Þyngdu dóm manns sem beitti alvarlegu og langvinnu heimilisofbeldi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 10:36 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti á fimmtudag. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi á fimmtudag fangelsisdóm karlmanns sem sakfelldur var fyrir brot í nánu sambandi og dæmdi manninn í eins og hálfs árs fangelsi. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður dæmt manninn í árs fangelsi. Var talið ljóst af trúverðugri lýsingu sambýliskonu mannsins að mjög alvarlegt og langvinnt heimilisofbeldi hafi átt sér stað á heimili þeirra sem stóð yfir að minnsta kosti í tvö ár, frá árinu 2017 til 2019. Í dómnum segir að á heimilinu hafi myndast ógnarástand þar sem búast hafi mátt við ofbeldi af hálfu ákærða næstum hvenær sem var. Þar segir jafnframt að börn þeirra hafi ítrekað orðið vitni að heimilisofbeldinu. Sonur þeirra lýsir því fyrir dómnum að þegar honum var greint frá því að þau myndu flytja til Íslands og búa hjá manninum hafi hann farið að gráta því hann hafi vitað að maðurinn væri „vond manneskja.“ Eftir komu til Íslands hafi maðurinn beitt móður hans líkamlegu ofbeldi í hverri viku. Ofbeldið hafi verið fólgið í að rífa í hár hennar, sparka í hana, ýta henni og kalla öllum illum nöfnum. Maðurinn hafi jafnframt beitt börnin á heimilinu ofbeldi, gripið í hár þeirra og lamið. Eftir að maðurinn hafi verið fjarlægður af heimilinu hafi fjölskyldan áfram verið óttaslegin gagnvart því að hann kæmi heim. Ef einhvern bar að garði og knúið var dyra hefði ekki verið opnað fyrr en búið var að kíkja út og athuga hver væri á ferðinni. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi vegna óskýrrar ákæru þar sem lýsingar hafi verið mjög opnar og almennar og til þess fallnar að flækja varnir hans. Landsréttur hafnaði þessum röksemdum og vísaði til þess að ákvæðið um ofbeldisbrot í nánu sambandi sé virt heildstætt og eftir atvikum án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik fyrir sig. Var því fallist á að ákærði hafi freklega misnotað yfirburðastöðu sína gagnvart sambýliskonu sinni og þremur börnum og var refsing mannsins ákveðin fangelsi í eitt ár og sex mánuði. Dóminn má lesa í heild sinni á vef Landsréttar. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Var talið ljóst af trúverðugri lýsingu sambýliskonu mannsins að mjög alvarlegt og langvinnt heimilisofbeldi hafi átt sér stað á heimili þeirra sem stóð yfir að minnsta kosti í tvö ár, frá árinu 2017 til 2019. Í dómnum segir að á heimilinu hafi myndast ógnarástand þar sem búast hafi mátt við ofbeldi af hálfu ákærða næstum hvenær sem var. Þar segir jafnframt að börn þeirra hafi ítrekað orðið vitni að heimilisofbeldinu. Sonur þeirra lýsir því fyrir dómnum að þegar honum var greint frá því að þau myndu flytja til Íslands og búa hjá manninum hafi hann farið að gráta því hann hafi vitað að maðurinn væri „vond manneskja.“ Eftir komu til Íslands hafi maðurinn beitt móður hans líkamlegu ofbeldi í hverri viku. Ofbeldið hafi verið fólgið í að rífa í hár hennar, sparka í hana, ýta henni og kalla öllum illum nöfnum. Maðurinn hafi jafnframt beitt börnin á heimilinu ofbeldi, gripið í hár þeirra og lamið. Eftir að maðurinn hafi verið fjarlægður af heimilinu hafi fjölskyldan áfram verið óttaslegin gagnvart því að hann kæmi heim. Ef einhvern bar að garði og knúið var dyra hefði ekki verið opnað fyrr en búið var að kíkja út og athuga hver væri á ferðinni. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi vegna óskýrrar ákæru þar sem lýsingar hafi verið mjög opnar og almennar og til þess fallnar að flækja varnir hans. Landsréttur hafnaði þessum röksemdum og vísaði til þess að ákvæðið um ofbeldisbrot í nánu sambandi sé virt heildstætt og eftir atvikum án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik fyrir sig. Var því fallist á að ákærði hafi freklega misnotað yfirburðastöðu sína gagnvart sambýliskonu sinni og þremur börnum og var refsing mannsins ákveðin fangelsi í eitt ár og sex mánuði. Dóminn má lesa í heild sinni á vef Landsréttar.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira