Sport

Snæ­fríður Sól ekki langt frá því að komast á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Snæfríður Sól að sundinu loknu.
Snæfríður Sól að sundinu loknu. Simone Castrovillari

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir endaði í 20. sæti af 41 keppenda í 200 metra skriðsundi á HM í sundi sem fram fer í Búdapest. Sextán keppendur fóru áfram en Snæfríður Sól var rétt tæplega tveimur sekúndum frá því.

Snæfríður Sól er nú stödd í Ungverjalandi þar sem HM í 50 metra laug fer fram. Nú í morgunsárið keppti hún í 200 metra skriðsundi. Synti hún á 2:00,61 mínútum en það dugði ekki til. Katja Fain frá Slóveníu náði 16. sætinu en hún synti á 1:58,84 mínútu.

Snæfríður Sól á Íslandsmet í greininni en hún synti á 2:00,20 á Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári. Hún var því ekki langt frá eigin Íslandsmeti í morgun.

Snæfríður Sól keppir í síðari grein sinni á mótinu á miðvikudaginn kemur. Þá stingur hún sér til sunds í 100 metra skriðsundi kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×