Innlent

Tveir skjálftar norð­vestur af Gjögur­tá

Bjarki Sigurðsson skrifar
Skjálftinn reið yfir norðurvestur af Gjögurtá á Tjörnesbrotabeltinu.
Skjálftinn reið yfir norðurvestur af Gjögurtá á Tjörnesbrotabeltinu. Vísir/Jóhann

Tveir skjálftar urðu um sautján kílómetra norðvestur af Gjögurtá. Fyrri skjálftinn mældist 2,7 stig en sá seinni 3,2 stig.

Seinni skjálftinn fannst á Siglufirði samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Fleiri eftirskjálftar hafa einnig mælst.

Fyrir tæpum mánuði síðan skalf jörð einnig nálægt Gjögurtá, þá mældist einn skjálfti 3,5 að stærð og annar 4,1 að stærð.

Skjálftarnir urðu þar sem má sjá grænu stjörnuna.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×