Segir með ólíkindum að dómsmálaráðherra fari síendurtekið með rangfærslur Árni Sæberg skrifar 28. júní 2022 11:53 Halldóra Mogensen segir að dómsmálaráðherra ætti að skammast sín. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra sagði í viðtali á Vísi í gær að hann hefði kosið gegn frumvarpi um þungunarrof árið 2019 á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir að þungunarrof gæti átt sér stað allt að síðustu viku fyrir barnsburð. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann ítrekað fara með rangfærslur um málaflokka sem hann á að hafa á hreinu. „Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í gær. Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega bara algjört bull,“ segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. „Það er eiginlega ótrúlegt að dómsmálaráðherra fari síendurtekið með rangfærslur opinberlega í málaflokkum sem hann ætti að þekkja betur,“ bætir hún við. Þungunarrof heimilt til loka 22. viku, ekki 39. Í frumvarpi um breytingu á lögum um þungunarrof, sem samþykkt var árið 2019, var réttur kvenna til að láta rjúfa þungun sína fram að lokum 22. viku þungunar tryggður. Jón Gunnarsson greiddi atkvæði gegn frumvarpinu á sínum tíma, það segir hann hafa verið vegna þess frumvarpið gerði ráð fyrir þungunarrofi fram að síðustu viku þungunar. Hefðbundinn meðgöngutími manna er um fjörutíu vikur og því er nokkuð ljóst að ráðherrann fer ekki rétt með efni frumvarpsins. „Hann ætti að skammast sín“ Halldóra segir að þungunarrofsfrumvarpið hafi á sínum tíma verið unnið á grundvelli faglegrar niðurstöðu. „Það eru fagaðilar sem koma þarna að og mæla með þessum tímamörkum,“ sagði hún. Þá sagði hún að það heyrði til undantekninga að konur nýttu sér rétt sinn til þungunarrofs svo seint á meðgöngunni. „Mér finnst sorglegt að sjá dómsmálaráðherra sérstaklega, í þeirri stöðu sem hann er, sýna svona ofboðslega mikla vanvirðingu gagnvart konum og vantraust gagnvart konum, að fara með svona ótrúlegar rangfærslur opinberlega og hann ætti að skammast sín,“ segir Halldóra að lokum. Þungunarrof Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. 27. júní 2022 19:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira
„Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í gær. Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega bara algjört bull,“ segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. „Það er eiginlega ótrúlegt að dómsmálaráðherra fari síendurtekið með rangfærslur opinberlega í málaflokkum sem hann ætti að þekkja betur,“ bætir hún við. Þungunarrof heimilt til loka 22. viku, ekki 39. Í frumvarpi um breytingu á lögum um þungunarrof, sem samþykkt var árið 2019, var réttur kvenna til að láta rjúfa þungun sína fram að lokum 22. viku þungunar tryggður. Jón Gunnarsson greiddi atkvæði gegn frumvarpinu á sínum tíma, það segir hann hafa verið vegna þess frumvarpið gerði ráð fyrir þungunarrofi fram að síðustu viku þungunar. Hefðbundinn meðgöngutími manna er um fjörutíu vikur og því er nokkuð ljóst að ráðherrann fer ekki rétt með efni frumvarpsins. „Hann ætti að skammast sín“ Halldóra segir að þungunarrofsfrumvarpið hafi á sínum tíma verið unnið á grundvelli faglegrar niðurstöðu. „Það eru fagaðilar sem koma þarna að og mæla með þessum tímamörkum,“ sagði hún. Þá sagði hún að það heyrði til undantekninga að konur nýttu sér rétt sinn til þungunarrofs svo seint á meðgöngunni. „Mér finnst sorglegt að sjá dómsmálaráðherra sérstaklega, í þeirri stöðu sem hann er, sýna svona ofboðslega mikla vanvirðingu gagnvart konum og vantraust gagnvart konum, að fara með svona ótrúlegar rangfærslur opinberlega og hann ætti að skammast sín,“ segir Halldóra að lokum.
Þungunarrof Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. 27. júní 2022 19:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira
Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. 27. júní 2022 19:00