Í skjalinu segir að flokkun gagna ríkisaðila í öryggisflokka sé ein af lykilforsendum þess að hægt sé að ná markmiðum stjórnvalda um aukna hagnýtingu gagna.
Flokkarnir verða fjórir; opin gögn, varin gögn, sérvarin gögn og afmörkuð gögn. Flokkunin mun hafa áhrif á hvar og hvernig gögnin eru geymd og hvort og hvernig þau eru unnin, samnýtt og gerð aðgengileg.
Í skjalinu eru settar fram megináherslur sem „lýsa nálgun og veita leiðsögn um útfærslu flokkakerfisins og notkun þess“.
Áherslurnar eru fjórar:
- Gögn skulu vera opin nema annað sé ákveðið
- Öryggi gagna skal tryggt á viðeigandi hátt
- Flokkun gagna skal vera kerfisbundin og samræmd
- Afleiðingar flokkunar skulu vera skýrar og skilgreindar
Þá hafa flokkarnir verið skilgreindir með eftirfarandi hætti:
