Handbolti

Barcelona Evrópumeistari í ellefta sinn eftir vítakeppni

Árni Jóhannsson skrifar
Artsem Karalek jafnar metin fyrir Kielce á lokasekúndunum
Artsem Karalek jafnar metin fyrir Kielce á lokasekúndunum AP Photo/Martin Meissner

Barcelona bar sigurorð af Kielce í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í dag. Framlengja þurfti leikinn til að skera úr um sigurvegara en leikurinn endaði 37-35. 

Leikið var í Lanxess Arena í Köln í Þýskalandi fyrir troðfullri höll. Leikurinn var jafn nánast allan tímann en Börsungar komust mest þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik sem endaði í stöðunni 14-13 fyrir spænska liðinu. 

Jafnræði var með liðunum allan seinni hálfleikinn en Kielce tók forystuna nokkrum sinnum en náðu aldrei meira en eins marks forystu. Barcelona komst aftur yfir 26-25 þegar skammt var eftir og var með eins marks forskot þegar mjög skammt var eftir af leiknum. Artsem Karalek skoraði hinsvegar jöfnunarmarkið, 28-28, um leið og flautan gall og því þurfti að framlengja til að skera úr um sigurvegara.

Barcelona tók frumkvæðið en jafnt var á með liðunum í upphafi framlengingar. Liðin skiptust á mörkum alla framlenginguna og ekki var hægt að skera úr um sigurvegara í framlengingunni. Því þurfti að grípa til vítakeppni sem endaði með því að Barcelona vann leikinn 37-35. 

Barcelona varð því Evrópumeistari í 11. inn og í fyrsta sinn síðan 2015. Haukur Þrastarson var ekki í leikmannahópi Kielce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×