Leiguíbúðir fjörutíu prósent allra nýrra íbúða Árni Sæberg skrifar 20. júní 2022 16:15 Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra kynnti stofnframlög ársins 2022 á opnum fundi í dag. Stöð 2/Bjarni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði í dag 2,6 milljörðum króna til uppbyggingar á 328 íbúðum víðs vegar um landið. Á þessu ári hafa 550 leiguíbúðir verið teknar í notkun, sem er fjörutíu prósent af öllum nýjum íbúðum sem hafa komið á markað á árinu. Fyrri úthlutun stofnframlaga fyrir árið 2022 var kynnt í dag en framlagið nemur alls 2,6 milljörðum króna. Frá árinu 2016 þegar lög um almennar íbúðir tóku gildi hafa ríki og sveitarfélög úthlutað framlögum að fjárhæð um 30 milljarða til uppbyggingar á yfir 3.000 hagkvæmum leiguíbúðum víðsvegar um landið, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Af þeim 328 íbúðum sem byggðar verða eða keyptar fyrir 2,6 milljarðana eru 46 prósent á landsbyggðinni en það hlutfall hefur aldrei verið hærra. Af íbúðum sem úthlutun ársins nær til stendur til að byggja 279 nýjar íbúðir en kaupa 49 nýjar og eldri íbúðir. Allar verða þær að standast kröfur um hagkvæmni, en með því eru stjórnvöld að skapa hvata fyrir aukið framboð slíkra íbúða. Ætlað að auka öryggi og lækka leiguverð Íbúðir sem eru byggðar eða keyptar fyrir stofnframlög eru ætlaðar fyrir tekju- og eignalága og ýmsar kröfur eru gerðar til þeirra. Þannig er með uppbyggingu á slíkum íbúðum aðgengi aukið að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði með áherslu á nýbyggingar og fjölgun íbúða. „Það er ríkisstjórninni mikið hagsmunamál að stuðla að bættri stöðu á leigumarkaði. Í gegnum stofnframlög hafa nú þegar verið byggðar 1.550 íbúðir og er annað eins í byggingu. Almenna íbúðakerfið hefur sýnt sig sem úrræði þar sem boðið er upp á hagstæða, örugga langtímaleigu sem stuðlar að heilbrigðari leigumarkaði og auknu húsnæðisöryggi.“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra en hann hélt ræðu á opnum fundi um úthlutun stofnframlaga í dag. Stefni í stórsókn í uppbyggingu leiguíbúða á landsbyggðinni Um 150 íbúðir verða byggðar á landsbyggðinni fyrir stofnframlög árið 2022 en það er metfjöldi. Því til viðbótar var nýlega stofnað óhagnaðardrifið leigufélag, Brák, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaga á landsbyggðinni um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Því er ljóst að töluverðrar uppbyggingar er að vænta á landsbyggðinni á næstu misserum. „Með tilkomu stofnframlaga opnast möguleiki fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni til að efla aðkomu sína að uppbygginu leiguhúsnæðis fyrir tekjulága. Með samstarfi Fjarðabyggðar við Brák hses. um uppbyggingu á grundvelli stofnframlaga ríkis og sveitarfélaga getur Fjarðabyggð eflt mjög sinn stuðning við tekjulága einstaklinga og fjölskyldur í Fjarðabyggð,“ sagði Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, á fundinum í dag. Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Fyrri úthlutun stofnframlaga fyrir árið 2022 var kynnt í dag en framlagið nemur alls 2,6 milljörðum króna. Frá árinu 2016 þegar lög um almennar íbúðir tóku gildi hafa ríki og sveitarfélög úthlutað framlögum að fjárhæð um 30 milljarða til uppbyggingar á yfir 3.000 hagkvæmum leiguíbúðum víðsvegar um landið, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Af þeim 328 íbúðum sem byggðar verða eða keyptar fyrir 2,6 milljarðana eru 46 prósent á landsbyggðinni en það hlutfall hefur aldrei verið hærra. Af íbúðum sem úthlutun ársins nær til stendur til að byggja 279 nýjar íbúðir en kaupa 49 nýjar og eldri íbúðir. Allar verða þær að standast kröfur um hagkvæmni, en með því eru stjórnvöld að skapa hvata fyrir aukið framboð slíkra íbúða. Ætlað að auka öryggi og lækka leiguverð Íbúðir sem eru byggðar eða keyptar fyrir stofnframlög eru ætlaðar fyrir tekju- og eignalága og ýmsar kröfur eru gerðar til þeirra. Þannig er með uppbyggingu á slíkum íbúðum aðgengi aukið að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði með áherslu á nýbyggingar og fjölgun íbúða. „Það er ríkisstjórninni mikið hagsmunamál að stuðla að bættri stöðu á leigumarkaði. Í gegnum stofnframlög hafa nú þegar verið byggðar 1.550 íbúðir og er annað eins í byggingu. Almenna íbúðakerfið hefur sýnt sig sem úrræði þar sem boðið er upp á hagstæða, örugga langtímaleigu sem stuðlar að heilbrigðari leigumarkaði og auknu húsnæðisöryggi.“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra en hann hélt ræðu á opnum fundi um úthlutun stofnframlaga í dag. Stefni í stórsókn í uppbyggingu leiguíbúða á landsbyggðinni Um 150 íbúðir verða byggðar á landsbyggðinni fyrir stofnframlög árið 2022 en það er metfjöldi. Því til viðbótar var nýlega stofnað óhagnaðardrifið leigufélag, Brák, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaga á landsbyggðinni um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Því er ljóst að töluverðrar uppbyggingar er að vænta á landsbyggðinni á næstu misserum. „Með tilkomu stofnframlaga opnast möguleiki fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni til að efla aðkomu sína að uppbygginu leiguhúsnæðis fyrir tekjulága. Með samstarfi Fjarðabyggðar við Brák hses. um uppbyggingu á grundvelli stofnframlaga ríkis og sveitarfélaga getur Fjarðabyggð eflt mjög sinn stuðning við tekjulága einstaklinga og fjölskyldur í Fjarðabyggð,“ sagði Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, á fundinum í dag.
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira