Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2022 07:27 Listaverkið samanstendur af eftirmyndum 34 fuglseggja sem eru slípaðar í grjót og var vígt árið 2009. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. Þetta var ákveðið á fundi Björns Ingimarssonar, sveitarstjóra Múlaþings, og Sigurðar í síðustu viku. Banaslys varð nærri listaverkinu fyrir viku þegar erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést. Fjallað hefur verið um að kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni hafi verið tekinn niður vegna framkvæmda þegar slysið varð. Í tilkynningu frá skrifstofu Múlaþings segir að þeir Björn og Sigurður harmi það sorglega slys sem hafi orðið við listaverkið og vilji gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að nokkuð þessu líkt geti gerst aftur. „Listamaðurinn, ásamt fleirum, hafði verið mótfallinn því að verkið yrði afgirt með kaðli sem aðskildi verkið frá athafnarsvæði hafnarinnar en fyrir hönd sveitarfélagsins hefur verið settur upp slíkur aðskilnaður meðfram verkinu. Óvíst er þó að sá búnaður hefði komið í veg fyrir það slys sem varð þar sem þau sem staðinn sækja eru ekki öll að fara þá gönguleið sem þar er mörkuð og er því það okkar samdóma álit að flutningur listaverksins af svæðinu sé nauðsynlegur. Eggin í Gleðivík eru eitt vinsælasta útilistaverk landsins og laðar að sér tugþúsundir gesta á ári hverju og er því fengur í að hafa verkið aðgengilegt fyrir ferðamenn og aðra gesti úr listaheiminum og því nauðsynlegt að velja því stað sem tryggir öryggi gesta. Við munum hafa samvinnu um það ferli,“ segir í tilkynningunni. Listaverkið samanstendur af eftirmyndum 34 fuglseggja sem eru slípaðar í grjót og var vígt árið 2009. Múlaþing Styttur og útilistaverk Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Þetta var ákveðið á fundi Björns Ingimarssonar, sveitarstjóra Múlaþings, og Sigurðar í síðustu viku. Banaslys varð nærri listaverkinu fyrir viku þegar erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést. Fjallað hefur verið um að kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni hafi verið tekinn niður vegna framkvæmda þegar slysið varð. Í tilkynningu frá skrifstofu Múlaþings segir að þeir Björn og Sigurður harmi það sorglega slys sem hafi orðið við listaverkið og vilji gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að nokkuð þessu líkt geti gerst aftur. „Listamaðurinn, ásamt fleirum, hafði verið mótfallinn því að verkið yrði afgirt með kaðli sem aðskildi verkið frá athafnarsvæði hafnarinnar en fyrir hönd sveitarfélagsins hefur verið settur upp slíkur aðskilnaður meðfram verkinu. Óvíst er þó að sá búnaður hefði komið í veg fyrir það slys sem varð þar sem þau sem staðinn sækja eru ekki öll að fara þá gönguleið sem þar er mörkuð og er því það okkar samdóma álit að flutningur listaverksins af svæðinu sé nauðsynlegur. Eggin í Gleðivík eru eitt vinsælasta útilistaverk landsins og laðar að sér tugþúsundir gesta á ári hverju og er því fengur í að hafa verkið aðgengilegt fyrir ferðamenn og aðra gesti úr listaheiminum og því nauðsynlegt að velja því stað sem tryggir öryggi gesta. Við munum hafa samvinnu um það ferli,“ segir í tilkynningunni. Listaverkið samanstendur af eftirmyndum 34 fuglseggja sem eru slípaðar í grjót og var vígt árið 2009.
Múlaþing Styttur og útilistaverk Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41