Ísland fær enn eina falleinkunnina í geðheilbrigðismálum Grímur Atlason skrifar 24. júní 2022 12:01 Samkvæmt úttekt tryggingafélagsins William Russel í 26 löndum á því hvar best sé að búa út frá geðheilsusjónarmiðum rekur Ísland lestina. Af 10 mögulegum fær Ísland 1,6 í einkunn á meðan Svíþjóð, sem er á toppnum, fær 7,13. Rannsóknir tryggingafélaga eru kannski ekki áreiðanlegustu lýðheilsuvísarnir en þó verður að horfa til þess að tryggingafélög hafa engan áhuga á að ofmeta eða vanmeta aðstæður þar sem það getur komið niður á afkomu þeirra. Það sem er áhugavert við þessa úttekt er að hún nær til ákveðinna orsakaþátta fremur en einkenna og afleiðinga. Þættir sem horft er til í úttektinni eru: Vinnutími, hvíldar- og afþreyingartími, græn svæði, hitastig, rigning og loks það fjármagn sem sett er í geðheilbrigðisþjónustu. Við þetta mætti bæta: Ungbarnavernd, tími barna á stofnunum (leik- og grunnskólar), áhersla á geðrækt frá unga aldri, hugmyndafræði geðmeðferða, aðgengi að gagnreyndum viðtalsmeðferðum o.s.frv. Úttekt Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðismálum tekur undir margt af því sem þetta erlenda tryggingafélag hefur að segja um ástandið í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Fjármagnið sem sett er í geðheilbrigðismál af heildarútgjöldum til heilbrigðismála er samkvæmt tryggingafélaginu 5,7% en það eru tala sem byggir á gögnum frá árinu 2016. Samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar er talan í dag aðeins um 4,6%. Það er umhugsunarvert að þessi tala fari lækkandi þrátt fyrir að árið 2016 hafi verið sett fram geðheilbrigðisstefna stjórnvalda til ársins 2020. Þessar mælingar sýna svart á hvítu að við erum á rangri leið. Á Íslandi hverfist umræða um geðheilbrigðismál og meðferð nær alfarið um afleiðingarnar. Þegar upp koma umræður um heimsmet í geðlyfjanotkun barna þá festist hún gjarnan í löngum biðlistum og mikilvægi þess að stytta þá. Það að Ísland greini a.m.k. 100% fleiri börn með „frávik“ en landið sem kemur næst á eftir er þannig talið til marks um framsýni Íslands fremur en að skoða hvað veldur. Það að 20% drengja á aldrinum 10 til 18 ára og 10% stúlkna á sama aldri þurfi geðlyf til þess að komast í gegnum daginn er talið eðlilegt. Það að brottfall úr framhaldsskólum sé 100% meira en að meðaltali í ESB ríkjum þykir ekki meira mál en svo að tveir til þrír þingmenn ræða það í stuttum ræðum um skólamál á hverju þingi. Þegar frávikin eru talin í tveggja stafa prósentutölum þá er kannski spurning að skoða hvað veldur fremur en að halda bara áfram á sömu braut. Hvað orsakar lakara geðheilbrigði fær um 2% þess fjármagns sem fer í geðheilbrigðismál á hverju ári. Ofuráherslan á að stytta biðlista eftir greiningum hefur ekki fært okkur betri stöðu þegar kemur að geðheilsu barna eða annarra aldurshópa í samfélaginu. Þannig mátu 81% barna í efstu bekkjum grunnskóla andlega heilsu sína góða eða mjög góða árið 2014 en aðeins 57% árið 2021. Hlutdeild vísvitandi sjálfsskaða í öllum andlátum yngri en 18 ára var á tímabilinu 2001 til 2005 0,9% en var 9,2% á árunum 2016 til 2020. Fyrir aldurshópinn 18 til 29 ára var þessi tala árin 2001 til 2005 31,1% en var orðin 35,7% árin 2016 til 2020. Á árunum 2018 til 2020 varð veruleg aukning í geðlyfjanotkun barna og ungmenna (yngri en 18 ára). Ávísanir þunglyndis- og kvíðalyfja á hverja 1000 íbúa jukust um 19,2% og 81,8% í flokki örvandi lyfja við ADHD. Þessi þróun virðist ekki færa okkur betri líðan eða nær betra samfélagi. Fleiri og fleiri verða óvinnufær vegna geðrænna áskorana og geðlyfjanotkun eykst í öllum aldurshópum. Er ekki kominn tími til að hverfa frá þeirri stefnu sem fært hefur okkur þessa stöðu? Stefna landssamtakanna Geðhjálpar frá 2020 til 2024 tekur mið af því að færa áherslur samfélagsins frá afleiðingaenda geðheilbrigðis yfir á orsakaþættina. Samtökin lögðu fram níu aðgerðir sem taka mið af þessari stefnu. Þar má m.a. finna eftirfarandi aðgerðir: Efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri, stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra (verðandi foreldra og fyrstu tvö árin í lífi barna), hefja niðurgreiðslu gagnreyndra viðtalsmeðferða, gera geðrækt að hluta af aðalnámskrá grunnskóla og koma á fót geðráði, breiðum samráðsvettvangi um geðheilbrigðismál þar sem mælaborð geðheilsu væri vistað. Við sem þjóð verðum að horfa á þær ábendingar sem koma fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar og falleinkunn erlends tryggingafélags sem kröftuga viðvörunarbjöllu. Við erum að missa allt of margt fólk á hverju ári vegna stefnu okkar og samfélagsáhersla. Dæmi um þetta verðmætamat er að stjórnvöldum þykir eðlilegt að borga 2,1 milljarð króna í söluþóknun fyrir banka en settu tæpar 50 m.kr. á fjögurra ára tímabili í aðgerðaráætlun til að draga úr sjálfsvígum ungs fólks. Vöknum! Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt úttekt tryggingafélagsins William Russel í 26 löndum á því hvar best sé að búa út frá geðheilsusjónarmiðum rekur Ísland lestina. Af 10 mögulegum fær Ísland 1,6 í einkunn á meðan Svíþjóð, sem er á toppnum, fær 7,13. Rannsóknir tryggingafélaga eru kannski ekki áreiðanlegustu lýðheilsuvísarnir en þó verður að horfa til þess að tryggingafélög hafa engan áhuga á að ofmeta eða vanmeta aðstæður þar sem það getur komið niður á afkomu þeirra. Það sem er áhugavert við þessa úttekt er að hún nær til ákveðinna orsakaþátta fremur en einkenna og afleiðinga. Þættir sem horft er til í úttektinni eru: Vinnutími, hvíldar- og afþreyingartími, græn svæði, hitastig, rigning og loks það fjármagn sem sett er í geðheilbrigðisþjónustu. Við þetta mætti bæta: Ungbarnavernd, tími barna á stofnunum (leik- og grunnskólar), áhersla á geðrækt frá unga aldri, hugmyndafræði geðmeðferða, aðgengi að gagnreyndum viðtalsmeðferðum o.s.frv. Úttekt Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðismálum tekur undir margt af því sem þetta erlenda tryggingafélag hefur að segja um ástandið í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Fjármagnið sem sett er í geðheilbrigðismál af heildarútgjöldum til heilbrigðismála er samkvæmt tryggingafélaginu 5,7% en það eru tala sem byggir á gögnum frá árinu 2016. Samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar er talan í dag aðeins um 4,6%. Það er umhugsunarvert að þessi tala fari lækkandi þrátt fyrir að árið 2016 hafi verið sett fram geðheilbrigðisstefna stjórnvalda til ársins 2020. Þessar mælingar sýna svart á hvítu að við erum á rangri leið. Á Íslandi hverfist umræða um geðheilbrigðismál og meðferð nær alfarið um afleiðingarnar. Þegar upp koma umræður um heimsmet í geðlyfjanotkun barna þá festist hún gjarnan í löngum biðlistum og mikilvægi þess að stytta þá. Það að Ísland greini a.m.k. 100% fleiri börn með „frávik“ en landið sem kemur næst á eftir er þannig talið til marks um framsýni Íslands fremur en að skoða hvað veldur. Það að 20% drengja á aldrinum 10 til 18 ára og 10% stúlkna á sama aldri þurfi geðlyf til þess að komast í gegnum daginn er talið eðlilegt. Það að brottfall úr framhaldsskólum sé 100% meira en að meðaltali í ESB ríkjum þykir ekki meira mál en svo að tveir til þrír þingmenn ræða það í stuttum ræðum um skólamál á hverju þingi. Þegar frávikin eru talin í tveggja stafa prósentutölum þá er kannski spurning að skoða hvað veldur fremur en að halda bara áfram á sömu braut. Hvað orsakar lakara geðheilbrigði fær um 2% þess fjármagns sem fer í geðheilbrigðismál á hverju ári. Ofuráherslan á að stytta biðlista eftir greiningum hefur ekki fært okkur betri stöðu þegar kemur að geðheilsu barna eða annarra aldurshópa í samfélaginu. Þannig mátu 81% barna í efstu bekkjum grunnskóla andlega heilsu sína góða eða mjög góða árið 2014 en aðeins 57% árið 2021. Hlutdeild vísvitandi sjálfsskaða í öllum andlátum yngri en 18 ára var á tímabilinu 2001 til 2005 0,9% en var 9,2% á árunum 2016 til 2020. Fyrir aldurshópinn 18 til 29 ára var þessi tala árin 2001 til 2005 31,1% en var orðin 35,7% árin 2016 til 2020. Á árunum 2018 til 2020 varð veruleg aukning í geðlyfjanotkun barna og ungmenna (yngri en 18 ára). Ávísanir þunglyndis- og kvíðalyfja á hverja 1000 íbúa jukust um 19,2% og 81,8% í flokki örvandi lyfja við ADHD. Þessi þróun virðist ekki færa okkur betri líðan eða nær betra samfélagi. Fleiri og fleiri verða óvinnufær vegna geðrænna áskorana og geðlyfjanotkun eykst í öllum aldurshópum. Er ekki kominn tími til að hverfa frá þeirri stefnu sem fært hefur okkur þessa stöðu? Stefna landssamtakanna Geðhjálpar frá 2020 til 2024 tekur mið af því að færa áherslur samfélagsins frá afleiðingaenda geðheilbrigðis yfir á orsakaþættina. Samtökin lögðu fram níu aðgerðir sem taka mið af þessari stefnu. Þar má m.a. finna eftirfarandi aðgerðir: Efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri, stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra (verðandi foreldra og fyrstu tvö árin í lífi barna), hefja niðurgreiðslu gagnreyndra viðtalsmeðferða, gera geðrækt að hluta af aðalnámskrá grunnskóla og koma á fót geðráði, breiðum samráðsvettvangi um geðheilbrigðismál þar sem mælaborð geðheilsu væri vistað. Við sem þjóð verðum að horfa á þær ábendingar sem koma fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar og falleinkunn erlends tryggingafélags sem kröftuga viðvörunarbjöllu. Við erum að missa allt of margt fólk á hverju ári vegna stefnu okkar og samfélagsáhersla. Dæmi um þetta verðmætamat er að stjórnvöldum þykir eðlilegt að borga 2,1 milljarð króna í söluþóknun fyrir banka en settu tæpar 50 m.kr. á fjögurra ára tímabili í aðgerðaráætlun til að draga úr sjálfsvígum ungs fólks. Vöknum! Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun