Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2022 14:01 Ingibjörg Sigurðardóttir á ferðinni í leik gegn Hollendingum. Getty Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. Ingibjörg leikur með Vålerenga í Noregi og var valinn leikmaður ársins þar í landi er liðið vann norska meistaratitilinn árið 2020. Hún hóf feril sinn með Grindavík árið 2011 en gekk í raðir Breiðabliks árið eftir hvar hún spilaði til 2017. Eftir tvær leiktíðir með Djurgården í Svíþjóð lá leiðin til Noregs fyrir tímabilið 2020 hvar Ingibjörg hefur verið síðan. Hún varð þar bikarmeistari með Vålerenga 2020 og 2021 til auka við norska meistaratitilinn árið 2020. Ingibjörg spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2017, þá 19 ára gömul og hefur síðan spilað alls 44 landsleiki. Ingibjörg varð norskur meistari árið 2020. Fyrsti meistaraflokksleikur? 2011, þá 13 ára, á móti Þrótti. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Alltof erfitt að velja einn, margir sem koma til greina! Lærði mjög mikið af Jack Majgaard Jensen sem þjálfaði mig í tvö ár hjá Vålerenga. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Er mikil Emmsjé Gauta fan fyrir leiki, annars er norska músíkin að koma sterk inn. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já mjög margir! Ætli það séu ekki um 25 manns úr fjölskyldu minni að koma. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BA í sálfræði og svo er ég einkaþjálfari. Í hvernig skóm spilarðu? Er að prófa Puma núna og líst mjög vel á, annars er ég Nike manneskja. Uppáhalds lið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Spila mjög lítið tölvuleiki en Mario Cart er classic. Uppáhalds matur? Plokkfiskur, pizza og humar. Fyndnust í landsliðinu? Cessa fær þann titil. Gáfuðust í landsliðinu? Elín Metta. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný er seinust í 95 prósent tilvika. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Tippa á Spán. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Fara í göngutúr og taka kaffi með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Miedema er góð. Átrúnaðargoð í æsku? Wayne Rooney, Ryan Giggs og Ronaldo. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Spilaði lengi vel körfubolta og á yngri landsleiki fyrir Ísland í körfunni. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Ingibjörg leikur með Vålerenga í Noregi og var valinn leikmaður ársins þar í landi er liðið vann norska meistaratitilinn árið 2020. Hún hóf feril sinn með Grindavík árið 2011 en gekk í raðir Breiðabliks árið eftir hvar hún spilaði til 2017. Eftir tvær leiktíðir með Djurgården í Svíþjóð lá leiðin til Noregs fyrir tímabilið 2020 hvar Ingibjörg hefur verið síðan. Hún varð þar bikarmeistari með Vålerenga 2020 og 2021 til auka við norska meistaratitilinn árið 2020. Ingibjörg spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2017, þá 19 ára gömul og hefur síðan spilað alls 44 landsleiki. Ingibjörg varð norskur meistari árið 2020. Fyrsti meistaraflokksleikur? 2011, þá 13 ára, á móti Þrótti. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Alltof erfitt að velja einn, margir sem koma til greina! Lærði mjög mikið af Jack Majgaard Jensen sem þjálfaði mig í tvö ár hjá Vålerenga. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Er mikil Emmsjé Gauta fan fyrir leiki, annars er norska músíkin að koma sterk inn. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já mjög margir! Ætli það séu ekki um 25 manns úr fjölskyldu minni að koma. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BA í sálfræði og svo er ég einkaþjálfari. Í hvernig skóm spilarðu? Er að prófa Puma núna og líst mjög vel á, annars er ég Nike manneskja. Uppáhalds lið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Spila mjög lítið tölvuleiki en Mario Cart er classic. Uppáhalds matur? Plokkfiskur, pizza og humar. Fyndnust í landsliðinu? Cessa fær þann titil. Gáfuðust í landsliðinu? Elín Metta. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný er seinust í 95 prósent tilvika. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Tippa á Spán. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Fara í göngutúr og taka kaffi með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Miedema er góð. Átrúnaðargoð í æsku? Wayne Rooney, Ryan Giggs og Ronaldo. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Spilaði lengi vel körfubolta og á yngri landsleiki fyrir Ísland í körfunni.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira