Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2022 09:00 Breiðablik á þrjá fulltrúa á EM og eitthvað er um að fleiri leikmenn liðsins fari sem áhorfendur á mótið. vísir/diego Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. Leiknar hafa verið tíu umferðir af 22 í Bestu deild kvenna en nú er hafið 39 daga hlé vegna EM. Fyrir sex lið af tíu í deildinni er hléið viku lengra, eða 46 dagar. Vísir heyrði í fulltrúum allra félaganna í deildinni til að kanna hvernig þetta langa hlé yrði nýtt en alla jafna eru leikmenn og þjálfarar á fullri ferð á Íslandsmótinu í júlímánuði. Fjögur liðanna fara í æfingaferðir erlendis. Leikmenn Þórs/KA fara til Englands, þar sem EM er haldið, Þróttarar ætla til Slóveníu en Stjarnan og Afturelding fljúga til Barcelona. Valskonur fara inn í hléið langa á toppi Bestu deildarinnar. Leikmenn Þróttar eru á leið í æfingaferð til Slóveníu í hléinu.vísir/Tjörvi Týr Langþráð sumarfrí Landsliðskonan Sif Atladóttir er á meðal þeirra sem talað hafa fyrir því að tekið verði upp sumarfrí í íslenska fótboltanum, eins og þekkist til dæmis í Svíþjóð, og nú fá leikmenn að kynnast því. Hjá öllum félögunum verða þannig gefnir að minnsta kosti tíu frídagar án kröfu um að leikmenn mæti á æfingar, þó að vissulega sé ætlast til að hver leikmaður sinni eigin grunnæfingum, og spurning hvort að það fyrirkomulag festi sig í sessi. Af svörum viðmælenda Vísis að dæma er að minnsta kosti um langþráð sumarfrí að ræða hjá mörgum. Sex leikmenn úr deildinni fara á EM með íslenska landsliðinu en það eru þær Sandra Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir og Elín Metta Jensen úr Val, Telma Ívarsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir úr Breiðabliki (auk reyndar Alexöndru Jóhannsdóttur sem fer líklega heim til Frankfurt úr láni eftir EM), og Sif úr Selfossi. Þá er nokkuð um það að leikmenn úr liðunum í deildinni fari sem áhorfendur á mótið og ljóst er að Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar og þjálfari Selfoss, verður á EM fram yfir leiki Íslands í riðlakeppninni sem verða gegn Belgíu 10. júlí, Ítalíu 14. júlí og Frakklandi 18. júlí. Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, verður á EM þar sem eiginkona hans Sif Atladóttir, sem leikur með Selfossi, verður í sviðsljósinu með íslenska landsliðinu.vísir/diego Hvernig verður EM-hléið hjá liðunum í Bestu deildinni? Valur: Frí frá 20. júní til 1. júlí en svo taka æfingar við. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn Stjörnunni 28. júlí. Breiðablik: Frí fram yfir fyrstu helgina í júlí. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn KR 28. júlí. Stjarnan: Trappa sig niður í viku, fá svo vikufrí, æfa í viku og fara svo til Barcelona 11. júlí í níu daga ferð og munu fylgjast með EM þaðan. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn Val 28. júlí. ÍBV: Æfingar fram yfir Orkumótið um næstu helgi en svo tólf daga frí fram til 11. júlí. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn Selfossi 4. ágúst. Þróttur: Fá frí en fara svo til Slóveníu í æfingaferð 12.-19. júlí. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn Aftureldingu 4. ágúst. Selfoss: Æfa í tvær vikur í viðbót og taka svo tæplega 20 daga frí frá hefðbundnum æfingum. Æfa svo saman í tvær vikur eftir riðlakeppni EM. Fyrsti leikur eftir hléið gegn ÍBV 4. ágúst. Keflavík: Æfingar til 27. júní en svo þriggja vikna sumarfrí áður en æfingar hefjast að nýju 17. júlí. Fyrsti leikur eftir hléið gegn Breiðabliki 4. ágúst. Þór/KA: Æfingaferð til Englands 11.-19. júlí sem upphaflega átti að fara í fyrir tímabilið. Verða á Lundúnasvæðinu og spila æfingaleiki við Brighton og Wimbledon, og mæta mögulega á leik eða leiki á EM. Fyrsti leikur eftir hléið gegn Val 4. ágúst. KR: Hætt við hugmyndir um æfingaferðalag. Frí að hefjast í dag og svo æfingar aftur 4. júlí. Fyrsti leikur eftir hlé gegn Breiðabliki 28. júlí. Afturelding: Æfingaferð til Salou í nágrenni Barcelona 22.-29. júní. Frí fram til 15. júlí og svo æfingar. Fyrsti leikur eftir hléið gegn Þrótti 4. ágúst. Besta deild kvenna EM 2022 í Englandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira
