Þetta eru heitustu pottarnir á höfuðborgarsvæðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2022 20:00 Samkvæmt gagnaöflun fréttastofu eru heitustu pottarnir í Laugardalslaug og á Seltjarnarnesi þeir heitustu á höfuðborgarsvæðinu - og sá heitasti í Vesturbæjarlaug fylgir fast á hæla þeirra. Heitasti potturinn er sá eini sem virkar á lúna líkama, að mati gesta Vesturbæjarlaugar sem fagna opnun hans eftir yfirhalningu. Almennt myndist einstök stemning í heitustu pottum borgarinnar - og við komumst að því hvar þann allra heitasta er að finna. „Það eru margir sem koma hingað sérstaklega til að fara í þennan pott,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðuman Vesturbæjarlaugar. Og manstu eftir viðlíka viðbrögðum og þegar þið tilkynntuð að búið væri að opna hann aftur? „Nei, ég hef held ég aldrei fengið jafn mörg „like“ á jafnstuttum tíma og þegar ég tilkynnti á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar að hann væri búinn að opna. Þannig að það var mikil gleði.“ Og undir þetta taka fastagestirnir sjálfir. Hið hefðbundnara pottahitastig, 38-40 gráður, sé einfaldlega of lágt. Viðtöl við pottverja má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. En hver er heitastur? Heitasti potturinn í Vesturbæjarlaug mælist yfirleitt 43,5 gráður. En er hann sá heitasti á höfuðborgarsvæðinu, eins og margir gestir laugarinnar vilja meina? Fréttastofa hafði samband við allar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og samkvæmt þeirri gagnaöflun mælast pottar í sjö sundlaugum að staðaldri 43 gráður eða heitari; í Suðurbæjarlaug, Lágafellslaug, Grafarvogslaug, Dalslaug, Vesturbæjarlaug - og á toppnum tróna pottarnir í Sundlaug Seltjarnarness og Laugardalslaug – 44 stig hvor. Kulsæknir íbúar höfuðborgarsvæðisins vita þá hvert skal sækja skilvirkustu upphitunina. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir dæmigert hitastig heitustu potta sundlauga höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt upplýsingum frá sundlaugunum sjálfum: Álftaneslaug - 41 Árbæjarlaug – 42 Ásgarðslaug – 42 Ásvallalaug – 41 Breiðholtslaug – 41 Dalslaug – 43+ Grafarvogslaug – 43 Klébergslaug – 42 Laugardalslaug – 44 Lágafellslaug – 43 Salalaug – 41 Seltjarnarneslaug – 44 Suðurbæjarlaug – 43 Sundhöll Hafnarfjarðar – 42 Sundhöllin – 42 Sundlaug Kópavogs – 41 Varmárlaug - 42 Vesturbæjarlaug – 43,5 Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
„Það eru margir sem koma hingað sérstaklega til að fara í þennan pott,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðuman Vesturbæjarlaugar. Og manstu eftir viðlíka viðbrögðum og þegar þið tilkynntuð að búið væri að opna hann aftur? „Nei, ég hef held ég aldrei fengið jafn mörg „like“ á jafnstuttum tíma og þegar ég tilkynnti á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar að hann væri búinn að opna. Þannig að það var mikil gleði.“ Og undir þetta taka fastagestirnir sjálfir. Hið hefðbundnara pottahitastig, 38-40 gráður, sé einfaldlega of lágt. Viðtöl við pottverja má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. En hver er heitastur? Heitasti potturinn í Vesturbæjarlaug mælist yfirleitt 43,5 gráður. En er hann sá heitasti á höfuðborgarsvæðinu, eins og margir gestir laugarinnar vilja meina? Fréttastofa hafði samband við allar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og samkvæmt þeirri gagnaöflun mælast pottar í sjö sundlaugum að staðaldri 43 gráður eða heitari; í Suðurbæjarlaug, Lágafellslaug, Grafarvogslaug, Dalslaug, Vesturbæjarlaug - og á toppnum tróna pottarnir í Sundlaug Seltjarnarness og Laugardalslaug – 44 stig hvor. Kulsæknir íbúar höfuðborgarsvæðisins vita þá hvert skal sækja skilvirkustu upphitunina. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir dæmigert hitastig heitustu potta sundlauga höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt upplýsingum frá sundlaugunum sjálfum: Álftaneslaug - 41 Árbæjarlaug – 42 Ásgarðslaug – 42 Ásvallalaug – 41 Breiðholtslaug – 41 Dalslaug – 43+ Grafarvogslaug – 43 Klébergslaug – 42 Laugardalslaug – 44 Lágafellslaug – 43 Salalaug – 41 Seltjarnarneslaug – 44 Suðurbæjarlaug – 43 Sundhöll Hafnarfjarðar – 42 Sundhöllin – 42 Sundlaug Kópavogs – 41 Varmárlaug - 42 Vesturbæjarlaug – 43,5
Álftaneslaug - 41 Árbæjarlaug – 42 Ásgarðslaug – 42 Ásvallalaug – 41 Breiðholtslaug – 41 Dalslaug – 43+ Grafarvogslaug – 43 Klébergslaug – 42 Laugardalslaug – 44 Lágafellslaug – 43 Salalaug – 41 Seltjarnarneslaug – 44 Suðurbæjarlaug – 43 Sundhöll Hafnarfjarðar – 42 Sundhöllin – 42 Sundlaug Kópavogs – 41 Varmárlaug - 42 Vesturbæjarlaug – 43,5
Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira