Íslenski boltinn

Lygilega lík vítabrot Ólafs

Sindri Sverrisson skrifar
Ólafur Íshólm Ólafsson hefur haft í nógu að snúast í marki Framara sem spilað hafa opinn og skemmtilegan fótbolta í sumar.
Ólafur Íshólm Ólafsson hefur haft í nógu að snúast í marki Framara sem spilað hafa opinn og skemmtilegan fótbolta í sumar. vísir/vag

Markvörðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson hefur fengið dæmda á sig vítaspyrnu í tveimur síðustu leikjum Fram, fyrir nákvæmlega eins brot.

Eins og sjá má í klippunni hér að neðan voru vítin dæmd á það þegar Ólafur renndi sér á móti boltanum en snerti í báðum tilvikum aðeins fætur sóknarmanns sem náð hafði að pota boltanum til hliðar.

Fyrra vítið var dæmt í 2-2 jafnteflinu við KA á Akureyri í síðustu viku, í fyrsta leik KA á nýjum heimavelli sínum á KA-svæðinu. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði úr vítinu og minnkaði muninn í 2-1 á 81. mínútu.

Seinna vítið var einnig dæmt á nýjum velli, heimavelli Fram í Úlfarsárdal. Það var dæmt í upphafi leiks gegn ÍBV í gær þegar liðin gerðu 3-3 jafntefli en Andri Rúnar Bjarnason skoraði úr vítinu.

Klippa: Alveg eins brot hjá Ólafi

Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×