Leiknar hafa verið tíu umferðir af 22 í Bestu deild kvenna en nú er hafið 39 daga hlé vegna EM. Fyrir sex lið af tíu í deildinni er hléið viku lengra, eða 46 dagar. Vísir heyrði í fulltrúum allra félaganna í deildinni til að kanna hvernig þetta langa hlé yrði nýtt en alla jafna eru leikmenn og þjálfarar á fullri ferð á Íslandsmótinu í júlímánuði. Fjögur liðanna fara í æfingaferðir erlendis. Leikmenn Þórs/KA fara til Englands, þar sem EM er haldið, Þróttarar ætla til Slóveníu en Stjarnan og Afturelding fljúga til Barcelona. Valskonur fara inn í hléið langa á toppi Bestu deildarinnar. Leikmenn Þróttar eru á leið í æfingaferð til Slóveníu í hléinu.vísir/Tjörvi Týr Langþráð sumarfrí Landsliðskonan Sif Atladóttir er á meðal þeirra sem talað hafa fyrir því að tekið verði upp sumarfrí í íslenska fótboltanum, eins og þekkist til dæmis í Svíþjóð, og nú fá leikmenn að kynnast því. Hjá öllum félögunum verða þannig gefnir að minnsta kosti tíu frídagar án kröfu um að leikmenn mæti á æfingar, þó að vissulega sé ætlast til að hver leikmaður sinni eigin grunnæfingum, og spurning hvort að það fyrirkomulag festi sig í sessi. Af svörum viðmælenda Vísis að dæma er að minnsta kosti um langþráð sumarfrí að ræða hjá mörgum. Sex leikmenn úr deildinni fara á EM með íslenska landsliðinu en það eru þær Sandra Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir og Elín Metta Jensen úr Val, Telma Ívarsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir úr Breiðabliki (auk reyndar Alexöndru Jóhannsdóttur sem fer líklega heim til Frankfurt úr láni eftir EM), og Sif úr Selfossi. Þá er nokkuð um það að leikmenn úr liðunum í deildinni fari sem áhorfendur á mótið og ljóst er að Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar og þjálfari Selfoss, verður á EM fram yfir leiki Íslands í riðlakeppninni sem verða gegn Belgíu 10. júlí, Ítalíu 14. júlí og Frakklandi 18. júlí. Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, verður á EM þar sem eiginkona hans Sif Atladóttir, sem leikur með Selfossi, verður í sviðsljósinu með íslenska landsliðinu.vísir/diego Hvernig verður EM-hléið hjá liðunum í Bestu deildinni? Valur: Frí frá 20. júní til 1. júlí en svo taka æfingar við. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn Stjörnunni 28. júlí. Breiðablik: Frí fram yfir fyrstu helgina í júlí. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn KR 28. júlí. Stjarnan: Trappa sig niður í viku, fá svo vikufrí, æfa í viku og fara svo til Barcelona 11. júlí í níu daga ferð og munu fylgjast með EM þaðan. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn Val 28. júlí. ÍBV: Æfingar fram yfir Orkumótið um næstu helgi en svo tólf daga frí fram til 11. júlí. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn Selfossi 4. ágúst. Þróttur: Fá frí en fara svo til Slóveníu í æfingaferð 12.-19. júlí. Fyrsti leikur eftir hléið er gegn Aftureldingu 4. ágúst. Selfoss: Æfa í tvær vikur í viðbót og taka svo tæplega 20 daga frí frá hefðbundnum æfingum. Æfa svo saman í tvær vikur eftir riðlakeppni EM. Fyrsti leikur eftir hléið gegn ÍBV 4. ágúst. Keflavík: Æfingar til 27. júní en svo þriggja vikna sumarfrí áður en æfingar hefjast að nýju 17. júlí. Fyrsti leikur eftir hléið gegn Breiðabliki 4. ágúst. Þór/KA: Æfingaferð til Englands 11.-19. júlí sem upphaflega átti að fara í fyrir tímabilið. Verða á Lundúnasvæðinu og spila æfingaleiki við Brighton og Wimbledon, og mæta mögulega á leik eða leiki á EM. Fyrsti leikur eftir hléið gegn Val 4. ágúst. KR: Hætt við hugmyndir um æfingaferðalag. Frí að hefjast í dag og svo æfingar aftur 4. júlí. Fyrsti leikur eftir hlé gegn Breiðabliki 28. júlí. Afturelding: Æfingaferð til Salou í nágrenni Barcelona 22.-29. júní. Frí fram til 15. júlí og svo æfingar. Fyrsti leikur eftir hléið gegn Þrótti 4. ágúst.
Besta deild kvenna EM 2022 í Englandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira