Inger Støjberg stofnar Danmerkurdemókrata Atli Ísleifsson skrifar 23. júní 2022 08:12 Inger Støjberg var í desember síðastliðinn dæmd í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi af Ríkisrétti Danmerkur. EPA Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre, hefur tilkynnt að hún hafi stofnað nýjan flokk – Danmerkurdemókrata. Støjberg staðfestir þetta í samtali við Skive Folkblad í morgun, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki síðustu daga og vikur um að nýr flokkur væri í burðarliðnum. Støjberg segir að flokkurinn muni leggja sérstaka áherslu á málefni Dana utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta eigi sér í lagi við um heilbrigðismál, starfsumhverfi fyrirtækja, matvælaframleiðslu og dagleg verkefni hins almenna borgara. Hún segir að „borgaraleg, almenn skynsemi“ verði leiðarljós flokksins. Var dæmd í Ríkisrétti Støjberg var í desember dæmd í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi af Ríkisrétti Danmerkur. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Ríkisréttur hafði þá starfað og verið með málið til meðferðar síðan í september, en Støjberg var innflytjendamálaráðherra Danmerkur á árunum 2015 til 2019. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016 og voru sum þeirra voru með börn. Hin 49 ára Støjberg lét af varaformennsku í Venstre í desember 2020 eftir deilur við formanninn Jakob Elleman-Jensen. Hún tók fyrst sæti á danska þinginu árið 2001, en hún lét af þingmennsku eftir að dómur féll í Ríkisrétti í desember 2021. Stefna á að bjóða fram í næstu kosningum Nú tekur við það verkefni að safna nægum undirskriftum til að flokkurinn geti boðið fram í næstu þingkosningum í landinu sem eiga að fara fram í síðasta lagi í júní á næsta ári. Ekki er langt síðan fyrrverandi formaður Venstre, Lars Løkke Rasmussen, sagði skilið við Venstre og tilkynnti um stofnun nýs flokks, Moderaterne. Rasmussen var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Danska þingið lýsir yfir vantrausti á fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danska þingið lýsti fyrr í dag yfir vantrausti á Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danmerkur. Støjberg mun því þurfa að pakka niður í töskur og víkja af þinginu það sem eftir er kjörtímabils. 21. desember 2021 16:35 Fyrrum forsætisráðherrann stofnar nýjan flokk Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem á að vera á miðju danskra stjórnmála. Hann sagði skilið við flokkinn Vinstri fyrr á þessu ári. 11. apríl 2021 08:25 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Støjberg staðfestir þetta í samtali við Skive Folkblad í morgun, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki síðustu daga og vikur um að nýr flokkur væri í burðarliðnum. Støjberg segir að flokkurinn muni leggja sérstaka áherslu á málefni Dana utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta eigi sér í lagi við um heilbrigðismál, starfsumhverfi fyrirtækja, matvælaframleiðslu og dagleg verkefni hins almenna borgara. Hún segir að „borgaraleg, almenn skynsemi“ verði leiðarljós flokksins. Var dæmd í Ríkisrétti Støjberg var í desember dæmd í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi af Ríkisrétti Danmerkur. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Ríkisréttur hafði þá starfað og verið með málið til meðferðar síðan í september, en Støjberg var innflytjendamálaráðherra Danmerkur á árunum 2015 til 2019. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016 og voru sum þeirra voru með börn. Hin 49 ára Støjberg lét af varaformennsku í Venstre í desember 2020 eftir deilur við formanninn Jakob Elleman-Jensen. Hún tók fyrst sæti á danska þinginu árið 2001, en hún lét af þingmennsku eftir að dómur féll í Ríkisrétti í desember 2021. Stefna á að bjóða fram í næstu kosningum Nú tekur við það verkefni að safna nægum undirskriftum til að flokkurinn geti boðið fram í næstu þingkosningum í landinu sem eiga að fara fram í síðasta lagi í júní á næsta ári. Ekki er langt síðan fyrrverandi formaður Venstre, Lars Løkke Rasmussen, sagði skilið við Venstre og tilkynnti um stofnun nýs flokks, Moderaterne. Rasmussen var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Danska þingið lýsir yfir vantrausti á fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danska þingið lýsti fyrr í dag yfir vantrausti á Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danmerkur. Støjberg mun því þurfa að pakka niður í töskur og víkja af þinginu það sem eftir er kjörtímabils. 21. desember 2021 16:35 Fyrrum forsætisráðherrann stofnar nýjan flokk Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem á að vera á miðju danskra stjórnmála. Hann sagði skilið við flokkinn Vinstri fyrr á þessu ári. 11. apríl 2021 08:25 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06
Danska þingið lýsir yfir vantrausti á fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danska þingið lýsti fyrr í dag yfir vantrausti á Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danmerkur. Støjberg mun því þurfa að pakka niður í töskur og víkja af þinginu það sem eftir er kjörtímabils. 21. desember 2021 16:35
Fyrrum forsætisráðherrann stofnar nýjan flokk Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem á að vera á miðju danskra stjórnmála. Hann sagði skilið við flokkinn Vinstri fyrr á þessu ári. 11. apríl 2021 08:25