Þyngdu dóm manns sem beitti alvarlegu og langvinnu heimilisofbeldi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 10:36 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti á fimmtudag. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi á fimmtudag fangelsisdóm karlmanns sem sakfelldur var fyrir brot í nánu sambandi og dæmdi manninn í eins og hálfs árs fangelsi. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður dæmt manninn í árs fangelsi. Var talið ljóst af trúverðugri lýsingu sambýliskonu mannsins að mjög alvarlegt og langvinnt heimilisofbeldi hafi átt sér stað á heimili þeirra sem stóð yfir að minnsta kosti í tvö ár, frá árinu 2017 til 2019. Í dómnum segir að á heimilinu hafi myndast ógnarástand þar sem búast hafi mátt við ofbeldi af hálfu ákærða næstum hvenær sem var. Þar segir jafnframt að börn þeirra hafi ítrekað orðið vitni að heimilisofbeldinu. Sonur þeirra lýsir því fyrir dómnum að þegar honum var greint frá því að þau myndu flytja til Íslands og búa hjá manninum hafi hann farið að gráta því hann hafi vitað að maðurinn væri „vond manneskja.“ Eftir komu til Íslands hafi maðurinn beitt móður hans líkamlegu ofbeldi í hverri viku. Ofbeldið hafi verið fólgið í að rífa í hár hennar, sparka í hana, ýta henni og kalla öllum illum nöfnum. Maðurinn hafi jafnframt beitt börnin á heimilinu ofbeldi, gripið í hár þeirra og lamið. Eftir að maðurinn hafi verið fjarlægður af heimilinu hafi fjölskyldan áfram verið óttaslegin gagnvart því að hann kæmi heim. Ef einhvern bar að garði og knúið var dyra hefði ekki verið opnað fyrr en búið var að kíkja út og athuga hver væri á ferðinni. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi vegna óskýrrar ákæru þar sem lýsingar hafi verið mjög opnar og almennar og til þess fallnar að flækja varnir hans. Landsréttur hafnaði þessum röksemdum og vísaði til þess að ákvæðið um ofbeldisbrot í nánu sambandi sé virt heildstætt og eftir atvikum án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik fyrir sig. Var því fallist á að ákærði hafi freklega misnotað yfirburðastöðu sína gagnvart sambýliskonu sinni og þremur börnum og var refsing mannsins ákveðin fangelsi í eitt ár og sex mánuði. Dóminn má lesa í heild sinni á vef Landsréttar. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Var talið ljóst af trúverðugri lýsingu sambýliskonu mannsins að mjög alvarlegt og langvinnt heimilisofbeldi hafi átt sér stað á heimili þeirra sem stóð yfir að minnsta kosti í tvö ár, frá árinu 2017 til 2019. Í dómnum segir að á heimilinu hafi myndast ógnarástand þar sem búast hafi mátt við ofbeldi af hálfu ákærða næstum hvenær sem var. Þar segir jafnframt að börn þeirra hafi ítrekað orðið vitni að heimilisofbeldinu. Sonur þeirra lýsir því fyrir dómnum að þegar honum var greint frá því að þau myndu flytja til Íslands og búa hjá manninum hafi hann farið að gráta því hann hafi vitað að maðurinn væri „vond manneskja.“ Eftir komu til Íslands hafi maðurinn beitt móður hans líkamlegu ofbeldi í hverri viku. Ofbeldið hafi verið fólgið í að rífa í hár hennar, sparka í hana, ýta henni og kalla öllum illum nöfnum. Maðurinn hafi jafnframt beitt börnin á heimilinu ofbeldi, gripið í hár þeirra og lamið. Eftir að maðurinn hafi verið fjarlægður af heimilinu hafi fjölskyldan áfram verið óttaslegin gagnvart því að hann kæmi heim. Ef einhvern bar að garði og knúið var dyra hefði ekki verið opnað fyrr en búið var að kíkja út og athuga hver væri á ferðinni. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi vegna óskýrrar ákæru þar sem lýsingar hafi verið mjög opnar og almennar og til þess fallnar að flækja varnir hans. Landsréttur hafnaði þessum röksemdum og vísaði til þess að ákvæðið um ofbeldisbrot í nánu sambandi sé virt heildstætt og eftir atvikum án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik fyrir sig. Var því fallist á að ákærði hafi freklega misnotað yfirburðastöðu sína gagnvart sambýliskonu sinni og þremur börnum og var refsing mannsins ákveðin fangelsi í eitt ár og sex mánuði. Dóminn má lesa í heild sinni á vef Landsréttar.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira