Framkvæmdastjórn ESB lýsir yfir stuðningi við aðild Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 11:06 Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB kynnti ákvörðun hennar um aðildarumsókn Úkraínu í morgun. Ursula var klædd í bláa skyrtu og gulan jakka, sem eru fánalitir Úkraínu. AP Photo/Geert Vanden Wijngaert Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst yfir stuðningi við að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu. Ákvörðun stjórnarinnar er stórt skref í baráttu Úkraínu fyrir aðild að sambandinu. Ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um að lýsa yfir stuðningi við umsókn Úkraínu að sambandinu hefur mikla þýðingu fyrir landið. Málið verður næst til umræðu á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í næstu viku. Til þess að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis þurfa leiðtogar allra tuttugu og sjö Evrópusambandsríkjanna að samþykkja það. Leiðtogar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Rúmeníu heimsóttu Kænugarð í gær þar sem þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Þeir hétu því allir á sameiginlegum blaðamannafundi í borginni að styðja við Úkraínu í umsókn hennar um aðild að Evrópusambandinu. Olaf Scholz Þýskalandskanslari sagði á fundinum að Úkraína sé hluti af evrópsku fjölskyldunni. Það verði stórt skref þegar landið fái stöðu umsóknarríkis og aðildarríki Evrópusambandsins muni ræða stöðu landsins á næstu dögum. Nærri fjórir mánuðir eru liðnir síðan Rússland hóf innrás í Úkraínu en talsmaður Kreml sagði í yfirlýsingu í morgun, eftir að fréttirnar bárust frá framkvæmdastjórn ESB, að yfirvöld þar í landi fylgdust náið með stöðu mála. Fylgjast þurfi enn betur með framvindunni vegna breyttrar stöðu Úkraínu gagnvart ESB. Framkvæmdastjórn ESB hefur aldrei áður afgreitt umsókn um aðild að sambandinu svo hratt. Stuðningur framkvæmdastjórnarinnar við umsókn Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. 17. júní 2022 08:58 Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um að lýsa yfir stuðningi við umsókn Úkraínu að sambandinu hefur mikla þýðingu fyrir landið. Málið verður næst til umræðu á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í næstu viku. Til þess að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis þurfa leiðtogar allra tuttugu og sjö Evrópusambandsríkjanna að samþykkja það. Leiðtogar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Rúmeníu heimsóttu Kænugarð í gær þar sem þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Þeir hétu því allir á sameiginlegum blaðamannafundi í borginni að styðja við Úkraínu í umsókn hennar um aðild að Evrópusambandinu. Olaf Scholz Þýskalandskanslari sagði á fundinum að Úkraína sé hluti af evrópsku fjölskyldunni. Það verði stórt skref þegar landið fái stöðu umsóknarríkis og aðildarríki Evrópusambandsins muni ræða stöðu landsins á næstu dögum. Nærri fjórir mánuðir eru liðnir síðan Rússland hóf innrás í Úkraínu en talsmaður Kreml sagði í yfirlýsingu í morgun, eftir að fréttirnar bárust frá framkvæmdastjórn ESB, að yfirvöld þar í landi fylgdust náið með stöðu mála. Fylgjast þurfi enn betur með framvindunni vegna breyttrar stöðu Úkraínu gagnvart ESB. Framkvæmdastjórn ESB hefur aldrei áður afgreitt umsókn um aðild að sambandinu svo hratt. Stuðningur framkvæmdastjórnarinnar við umsókn Úkraínu
Úkraína Rússland Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. 17. júní 2022 08:58 Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58
Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. 17. júní 2022 08:58
Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02