Vaktin: Ráðast að öryggisstofnunum í Lysychansk Hólmfríður Gísladóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 22. júní 2022 08:17 Fáir íbúar eru enn í Lysychansk enda varla hægt að finna svæði sem ekki verður fyrir loftárásum. Getty Finnar eru reiðubúnir ef Rússar ráðast gegn þeim og munu verjast ötullega, segir Timo Kivinen, yfirmaður finnska heraflans. „Mikilvægasta vörnin er á milli eyrnanna, líkt og stríðið í Úkraínu hefur sýnt okkur,“ segir hann. Kivinen segir Finna hafa undirbúið sig í gegnum árin fyrir nákvæmlega þess konar hernað sem Rússar séu að stunda í Úkraínu. Úkraína hafi staðið í Rússum og það myndi Finnland einnig gera. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Einn af leiðtogum leppstjórnar Rússa í hinu hernumda Zaporizhzhia í Úkraínu segir landamærin milli Rússlands og Úkraínu „verri en Berlínarmúrinn var fyrir Þjóðverja“. „Sameining okkar við Rússland er óumflýjanleg; það ættu ekki að vera nein landamæri á milli okkar,“ sagði Alexander Rogov í samtali við RIA Novosti. Úkraínsk yfirvöld segja ástandið í austurhluta Donbas afar erfitt. Rússar hafa gefið í árásir sínar á Sieverodonetsk og Lysychansk og náð nokkrum byggðum í nágrenninu. Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, segist vilja styrkja efnahagsleg bönd við BRICS ríkin; Brasilíu, Indland, Kína og Suður-Afríku. Úkraínumenn segjast hafa gert loftárásir á Snákaeyju og fellt töluverðan fjölda rússneskra hermanna. Umrædd aðgerð er stendur enn yfir, að þeirra sögn. Að minnsta kosti fimmtán almennir borgarar létust í árásum Rússa í Kharkív í gær. Embættismenn á Vesturlöndum segja yfirvöld í Rússlandi standa fyrir átaki til að fá fólk á fátækum svæðum landsins skrá sig til að berjast í Úkraínu. Umræða um framtíð Vladimir Pútín Rússlandsforseta hafi aukist í Rússlandi en ekkert bendi til þess að stöðu hans sé ógnað. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Úkraínu í gær og tilkynnti um stofnun teymis sem mun freista þess að draga stríðsglæpamenn til ábyrgðar. Tyrknesk sendinefnd mun ferðast til Rússlands í vikunni til að ræða mögulegar leiðir til að koma kornvöru sjóleiðina frá Úkraínu.
„Mikilvægasta vörnin er á milli eyrnanna, líkt og stríðið í Úkraínu hefur sýnt okkur,“ segir hann. Kivinen segir Finna hafa undirbúið sig í gegnum árin fyrir nákvæmlega þess konar hernað sem Rússar séu að stunda í Úkraínu. Úkraína hafi staðið í Rússum og það myndi Finnland einnig gera. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Einn af leiðtogum leppstjórnar Rússa í hinu hernumda Zaporizhzhia í Úkraínu segir landamærin milli Rússlands og Úkraínu „verri en Berlínarmúrinn var fyrir Þjóðverja“. „Sameining okkar við Rússland er óumflýjanleg; það ættu ekki að vera nein landamæri á milli okkar,“ sagði Alexander Rogov í samtali við RIA Novosti. Úkraínsk yfirvöld segja ástandið í austurhluta Donbas afar erfitt. Rússar hafa gefið í árásir sínar á Sieverodonetsk og Lysychansk og náð nokkrum byggðum í nágrenninu. Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, segist vilja styrkja efnahagsleg bönd við BRICS ríkin; Brasilíu, Indland, Kína og Suður-Afríku. Úkraínumenn segjast hafa gert loftárásir á Snákaeyju og fellt töluverðan fjölda rússneskra hermanna. Umrædd aðgerð er stendur enn yfir, að þeirra sögn. Að minnsta kosti fimmtán almennir borgarar létust í árásum Rússa í Kharkív í gær. Embættismenn á Vesturlöndum segja yfirvöld í Rússlandi standa fyrir átaki til að fá fólk á fátækum svæðum landsins skrá sig til að berjast í Úkraínu. Umræða um framtíð Vladimir Pútín Rússlandsforseta hafi aukist í Rússlandi en ekkert bendi til þess að stöðu hans sé ógnað. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Úkraínu í gær og tilkynnti um stofnun teymis sem mun freista þess að draga stríðsglæpamenn til ábyrgðar. Tyrknesk sendinefnd mun ferðast til Rússlands í vikunni til að ræða mögulegar leiðir til að koma kornvöru sjóleiðina frá Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Sjá meira