverðrar spennu á vinnumarkaði,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira