Vestfirðingar treysta á ekkert lúsmý í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júní 2022 08:05 Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðarstofu, sem fagnar því að ekkert lúsmý sé á Vestfjörðum og að veðurfræðingar hafi lofað besta veðrinu í sumar á Íslandi í landshlutanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er meira en brjálað að gera hjá starfsfólki Vestfjarðarstofu að skipuleggja sumarið fyrir ferðamenn og aðstoða þá á ýmsan hátt, enda búist við metári í fjölda ferðamanna á svæðinu í sumar. Stofan vinnur líka að fjölbreyttum verkefnum í tengslum við byggðaþróun sem og atvinnuþróun á Vestfjörðum. „Okkur var gefið upp af veðurfræðingum að hér yrði góða veðrið í sumar, þannig að við gerum bara ráð fyrir því að Íslendingar komi líka á svæðið með erlendum ferðamönnunum, t.d. til að flýja lúsmýið en hér er ekkert lúsmý. Þannig að hér verður bara margt um manninn og mikið um að vera í sumar,“ segir Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðarstofu. Sigríður á von á um 150 skemmtiferðaskipum bara á Ísafjörð í sumar og 20 skip koma í Vesturbyggð. Hún segir að þetta sé algjört met í komu skemmtiferðaskipa á þessa staði. En eru Vestfirðingar tilbúnir til að taka á móti öllum þessum ferðamönnum? „Já, já, það er seigla í okkur Vestfirðingum, þannig að við höldum bara áfram og girðum okkur í brók eins og menn segja og búum til þær vörur og þjónustu, sem til þarf til að taka á móti gestum eins vel og við getum,“ segir Sigríður enn fremur. Það eru margir flottir veitingastaðir á Ísafirði, m.a. Tjöruhúsið þar sem boðið er upp á gómsætan fisk með fjölbreyttu meðlæti. Þar er alltaf troðfullt af fólki og mikil stemming. „Við erum með saltfisk, þorsk, lúðu, ufsa, steinbít og kola. Svo erum við með smá plokkara og svo eru gellurnar alltaf mjög vinsælar hjá okkur,“ segir Arnaldur Grímsson Bacman hjá Tjöruhúsinu. En hvað segja erlendu ferðamennirnir, eru þeir ekki ánægðir með fiskinn? „Þeir eru trylltir í þetta. Sumir eru að koma í sérferðir frá Bandaríkjunum og öllum heimshlutum að kíkja á okkur,“ segir Andri Fannar Sóleyjarson hjá Tjöruhúsinu og skellihlær. Það eru margir flottir veitingastaðir á Ísafirði, m.a. Tjöruhúsið en þar er eingöngu boðið upp á fiskrétti að hætti hússins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Útsýnispallurinn opnaður 1. júlí Það er ekki langt að renna frá Ísafirði til Bolungarvíkur en þar er heilmikil uppbygging og mikið að gerast. Mesta spennan er þó fyrir útsýnispallinum á Bolafjalli, sem verður opnaður formlega 1. júlí. „Það er náttúrulega útsýnið á dögum eins og þessum, þá er útsýnið stórkostlegt. Svo bara að vera staddur í þessari hæð, fá svona smá kítl í magann við að horfa niður og horfa á fuglana fljúga nokkur hundruð metrum fyrir neðan sig, það er bara eitthvað við þetta. Pallurinn er í kringum 60 metrar eftir fjallsbrúninni og við erum í 630 metra hæð,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík staddur á nýja útsýnispallinum á Bolafjalli, sem verður opnaður formlega 1. júlí.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í Bolungarvík er líka mjög merkilegt hús, Einarshús, sem er gistiheimili og veitingastaður, nefnt eftir Einari Guðfinnssyni, sem bjó í húsinu í 35 ára og rak þar meðal annars verslun. „Við erum með sögu hússins upp á veggjum alveg frá því að Pétur Oddsson byggði húsið 1902 og hans fjölskylda, sem bjó hérna, sem hann missti, nánast öll börnin sín og tengdabörn í spænsku veikinni og berklum og þegar hann flutti út keypti Einar húsið,“ segir Arnar Bjarni Stefánsson, eigandi Einarshúss í Bolungarvík. Útinám í skógi Þá bregðum við okkur aftur á Ísafjörð og hittum æskuna á staðnum, börnin í leikskólanum Tanga, sem eru mikið í útinámi í skóginum við bæinn og finnst það skemmtilegasta sem þau gera í leikskólanum. „Hér erum við bara í okkar vikulega útinámi með ævintýri og reyna á líkamann í skemmtilegum aðstæðum og leika. Þau eru bara að sækja í allt, skoða skóginn, klifra, fylgjast með hvernig náttúran lifnar við til dæmis eftir veturinn. Við erum að búa til skýli og njóta sín,“ segir Jóna Lind Kristjánsdóttir, deildarstjóri á leikskólanum Tanga. Þó að 17. júní sé liðinn þá verðum við að heyra krakkana í lokin syngja aðeins fyrir okkur Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei en það lag kunna þau mjög vel. Leikskólabörnin á Ísafirði, sem eru dugleg í útinámi í skóginum fyrir ofan bæinn og þá taka þau oft lagið í skóginum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ísafjarðarbær Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Hvar er Magnús Hlynur? Lúsmý Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Okkur var gefið upp af veðurfræðingum að hér yrði góða veðrið í sumar, þannig að við gerum bara ráð fyrir því að Íslendingar komi líka á svæðið með erlendum ferðamönnunum, t.d. til að flýja lúsmýið en hér er ekkert lúsmý. Þannig að hér verður bara margt um manninn og mikið um að vera í sumar,“ segir Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðarstofu. Sigríður á von á um 150 skemmtiferðaskipum bara á Ísafjörð í sumar og 20 skip koma í Vesturbyggð. Hún segir að þetta sé algjört met í komu skemmtiferðaskipa á þessa staði. En eru Vestfirðingar tilbúnir til að taka á móti öllum þessum ferðamönnum? „Já, já, það er seigla í okkur Vestfirðingum, þannig að við höldum bara áfram og girðum okkur í brók eins og menn segja og búum til þær vörur og þjónustu, sem til þarf til að taka á móti gestum eins vel og við getum,“ segir Sigríður enn fremur. Það eru margir flottir veitingastaðir á Ísafirði, m.a. Tjöruhúsið þar sem boðið er upp á gómsætan fisk með fjölbreyttu meðlæti. Þar er alltaf troðfullt af fólki og mikil stemming. „Við erum með saltfisk, þorsk, lúðu, ufsa, steinbít og kola. Svo erum við með smá plokkara og svo eru gellurnar alltaf mjög vinsælar hjá okkur,“ segir Arnaldur Grímsson Bacman hjá Tjöruhúsinu. En hvað segja erlendu ferðamennirnir, eru þeir ekki ánægðir með fiskinn? „Þeir eru trylltir í þetta. Sumir eru að koma í sérferðir frá Bandaríkjunum og öllum heimshlutum að kíkja á okkur,“ segir Andri Fannar Sóleyjarson hjá Tjöruhúsinu og skellihlær. Það eru margir flottir veitingastaðir á Ísafirði, m.a. Tjöruhúsið en þar er eingöngu boðið upp á fiskrétti að hætti hússins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Útsýnispallurinn opnaður 1. júlí Það er ekki langt að renna frá Ísafirði til Bolungarvíkur en þar er heilmikil uppbygging og mikið að gerast. Mesta spennan er þó fyrir útsýnispallinum á Bolafjalli, sem verður opnaður formlega 1. júlí. „Það er náttúrulega útsýnið á dögum eins og þessum, þá er útsýnið stórkostlegt. Svo bara að vera staddur í þessari hæð, fá svona smá kítl í magann við að horfa niður og horfa á fuglana fljúga nokkur hundruð metrum fyrir neðan sig, það er bara eitthvað við þetta. Pallurinn er í kringum 60 metrar eftir fjallsbrúninni og við erum í 630 metra hæð,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík staddur á nýja útsýnispallinum á Bolafjalli, sem verður opnaður formlega 1. júlí.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í Bolungarvík er líka mjög merkilegt hús, Einarshús, sem er gistiheimili og veitingastaður, nefnt eftir Einari Guðfinnssyni, sem bjó í húsinu í 35 ára og rak þar meðal annars verslun. „Við erum með sögu hússins upp á veggjum alveg frá því að Pétur Oddsson byggði húsið 1902 og hans fjölskylda, sem bjó hérna, sem hann missti, nánast öll börnin sín og tengdabörn í spænsku veikinni og berklum og þegar hann flutti út keypti Einar húsið,“ segir Arnar Bjarni Stefánsson, eigandi Einarshúss í Bolungarvík. Útinám í skógi Þá bregðum við okkur aftur á Ísafjörð og hittum æskuna á staðnum, börnin í leikskólanum Tanga, sem eru mikið í útinámi í skóginum við bæinn og finnst það skemmtilegasta sem þau gera í leikskólanum. „Hér erum við bara í okkar vikulega útinámi með ævintýri og reyna á líkamann í skemmtilegum aðstæðum og leika. Þau eru bara að sækja í allt, skoða skóginn, klifra, fylgjast með hvernig náttúran lifnar við til dæmis eftir veturinn. Við erum að búa til skýli og njóta sín,“ segir Jóna Lind Kristjánsdóttir, deildarstjóri á leikskólanum Tanga. Þó að 17. júní sé liðinn þá verðum við að heyra krakkana í lokin syngja aðeins fyrir okkur Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei en það lag kunna þau mjög vel. Leikskólabörnin á Ísafirði, sem eru dugleg í útinámi í skóginum fyrir ofan bæinn og þá taka þau oft lagið í skóginum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ísafjarðarbær Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Hvar er Magnús Hlynur? Lúsmý Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira