Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. júní 2022 13:31 Jón Viðar býr í um 30 mínútna göngufæri frá miðbænum þar sem skotárásin átti sér stað. Hann segir götuna afar fjölfarna. facebook/ap Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. Tveir létust í árásinni í gær og eru fjórtán særðir. Enginn þeirra er í lífshættu samkvæmt norskum fjölmiðlum. Árásin var gerð um klukkan eitt í nótt að staðartíma á skemmtistaðnum London Pub sem er vinsæll meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi en hann er 42 ára norskur ríkisborgari af írönskum uppruna. Norska lögreglan segist þekkja til mannsins en ekki vegna stórglæpa. Málið er rannsakað sem hryðjuverk og telur lögregla það hafa verið markmið mannsins að skapa ótta. Hald var lagt á skammbyssu og sjálfvirkt skotvopn. Líklegt er talið að skotárásin tengist gleðigöngunni sem átti að fara fram í Osló í dag. Henni hefur nú verið frestað að ráðum lögreglu. „Hvort að þetta sé hatursglæpur gagnvart samkynhneigðum... það er ýmislegt sem bendir til þess. Og kannski fyrst og fremst að lögreglan ráðlagði að gleðigangan yrði ekki haldin í dag, henni var aflýst. En annars er fréttaflutningur óljós hvað þetta varðar,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló. Hann er búsettur í um hálftíma göngufæri frá staðnum sem skotárásin var gerð á. „Ég vaknaði við þyrlur í nótt. Maður vaknar öðru hvoru við þær, lögreglustöðin er náttúrulega ekki langt frá okkur. Það var náttúrulega allur mannafli kallaður út í nótt og allt sett í viðbragðsstöðu. Þar af leiðandi voru þyrlurnar settar upp,“ segir Jón Viðar. Nýbúið að afhjúpa minnismerki um Útey Hann man ekki til þess að nokkuð sambærilegt hafi átt sér stað í Noregi frá hryðjuverkaárásinni í Útey. „Það náttúrulega setur óhug í langflesta. Það er nýbúin að vera afhjúpun á minnismerkinu í Útey. Þannig að maður er minntur á það sem gerðist þar,“ segir hann. Andrúmsloftið hafi verið mjög þungt í morgun. „Þetta er hlutur sem að maður reiknar ekki með að gerist hjá okkur. Fólk sem ég talaði við, það var bara mikill óhugur í því og fólki var brugðið,“ segir Jón Viðar. Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Tveir létust í árásinni í gær og eru fjórtán særðir. Enginn þeirra er í lífshættu samkvæmt norskum fjölmiðlum. Árásin var gerð um klukkan eitt í nótt að staðartíma á skemmtistaðnum London Pub sem er vinsæll meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi en hann er 42 ára norskur ríkisborgari af írönskum uppruna. Norska lögreglan segist þekkja til mannsins en ekki vegna stórglæpa. Málið er rannsakað sem hryðjuverk og telur lögregla það hafa verið markmið mannsins að skapa ótta. Hald var lagt á skammbyssu og sjálfvirkt skotvopn. Líklegt er talið að skotárásin tengist gleðigöngunni sem átti að fara fram í Osló í dag. Henni hefur nú verið frestað að ráðum lögreglu. „Hvort að þetta sé hatursglæpur gagnvart samkynhneigðum... það er ýmislegt sem bendir til þess. Og kannski fyrst og fremst að lögreglan ráðlagði að gleðigangan yrði ekki haldin í dag, henni var aflýst. En annars er fréttaflutningur óljós hvað þetta varðar,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló. Hann er búsettur í um hálftíma göngufæri frá staðnum sem skotárásin var gerð á. „Ég vaknaði við þyrlur í nótt. Maður vaknar öðru hvoru við þær, lögreglustöðin er náttúrulega ekki langt frá okkur. Það var náttúrulega allur mannafli kallaður út í nótt og allt sett í viðbragðsstöðu. Þar af leiðandi voru þyrlurnar settar upp,“ segir Jón Viðar. Nýbúið að afhjúpa minnismerki um Útey Hann man ekki til þess að nokkuð sambærilegt hafi átt sér stað í Noregi frá hryðjuverkaárásinni í Útey. „Það náttúrulega setur óhug í langflesta. Það er nýbúin að vera afhjúpun á minnismerkinu í Útey. Þannig að maður er minntur á það sem gerðist þar,“ segir hann. Andrúmsloftið hafi verið mjög þungt í morgun. „Þetta er hlutur sem að maður reiknar ekki með að gerist hjá okkur. Fólk sem ég talaði við, það var bara mikill óhugur í því og fólki var brugðið,“ segir Jón Viðar.
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira