Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 11:02 Hallbera í leik gegn Svíum á Laugardalsvelli í undankeppni EM. vísir/vilhelm Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. Vinstri bakvörðurinn Hallbera Guðný er einn reynslumesti leikmaður íslenska hópsins sem heldur á Evrópumótið í Englandi í næsta mánuði. Það segir sig kannski sjálft þar sem það eru komnir tveir áratugir síðan hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik. Hallbera Guðný er á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót með íslenska landsliðinu. Hún spilaði sinn fyrsta A-landsleik árið 2008 og hefur alls spilað 127 sinnum fyrir Íslands hönd. Hallbera Guðný var ekki í hópnum sem fór á fyrsta Evrópumót Íslands árið 2009 en hún fór bæði 2013 og 2017. Hallbera Guðný í vináttulandsleik gegn Ítalíu á síðasta ári.MATTEO CIAMBELLI/GETTY IMAGES Vinstri bakvörðurinn hefur komið víða við á ferli sínum en í dag spilar hún með Kalmar í Svíþjóð. Það er hennar fjórða lið í Svíþjóð en á síðasti ári lék hún með AIK, árið 2017 var það Djurgården og frá 2012 til 2013 var Piteå. Hér á landi hefur Hallbera Guðný spilað með uppeldisfélagi sínu ÍA, Breiðabliki og Val. Þá lék hún einnig 13 leiki með ítalska liðinu Torres árið 2014. EM kvenna í fótbolta hefst þann 6. júlí en Ísland hefur leik fjórum dögum síðar, sunnudaginn 10. júlí. Ísland er D-riðli með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. Fyrsti meistaraflokksleikur? Júní 2002. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Margir góðir þjálfarar sem hafa kennt manni helling. Freysi (Freyr Alexandersson) var líklegast sá fyrsti sem náði að búa til almennilegt kjúklingasalat úr litla Skagakjúllanum. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Stjórnin. Er með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já að minnsta kosti foreldrarnir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Kláraði BS-próf í viðskiptafræði og nú nýlega var ég að klára Meistaranám í markaðsfræði. Ég hef einnig unnið allskonar með fótboltanum, síðasta vinnan var í Landsbankanum sem þjónustu fulltrúi. Í hvernig skóm spilarðu? Nike. Uppáhalds lið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Var mjög flink í Sims einu sinni. Annars spila ég ekki tölvuleiki í dag. Uppáhalds matur? Pizza og allt með mexíkósku þema. Fyndnust í landsliðinu? Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) þegar hún er í stuði. Gáfuðust í landsliðinu? Ég er að minnsta kosti með flesta sigra í Pub-Quizunum. En ætli það sé samt ekki Guðrún (Arnardóttir) sem er með hæstu greindarvísitöluna. Óstundvísust í landsliðinu? Elín Metta Jensen. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Pass. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Gaman þegar við fáum að skoða okkur um í þeirri borg sem við erum i hverju sinni. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Ási (Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari) í reitarbolta, ótrúlega lipur. Átrúnaðargoð í æsku? Eric Cantona, Ryan Giggs, David Beckham og co. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Ég féll í frönsku 203. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira
Vinstri bakvörðurinn Hallbera Guðný er einn reynslumesti leikmaður íslenska hópsins sem heldur á Evrópumótið í Englandi í næsta mánuði. Það segir sig kannski sjálft þar sem það eru komnir tveir áratugir síðan hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik. Hallbera Guðný er á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót með íslenska landsliðinu. Hún spilaði sinn fyrsta A-landsleik árið 2008 og hefur alls spilað 127 sinnum fyrir Íslands hönd. Hallbera Guðný var ekki í hópnum sem fór á fyrsta Evrópumót Íslands árið 2009 en hún fór bæði 2013 og 2017. Hallbera Guðný í vináttulandsleik gegn Ítalíu á síðasta ári.MATTEO CIAMBELLI/GETTY IMAGES Vinstri bakvörðurinn hefur komið víða við á ferli sínum en í dag spilar hún með Kalmar í Svíþjóð. Það er hennar fjórða lið í Svíþjóð en á síðasti ári lék hún með AIK, árið 2017 var það Djurgården og frá 2012 til 2013 var Piteå. Hér á landi hefur Hallbera Guðný spilað með uppeldisfélagi sínu ÍA, Breiðabliki og Val. Þá lék hún einnig 13 leiki með ítalska liðinu Torres árið 2014. EM kvenna í fótbolta hefst þann 6. júlí en Ísland hefur leik fjórum dögum síðar, sunnudaginn 10. júlí. Ísland er D-riðli með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. Fyrsti meistaraflokksleikur? Júní 2002. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Margir góðir þjálfarar sem hafa kennt manni helling. Freysi (Freyr Alexandersson) var líklegast sá fyrsti sem náði að búa til almennilegt kjúklingasalat úr litla Skagakjúllanum. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Stjórnin. Er með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já að minnsta kosti foreldrarnir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Kláraði BS-próf í viðskiptafræði og nú nýlega var ég að klára Meistaranám í markaðsfræði. Ég hef einnig unnið allskonar með fótboltanum, síðasta vinnan var í Landsbankanum sem þjónustu fulltrúi. Í hvernig skóm spilarðu? Nike. Uppáhalds lið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Var mjög flink í Sims einu sinni. Annars spila ég ekki tölvuleiki í dag. Uppáhalds matur? Pizza og allt með mexíkósku þema. Fyndnust í landsliðinu? Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) þegar hún er í stuði. Gáfuðust í landsliðinu? Ég er að minnsta kosti með flesta sigra í Pub-Quizunum. En ætli það sé samt ekki Guðrún (Arnardóttir) sem er með hæstu greindarvísitöluna. Óstundvísust í landsliðinu? Elín Metta Jensen. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Pass. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Gaman þegar við fáum að skoða okkur um í þeirri borg sem við erum i hverju sinni. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Ási (Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari) í reitarbolta, ótrúlega lipur. Átrúnaðargoð í æsku? Eric Cantona, Ryan Giggs, David Beckham og co. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Ég féll í frönsku 203.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira