Hádegisfréttir Bylgjunnar Snorri Másson skrifar 19. júní 2022 11:49 Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram. Vinstrimenn eru í mikilli sókn og ógna þingmeirihluta Emmanuel Marcron Frakklandsforseta, sem virðist ætla að tapa talsverðu fylgi. Breiðafjarðarferjan Baldur hefur siglingar á ný í dag eftir að hafa orðið vélarvana með fleiri en hundrað farþega um borð í gær. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að sérfræðingar hafi farið yfir ástand ferjunnar, orsökin sé fundin og nú sé hægt að halda áfram að sigla. Boðað hefur verið að Herjólfur þriðji sem áður sigldi til Vestmannaeyja komi í stað Baldurs á næsta ári, en í bili verður notast við Baldur. Bæjarstjórn Fjallabyggðar hyggst banna lausagöngu katta að kvöld- og næturlagi eða á meðan varptími fugla stendur sem hæst. Formaður skipulags- og umhverfisnefndar segi ketti hafa verið að valda töluverðum usla í sveitarfélaginu. Blómsveigur var lagður að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði í tilefni kvenréttindadagsins í dag. Athöfnin var sett við undirleik Unu Torfadóttur söngkonu. 107 ár eru liðin í dag frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Bríet barðist fyrir réttarbótum konum til handa á sínum tíma og tók meðal annars sæti í bæjarstjórn Rekjavíkur fyrir hönd Kvennalistans. Forseti borgarstjórnar, Alexandra Briem, var sú sem lagði blómakransinn á leiðið í dag eftir að hafa flutt stutt ávarp. Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér. Hádegisfréttir Bylgjunnar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Breiðafjarðarferjan Baldur hefur siglingar á ný í dag eftir að hafa orðið vélarvana með fleiri en hundrað farþega um borð í gær. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að sérfræðingar hafi farið yfir ástand ferjunnar, orsökin sé fundin og nú sé hægt að halda áfram að sigla. Boðað hefur verið að Herjólfur þriðji sem áður sigldi til Vestmannaeyja komi í stað Baldurs á næsta ári, en í bili verður notast við Baldur. Bæjarstjórn Fjallabyggðar hyggst banna lausagöngu katta að kvöld- og næturlagi eða á meðan varptími fugla stendur sem hæst. Formaður skipulags- og umhverfisnefndar segi ketti hafa verið að valda töluverðum usla í sveitarfélaginu. Blómsveigur var lagður að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði í tilefni kvenréttindadagsins í dag. Athöfnin var sett við undirleik Unu Torfadóttur söngkonu. 107 ár eru liðin í dag frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Bríet barðist fyrir réttarbótum konum til handa á sínum tíma og tók meðal annars sæti í bæjarstjórn Rekjavíkur fyrir hönd Kvennalistans. Forseti borgarstjórnar, Alexandra Briem, var sú sem lagði blómakransinn á leiðið í dag eftir að hafa flutt stutt ávarp. Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér.
Hádegisfréttir Bylgjunnar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira