Sjötti hvalur vertíðarinnar kominn á land í Hvalfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2022 22:00 Frá hvalstöðinni í Hvalfirði. Hvalbáturinn Hvalur 8 kominn að bryggju með feng sinn síðastliðinn föstudag. Egill Aðalsteinsson Sex langreyðar eru komnar á land í Hvalfirði það sem af er hvalvertíðinni og segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, það ágætis veiði miðað við að bræla hafi verið á miðunum fyrstu dagana. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir sem Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður fréttastofu, tók í Hvalfirði síðdegis á föstudag þegar hvalbáturinn Hvalur 8 var að koma með langreyði númer tvö að landi í hvalstöðinni, tíu klukkustundum eftir að Hvalur 9 kom þangað með fyrstu langreyðina. Hvalur 8 við bryggju hvalstöðvarinnar. Langreyðurin sést við síðu skipsins,Egill Aðalsteinsson Aðfararnótt sunnudags kom nían með þriðju langreyðina að landi og í gær kom áttan með tvær. Síðdegis í dag kom svo Hvalur 9 inn í Hvalfjörð með sjötta dýrið sem veiðist á þessari vertíð og unnu starfsmenn Hvals hf. fram á kvöld við að skera hvalinn á vinnsluplaninu. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir sex hvali á fimm dögum ágætis veiði í ljósi þess að bræla hafi verið á miðunum fyrstu dagana. Hann segir hvalina hafa veiðst suður af Reykjanesi, suðvestur af Garðskaga og vestur af Faxaflóa. Þeir sem næstir voru landi veiddust um 120 sjómílur undan Reykjanesi en algengt er að þeir veiðist um 150 mílur frá landinu. Í hvalstöðinni eru um 120 manns á störfum við hvalvinnsluna og auk þeirra eru hátt þrjátíu manns í áhöfnum hvalbátanna. Margir starfsmanna eru núna á sinni fyrstu hvalvertíð og því þykir ekki verra að vertíðin fari rólega af stað meðan mannskapurinn er að þjálfast. Hvalbátarnir Hvalur 6 og Hvalur 7 sigla tæpast framar til hvalveiða.Egill Aðalsteinsson Til hliðar við hvalstöðina má sjá hvalbátana Hval 6 og Hval 7 uppi í fjöru en þangað var þeim siglt til geymslu fyrir ellefu árum. Þeir höfðu þá ekkert verið í notkun í aldarfjórðung eða frá því þeim var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986 í skemmdarverkaárás Sea Shepherd-samtakanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 „Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. 24. júní 2022 12:33 Kristján stendur keikur í heimildarmynd þar sem hann er kallaður „hataðasti“ maður Íslands Segist ætla að stunda hvalveiðar að eilífu og kallar dýraverndarsinna skræfur. 17. desember 2018 13:58 Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir sem Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður fréttastofu, tók í Hvalfirði síðdegis á föstudag þegar hvalbáturinn Hvalur 8 var að koma með langreyði númer tvö að landi í hvalstöðinni, tíu klukkustundum eftir að Hvalur 9 kom þangað með fyrstu langreyðina. Hvalur 8 við bryggju hvalstöðvarinnar. Langreyðurin sést við síðu skipsins,Egill Aðalsteinsson Aðfararnótt sunnudags kom nían með þriðju langreyðina að landi og í gær kom áttan með tvær. Síðdegis í dag kom svo Hvalur 9 inn í Hvalfjörð með sjötta dýrið sem veiðist á þessari vertíð og unnu starfsmenn Hvals hf. fram á kvöld við að skera hvalinn á vinnsluplaninu. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir sex hvali á fimm dögum ágætis veiði í ljósi þess að bræla hafi verið á miðunum fyrstu dagana. Hann segir hvalina hafa veiðst suður af Reykjanesi, suðvestur af Garðskaga og vestur af Faxaflóa. Þeir sem næstir voru landi veiddust um 120 sjómílur undan Reykjanesi en algengt er að þeir veiðist um 150 mílur frá landinu. Í hvalstöðinni eru um 120 manns á störfum við hvalvinnsluna og auk þeirra eru hátt þrjátíu manns í áhöfnum hvalbátanna. Margir starfsmanna eru núna á sinni fyrstu hvalvertíð og því þykir ekki verra að vertíðin fari rólega af stað meðan mannskapurinn er að þjálfast. Hvalbátarnir Hvalur 6 og Hvalur 7 sigla tæpast framar til hvalveiða.Egill Aðalsteinsson Til hliðar við hvalstöðina má sjá hvalbátana Hval 6 og Hval 7 uppi í fjöru en þangað var þeim siglt til geymslu fyrir ellefu árum. Þeir höfðu þá ekkert verið í notkun í aldarfjórðung eða frá því þeim var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986 í skemmdarverkaárás Sea Shepherd-samtakanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 „Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. 24. júní 2022 12:33 Kristján stendur keikur í heimildarmynd þar sem hann er kallaður „hataðasti“ maður Íslands Segist ætla að stunda hvalveiðar að eilífu og kallar dýraverndarsinna skræfur. 17. desember 2018 13:58 Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15
Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42
„Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. 24. júní 2022 12:33
Kristján stendur keikur í heimildarmynd þar sem hann er kallaður „hataðasti“ maður Íslands Segist ætla að stunda hvalveiðar að eilífu og kallar dýraverndarsinna skræfur. 17. desember 2018 13:58
Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34