Frá þessu er greint á Karfan.is, en Lawson hefur leikið á Íslandi seinustu þrjú tímabil.
Lawson gekk í raðir Keflavíkur árið 2020 áður en hann hélt til Þorlákshafnar þar sem hann varð Íslandsmeistari með Þórsurum. Hann samdi svo við Valsmenn fyrir seinasta tímabil þar sem hann varð aftur Íslandsmeistari og komst þar með í fámennan hóp manna sem hafa náð því að vinna Íslandsmeistaratitilinn tvö ár í röð með tveimur mismunandi félögum.
Callum Lawson spilaði mikilvægt hlutverk í liði Vals á seinasta tímabili og skilaði að meðaltali 15 stigum, fjórum fráköstum og fjórum stoðsendingum í leik.