Mannskemmandi fyrir fólk að vera dregið aftur í myrkrið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júní 2022 21:29 Guðmundur Ingi hefur verið formaður Afstöðu félags fanga í átta ár. Formaður Afstöðu kallar eftir breyttri löggjöf um reynslulausn á Íslandi. Fangar sem fá þyngri dóma fá sjaldan sem aldrei reynslulausn hér ólíkt því sem tíðkast á Norðurlöndum. Greint var frá því í fréttum okkar í gær að Mirjam Foekje van Twuijver, 53 ára hollensk kona, sem hlaut fyrir sjö árum einn allra þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli á Íslandi hefði stefnt ríkinu fyrir frelsissviptingu. Mirjam var svokallað burðardýr og fékk fyrst ellefu ár fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum til landsins. Hæstiréttur mildaði dóminn í átta ár. Hún hafði fengið að afplána hluta dóms síns utan fangelsis undir rafrænu eftirliti vegna þess að Útlendingastofnun vildi senda hana úr landi. Hún kærði það til kærunefndar útlendingamála og fékk ákvörðun útlendingastofnunar snúið við. En þá ákvað Fangelsismálastofnun að forsendur þess að hún afplánaði rest refsingar sinnar utan fangelsis væru brostnar og Mirjam var kölluð aftur inn í fangelsi. Hún lýsti þeirri reynslu eins og „helvíti“ í samtali við fréttastofu í gær. Ættum að beita reynslulausn oftar á Íslandi Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir málið afar slæmt. Gera hefði átt undantekningu á þessari reglu í tilviki Mirjam fyrst hún var komin út úr fangelsi „Það er náttúrulega búið að taka þetta ígildi stjórnvaldsákvörðunar og það er erfitt að draga það til baka. Þannig maður skilur það alveg að þegar manneskja er komin í ljósið og hún sé dregin aftur í myrkrið, það er hrikalega erfitt og mannskemmandi í raun og veru,“ segir Guðmundur Ingi. Og í raun er hann á því að Fangelsismálastofnun eigi að vera mun viljugri til að veita föngum reynslulausn, ekki aðeins í þessu sérstaka tilviki Mirjam. Eins og kerfið er í dag er venjan að þeir sem hljóta þyngri dóma verði að afplána tvo þriðju þeirra en hinir sem hljóti vægari dóma eigi möguleikann á því að fá reynslulausn eftir helming fangelsistímans. Guðmundur Ingi segir tíma til kominn að hinir sem hljóti þyngri dóma fái einnig þennan möguleika. „Það eru heimildir sem að Norðurlöndin eru farin að nota miklu meira. Og byggist á því að þegar fólk er að standa sig vel og ná bata þá er þessi lagagrein notuð. En hér er hún aldrei notuð,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það gallaða hugmyndafræði að láta fanga afplána meira en helming af dómi sínum í öllum tilfellum. Reynslulausn sé frábært tæki að beita þegar fangar hafa náð góðri endurhæfingu í fangelsum og byggt sig upp. Kominn sé tími á heildarendurskoðun á löggjöfinni. „Hér vill fangelsismálastofnun ekki taka þessa stóru pólitísku ákvörðun. Hún þarf að koma frá Alþingi Íslendinga,“ segir Guðmundur Ingi. Fangelsismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Greint var frá því í fréttum okkar í gær að Mirjam Foekje van Twuijver, 53 ára hollensk kona, sem hlaut fyrir sjö árum einn allra þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli á Íslandi hefði stefnt ríkinu fyrir frelsissviptingu. Mirjam var svokallað burðardýr og fékk fyrst ellefu ár fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum til landsins. Hæstiréttur mildaði dóminn í átta ár. Hún hafði fengið að afplána hluta dóms síns utan fangelsis undir rafrænu eftirliti vegna þess að Útlendingastofnun vildi senda hana úr landi. Hún kærði það til kærunefndar útlendingamála og fékk ákvörðun útlendingastofnunar snúið við. En þá ákvað Fangelsismálastofnun að forsendur þess að hún afplánaði rest refsingar sinnar utan fangelsis væru brostnar og Mirjam var kölluð aftur inn í fangelsi. Hún lýsti þeirri reynslu eins og „helvíti“ í samtali við fréttastofu í gær. Ættum að beita reynslulausn oftar á Íslandi Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir málið afar slæmt. Gera hefði átt undantekningu á þessari reglu í tilviki Mirjam fyrst hún var komin út úr fangelsi „Það er náttúrulega búið að taka þetta ígildi stjórnvaldsákvörðunar og það er erfitt að draga það til baka. Þannig maður skilur það alveg að þegar manneskja er komin í ljósið og hún sé dregin aftur í myrkrið, það er hrikalega erfitt og mannskemmandi í raun og veru,“ segir Guðmundur Ingi. Og í raun er hann á því að Fangelsismálastofnun eigi að vera mun viljugri til að veita föngum reynslulausn, ekki aðeins í þessu sérstaka tilviki Mirjam. Eins og kerfið er í dag er venjan að þeir sem hljóta þyngri dóma verði að afplána tvo þriðju þeirra en hinir sem hljóti vægari dóma eigi möguleikann á því að fá reynslulausn eftir helming fangelsistímans. Guðmundur Ingi segir tíma til kominn að hinir sem hljóti þyngri dóma fái einnig þennan möguleika. „Það eru heimildir sem að Norðurlöndin eru farin að nota miklu meira. Og byggist á því að þegar fólk er að standa sig vel og ná bata þá er þessi lagagrein notuð. En hér er hún aldrei notuð,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það gallaða hugmyndafræði að láta fanga afplána meira en helming af dómi sínum í öllum tilfellum. Reynslulausn sé frábært tæki að beita þegar fangar hafa náð góðri endurhæfingu í fangelsum og byggt sig upp. Kominn sé tími á heildarendurskoðun á löggjöfinni. „Hér vill fangelsismálastofnun ekki taka þessa stóru pólitísku ákvörðun. Hún þarf að koma frá Alþingi Íslendinga,“ segir Guðmundur Ingi.
Fangelsismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent