Afrekaði það sama og stórstjarnan faðir hans en bara 46 árum seinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2022 16:01 Elliot Thompson er breskur meistari í tugþraut alveg eins og faðir sinn afrekaði á áttunda áratug síðustu aldar. Instagram/@the_real_elliot_thompson Þeir sem muna eftir súperstjörnunni Daley Thompson ætti að hafa gaman af því að sjá Elliot Thompson feta í fótspor föður síns á breska meistaramótinu í frjálsum íþróttum um helgina. Hinn 29 ára gamli Elliot Thompson varð þá breskur meistari í tugþraut í fyrsta sinn afrek sem faðir hans vann svo oft á sínum ferli. Sigur Elliott kemur 46 árum eftir að Daley faðir hans vann þennan titil í fyrsta sinn árið 1976. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Þrátt fyrir slaka byrjun og aðeins sjötta sætið í fyrstu grein, sem var 100 metra hlaup, þá varð Elliott annar í langstökki og vann svo kúluvarpið. Hann vann tvær greinar á fyrri deginum og fylgdi því síðan eftir með því að halda velli á seinni deginum en hann endaði hann með því að vinna 1500 metra hlaupið. Sigur hans vakti auðvitað mikla athygli enda muna flestir eftir föður hans þegar stjarna hans skein skærast á níunda áratugnum. Daley Thompson var nefnilega á sínum ein stærsta íþróttastjarna heims eftir að hann varð Ólympíumeistari í tugþraut á tveimur Ólympíuleikum í röð, fyrst 1980 í Moskvu og svo aftur 1984 í Los Angeles. Hann sló heimsmetið fjórum sinnum og var ósigraður í tugþraut í níu ár. Það var ekki bara stórskotleg frammistaða sem jók hróður Daley heldur einnig stórskemmtileg framkoma hans enda sannur skemmtikraftur á ferðinni. Daley varð að hætta keppni vegna meiðsla árið 1992, þá 34 ára gamall. Daley eignaðist Elliot sama ár og hann varð að leggja skóna á hilluna eða í ágústmánuði 1992. View this post on Instagram A post shared by Elliot Thompson (@the_real_elliot_thompson) Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Elliot Thompson varð þá breskur meistari í tugþraut í fyrsta sinn afrek sem faðir hans vann svo oft á sínum ferli. Sigur Elliott kemur 46 árum eftir að Daley faðir hans vann þennan titil í fyrsta sinn árið 1976. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Þrátt fyrir slaka byrjun og aðeins sjötta sætið í fyrstu grein, sem var 100 metra hlaup, þá varð Elliott annar í langstökki og vann svo kúluvarpið. Hann vann tvær greinar á fyrri deginum og fylgdi því síðan eftir með því að halda velli á seinni deginum en hann endaði hann með því að vinna 1500 metra hlaupið. Sigur hans vakti auðvitað mikla athygli enda muna flestir eftir föður hans þegar stjarna hans skein skærast á níunda áratugnum. Daley Thompson var nefnilega á sínum ein stærsta íþróttastjarna heims eftir að hann varð Ólympíumeistari í tugþraut á tveimur Ólympíuleikum í röð, fyrst 1980 í Moskvu og svo aftur 1984 í Los Angeles. Hann sló heimsmetið fjórum sinnum og var ósigraður í tugþraut í níu ár. Það var ekki bara stórskotleg frammistaða sem jók hróður Daley heldur einnig stórskemmtileg framkoma hans enda sannur skemmtikraftur á ferðinni. Daley varð að hætta keppni vegna meiðsla árið 1992, þá 34 ára gamall. Daley eignaðist Elliot sama ár og hann varð að leggja skóna á hilluna eða í ágústmánuði 1992. View this post on Instagram A post shared by Elliot Thompson (@the_real_elliot_thompson)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira