23 seglbátar til Fáskrúðsfjarðar eftir að óveður batt enda á alþjóðlega siglingarkeppni Eiður Þór Árnason skrifar 18. júní 2022 08:55 Keppandinn Jeremie Beyou tók þessa mynd um borð í báti sínum í morgun þegar hann var á leið að landi. Jeremie Beyou/Charal Siglingakeppnin Vendée Arctique hefur verið stöðvuð vegna slæmra veðurskilyrða. Til stóð að láta 25 keppendur sem lögðu af stað frá Frakklandi seinasta sunnudag sigla hringinn í kringum Ísland áður þeir sneru aftur til sjávarþorpsins Les Sables d'Olonne. Þess í stað hefur keppnin verið stytt vegna djúprar lægðar sem liggur yfir Norður-Atlantshafi og hefur gert seglbátum keppendanna erfitt fyrir. Stjórnendur Vendée Arctique ákváðu í gær að siglingafólkið myndi enda för sína á Fáskrúðsfirði og eru fimmtán keppendur nú komnir í land. Þeir fyrstu sigldu í mark í gærmorgun og átta nálgast enn suðausturströnd Íslands. Áður höfðu tveir keppendur snúið við á miðri leið til Íslands, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Vendée Arctique. Hægt er að fylgjast með staðsetningu keppendanna á kortinu hér fyrir neðan og nota sleðarofann til að þysja að. Einnig má skoða staðsetningu þeirra á vef keppninnar. Vilja reyna aftur eftir fjögur ár Um er að ræða einmenningssiglingakeppni þar sem keppendur sigla á seglbátum án aðstoðar og mega ekki koma við í landi á leiðinni án þess að vera dæmdir úr leik. Vendée Arctique er undirbúningsforkeppni fyrir stóru Vendée Globe siglingakeppnina sem fer næst fram árið 2024. Drónamynd sem tekin var af siglingamanninum Charlie Dalin í morgun.Charlie Dalin/Apivia Leið Vendée Globe liggur hringinn í kringum hnöttinn frá Frakklandi, suður Atlandshafið og umhverfis Suðurskautslandið áður en keppendur enda aftur í Les Sables d'Olonne. Keppnin er talin vera ein erfiðasta siglingarkeppni heims en þetta var í fyrsta skipti sem aðstandendur Vendée Globe skipulögðu leið hringinn í kringum Ísland. Vonast skipuleggjendur til þess að gera Vendée Arctique að föstum lið og fara þessa leið á fjögurra ára fresti. Myndskeið sem Antoine Cornic tók um borð í seglbát sínum í morgun sýnir ágætlega þær aðstæður sem keppendur hafa þurft að eiga við.v „Það er lægð yfir svæðinu og sumir munu eiga erfitt með að nálgast keppnishliðið við Ísland. Þar sem ástandið skánar ekki eftir það þá völdum við að gera hliðið að lokamarkinu svo siglingarfólkið geti verið visst um að komast í öruggt skjól. Vindhviðurnar eru ekki bara sterkar heldur einnig óstöðugar,“ segir Francis Le Goff, stjórnandi keppninnar, í fréttatilkynningu. Hann bætir við að vonast sé til þess að keppendur geti snúið aftur til Les Sables d'Olonne, þar sem þeir hófu för sína í Frakklandi, síðdegis í dag þegar veðrið róast. Siglingaklúbbur Austurlands hafa aðstoðað keppendur við að komast í land og þjónustað þá. Posted by Siglingaklúbbur Austurlands on Friday, June 17, 2022 Siglingaíþróttir Fjarðabyggð Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Þess í stað hefur keppnin verið stytt vegna djúprar lægðar sem liggur yfir Norður-Atlantshafi og hefur gert seglbátum keppendanna erfitt fyrir. Stjórnendur Vendée Arctique ákváðu í gær að siglingafólkið myndi enda för sína á Fáskrúðsfirði og eru fimmtán keppendur nú komnir í land. Þeir fyrstu sigldu í mark í gærmorgun og átta nálgast enn suðausturströnd Íslands. Áður höfðu tveir keppendur snúið við á miðri leið til Íslands, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Vendée Arctique. Hægt er að fylgjast með staðsetningu keppendanna á kortinu hér fyrir neðan og nota sleðarofann til að þysja að. Einnig má skoða staðsetningu þeirra á vef keppninnar. Vilja reyna aftur eftir fjögur ár Um er að ræða einmenningssiglingakeppni þar sem keppendur sigla á seglbátum án aðstoðar og mega ekki koma við í landi á leiðinni án þess að vera dæmdir úr leik. Vendée Arctique er undirbúningsforkeppni fyrir stóru Vendée Globe siglingakeppnina sem fer næst fram árið 2024. Drónamynd sem tekin var af siglingamanninum Charlie Dalin í morgun.Charlie Dalin/Apivia Leið Vendée Globe liggur hringinn í kringum hnöttinn frá Frakklandi, suður Atlandshafið og umhverfis Suðurskautslandið áður en keppendur enda aftur í Les Sables d'Olonne. Keppnin er talin vera ein erfiðasta siglingarkeppni heims en þetta var í fyrsta skipti sem aðstandendur Vendée Globe skipulögðu leið hringinn í kringum Ísland. Vonast skipuleggjendur til þess að gera Vendée Arctique að föstum lið og fara þessa leið á fjögurra ára fresti. Myndskeið sem Antoine Cornic tók um borð í seglbát sínum í morgun sýnir ágætlega þær aðstæður sem keppendur hafa þurft að eiga við.v „Það er lægð yfir svæðinu og sumir munu eiga erfitt með að nálgast keppnishliðið við Ísland. Þar sem ástandið skánar ekki eftir það þá völdum við að gera hliðið að lokamarkinu svo siglingarfólkið geti verið visst um að komast í öruggt skjól. Vindhviðurnar eru ekki bara sterkar heldur einnig óstöðugar,“ segir Francis Le Goff, stjórnandi keppninnar, í fréttatilkynningu. Hann bætir við að vonast sé til þess að keppendur geti snúið aftur til Les Sables d'Olonne, þar sem þeir hófu för sína í Frakklandi, síðdegis í dag þegar veðrið róast. Siglingaklúbbur Austurlands hafa aðstoðað keppendur við að komast í land og þjónustað þá. Posted by Siglingaklúbbur Austurlands on Friday, June 17, 2022
Siglingaíþróttir Fjarðabyggð Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira