Mörg stórfyrirtæki hyggjast aðstoða starfsmenn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. júní 2022 07:10 Dómurinn hefur vakið bæði sorg og gleði vestanhafs. AP/Gemunu Amarasinghe Mörg stórfyrirtæki í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að þau muni greiða fyrir ferðalög starfsmanna sinna sem neyðast til að leita til annara ríkja til að gangast undir þungunarrof, eftir að hæstiréttur landsins snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade. Hér eftir verður ríkjum í sjálfsvald sett hvort þau heimila eða banna konum að gangast undir þungunarrof. Gera má ráð fyrir að þjónustan verði bönnuð eða verulega takmörkuð í um það bil 20 ríkjum. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa brugðist við og segjast ætla að styðja við starfsmenn sína sem velja að gangast undir þungunarrof eru Meta, Disney, Netflix og Bank of America. Önnur fyrirtæki, til að mynda Microsoft og fjármálafyrirtækin Citigroup og JPMorgan Chase, höfðu þegar tilkynnt að þau myndu grípa til aðgerða. Fyrirtækin eru sögð sæta nokkrum þrýstingi meðal almennings og fjárfesta um að taka afstöðu til þessa afar umdeilda málefnis, ekki síst fyrirtæki sem eru með stórar starfsstöðvar í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið eða verður bannað og/eða takmarkað. Samkvæmt Guardian hafa yfirvöld í Texas til að mynda verið að reyna að laða fyrirtæki að með lágum sköttum og litlu regluverki en á sama tíma er útlit fyrir að réttur kvenna til þungunarrofs verði verulega takmarkaður í ríkinu. Rétturinn til að ferðast milli ríkja bundinn í stjórnarskrána Stjórnmálamenn virðast vegar misáhugasamir um að halda í fyrirtækin. Fyrr á þessu ári varaði Birscoe Cain, þingmaður í Texas, við því að hann myndi leggja fram frumvarp sem bannaði opinberum aðilum að skipta við fyrirtæki sem greiða ferðakostnað starfsmanna sem fara á milli ríkja til að gangast undir þungunnarrof. Borgarstjóri St Louis, Tishaura Jones, sagði hins vegar á Twitter um helgina að bann myndi gera ríkjum erfiðara fyrir að laða til sín stórfyrirtæki og Quinton Lucas, borgarstjóri í Kansas, sagði að eitt fyrirtæki hefði þegar hætt við að flytja til borgarinnar. Það vekur athygli að mörg stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna, til að mynda McDonald's, Walmart, Coca-Cola, PepsiCo og General Motors hafa ekki tjáð sig um ákvörðun hæstaréttar. Einn dómara réttarins, sem studdi viðsnúninginn í Roe, virðist hins vegar taka ákveðna afstöðu varðandi lögmæti þess að ferðast milli ríkja til að gangast undir þungunarrof. Brett Kavanaugh, einn dómaranna sem Donald Trump skipaði í embætti, segir í áliti sínu að það bryti gegn stjórnarskránni að banna konum að ferðast til að nálgast þjónustuna og vísar til stjórnarskrárvarins réttar fólks til að ferðast milli ríkja. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Meta Disney Netflix Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Sjá meira
Hér eftir verður ríkjum í sjálfsvald sett hvort þau heimila eða banna konum að gangast undir þungunarrof. Gera má ráð fyrir að þjónustan verði bönnuð eða verulega takmörkuð í um það bil 20 ríkjum. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa brugðist við og segjast ætla að styðja við starfsmenn sína sem velja að gangast undir þungunarrof eru Meta, Disney, Netflix og Bank of America. Önnur fyrirtæki, til að mynda Microsoft og fjármálafyrirtækin Citigroup og JPMorgan Chase, höfðu þegar tilkynnt að þau myndu grípa til aðgerða. Fyrirtækin eru sögð sæta nokkrum þrýstingi meðal almennings og fjárfesta um að taka afstöðu til þessa afar umdeilda málefnis, ekki síst fyrirtæki sem eru með stórar starfsstöðvar í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið eða verður bannað og/eða takmarkað. Samkvæmt Guardian hafa yfirvöld í Texas til að mynda verið að reyna að laða fyrirtæki að með lágum sköttum og litlu regluverki en á sama tíma er útlit fyrir að réttur kvenna til þungunarrofs verði verulega takmarkaður í ríkinu. Rétturinn til að ferðast milli ríkja bundinn í stjórnarskrána Stjórnmálamenn virðast vegar misáhugasamir um að halda í fyrirtækin. Fyrr á þessu ári varaði Birscoe Cain, þingmaður í Texas, við því að hann myndi leggja fram frumvarp sem bannaði opinberum aðilum að skipta við fyrirtæki sem greiða ferðakostnað starfsmanna sem fara á milli ríkja til að gangast undir þungunnarrof. Borgarstjóri St Louis, Tishaura Jones, sagði hins vegar á Twitter um helgina að bann myndi gera ríkjum erfiðara fyrir að laða til sín stórfyrirtæki og Quinton Lucas, borgarstjóri í Kansas, sagði að eitt fyrirtæki hefði þegar hætt við að flytja til borgarinnar. Það vekur athygli að mörg stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna, til að mynda McDonald's, Walmart, Coca-Cola, PepsiCo og General Motors hafa ekki tjáð sig um ákvörðun hæstaréttar. Einn dómara réttarins, sem studdi viðsnúninginn í Roe, virðist hins vegar taka ákveðna afstöðu varðandi lögmæti þess að ferðast milli ríkja til að gangast undir þungunarrof. Brett Kavanaugh, einn dómaranna sem Donald Trump skipaði í embætti, segir í áliti sínu að það bryti gegn stjórnarskránni að banna konum að ferðast til að nálgast þjónustuna og vísar til stjórnarskrárvarins réttar fólks til að ferðast milli ríkja.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Meta Disney Netflix Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Sjá meira