Íris Anna og Daníel Ingi unnu flest gull á meistaramótinu í frjálsum íþróttum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2022 14:32 Íris Anna Skúladóttir (númer 3042) á ferðinni á MÍ um helgina en hún vann þrenn gullverðlaun. Hún er hér á milli þeirra Írisar Dóru Snorradóttur úr FH og Sigþóru Brynju Kristjánsdóttur úr UFA. Instagram/@icelandathletics FH-ingarnir Íris Anna Skúladóttir og Daníel Ingi Egilsson voru sigursælust á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fór fram á heimavelli þeirra í Kaplakrika um helgina. Íris Anna og Daníel Ingi unnu bæði þrenn gullverðlaun á mótinu. Íris Anna vann 1500 metra hlaup og 3000 metra hlaup auk þess að vera í sigursveit FH í 4x400m boðhlaupi kvenna ásamt þeim Írisi Dóru Snorradóttur, Elínu Sóleyju Sigurbjörnsdóttur og Ísold Sævarsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Daníel Ingi vann bæði langstökk og þrístökk og var í sigursveit FH-inga í 4x100m boðhlaupi ásamt Kolbeini Heði Gunnarssyni, Daða Lár Jónssyni og Bjarna Páli Pálssyni. Hann stökk 14,78 metra í þrístökki og 6,92 metra í langstökki. ÍR-ingarnir Guðni Valur Guðnason og Ingibjörg Sigurðardóttir unnu bæði tvö gull eins og FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir. Guðni vann kringlukast og kúluvarp, Ingibjörg vann 400 metra hlaup 40 metra grindarhlaup en Irma vann bæði þristökk og langstökk. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) FH-ingurinn Hilmar Örn Jónsson og ÍR-ingurinn Tiana Ósk Witworth náðu mestu afrekum mótsins þegar kemur að stigagjöf Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Hilmar Örn vann sleggjukast karla með kasti upp á 75,20 metra sem er nýtt mótsmet hjá Hilmari en kastið gaf honum 1120 stig. Tiana Ósk Witworth vann 100 metra hlaup kvenna á tímanum 11,69 sekúndum sem gefur 1054 árangursstig. Það voru FH-ingar sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða og hlutu alls 79,5 stig. Þau fengu fjórtán gull, sextán silfur og sex bronsverðlaun. ÍR-ingar voru í öðru sæti með 51,5 stig og Fjölnir í því þriðja með 23 stig. Silfrið fór vel yfir úrslitin á mótinu og má finna þá umfjöllun hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Íris Anna og Daníel Ingi unnu bæði þrenn gullverðlaun á mótinu. Íris Anna vann 1500 metra hlaup og 3000 metra hlaup auk þess að vera í sigursveit FH í 4x400m boðhlaupi kvenna ásamt þeim Írisi Dóru Snorradóttur, Elínu Sóleyju Sigurbjörnsdóttur og Ísold Sævarsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Daníel Ingi vann bæði langstökk og þrístökk og var í sigursveit FH-inga í 4x100m boðhlaupi ásamt Kolbeini Heði Gunnarssyni, Daða Lár Jónssyni og Bjarna Páli Pálssyni. Hann stökk 14,78 metra í þrístökki og 6,92 metra í langstökki. ÍR-ingarnir Guðni Valur Guðnason og Ingibjörg Sigurðardóttir unnu bæði tvö gull eins og FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir. Guðni vann kringlukast og kúluvarp, Ingibjörg vann 400 metra hlaup 40 metra grindarhlaup en Irma vann bæði þristökk og langstökk. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) FH-ingurinn Hilmar Örn Jónsson og ÍR-ingurinn Tiana Ósk Witworth náðu mestu afrekum mótsins þegar kemur að stigagjöf Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Hilmar Örn vann sleggjukast karla með kasti upp á 75,20 metra sem er nýtt mótsmet hjá Hilmari en kastið gaf honum 1120 stig. Tiana Ósk Witworth vann 100 metra hlaup kvenna á tímanum 11,69 sekúndum sem gefur 1054 árangursstig. Það voru FH-ingar sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða og hlutu alls 79,5 stig. Þau fengu fjórtán gull, sextán silfur og sex bronsverðlaun. ÍR-ingar voru í öðru sæti með 51,5 stig og Fjölnir í því þriðja með 23 stig. Silfrið fór vel yfir úrslitin á mótinu og má finna þá umfjöllun hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira