Hlutur Róberts metinn á um 226 milljarða króna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. júní 2022 20:01 Róbert Wessman á ennþá um 36% hlut í Alvotech sem er metið á um 630 milljarða króna. NASDAQ Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessman var í dag skráð á markað í Bandaríkjunum aðeins tíu árum eftir stofnun. Þá er fyrsta lyf fyrirtækisins nú komið í dreifingu í Kanada og Evrópu eftir að dómssátt náðist um leyfismál. Alvotech varð í dag eina íslenska fyrirtækið sem skráð er í NASDAQ kauphöllinni í New York. Skráningin tók gildi að loknum samruna við yfirtökufélagið Oaktree. Þá tóku innlendir og alþjóðlegir fjárfestar þátt í hlutafjáraukningu að andvirði um tuttugu og þriggja milljarða íslenskra króna króna á genginu 10 dollara á hlut eða sem samsvarar um eitt þúsund og þrjú hundruð krónum. Bandarískir fréttamiðlar gerðu skráningunni skil í dag. Stefnt er að því að setja fyrirtækið á markað í íslensku kauphöllinni 23. júní. Tíu ár eru síðan Róbert Wessman stofnaði Alvotech sem hefur síðustu ár unnið að þróun átta líftæknihliðstæðulyfja. Róbert segir að afar vel hafi gengið að fá inn nýtt hlutafé og þó markaðir vestra séu í mikilli óvissu er hann bjartsýnn á gengi félagsins. „Við munum svo bíða og sjá hvernig það mun ganga á næstu dögum og vikum,“ segir hann. Félaginu gekk nokkuð vel í kauphöllinni vestra í dag. Fyrirtækið hefur fengið markaðleyfi fyrir fyrsta líftæknihliðstæðulyf í Evrópu og Kanada, Humira, eftir dómsátt við annað lyfjafyrirtæki þar sem tekist var á um leyfismál og trúnaðarupplýsingar. Þá fær fyrirtækið að hefja sölu lyfsins í Bandaríkjunum á næsta ári. „Það var gríðarlegur áfangasigur að ná dómssátt á þessum forsendum,“ segir hann. Róbert á enn þá um 36% hlut í Alvotech sem er metið á um 630 milljarða króna, hlutur hans er því um 226 milljarða króna. Nokkuð hefur gustað um persónu Róberts í fjölmiðlum hér á landi undanfarin misseri. Hann segir að það hafi engin áhrif á setu sína sem stjórnarformaður fyrirtækisins. „Ég mun halda áfram að styðja við félagið alla vega næstu árin,“ segir Róbert. Kauphöllin Lyf Íslenskir bankar Líftækni Alvotech Tengdar fréttir Stærsta stund ferilsins í dag Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessmann, verður skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Fyrirtækið verður það fyrsta íslenska sem skráð er á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi - og þá er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem íslenskt fyrirtæki er skráð í bandarísku kauphöllina. 16. júní 2022 13:16 Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. 16. júní 2022 06:00 Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Alvotech varð í dag eina íslenska fyrirtækið sem skráð er í NASDAQ kauphöllinni í New York. Skráningin tók gildi að loknum samruna við yfirtökufélagið Oaktree. Þá tóku innlendir og alþjóðlegir fjárfestar þátt í hlutafjáraukningu að andvirði um tuttugu og þriggja milljarða íslenskra króna króna á genginu 10 dollara á hlut eða sem samsvarar um eitt þúsund og þrjú hundruð krónum. Bandarískir fréttamiðlar gerðu skráningunni skil í dag. Stefnt er að því að setja fyrirtækið á markað í íslensku kauphöllinni 23. júní. Tíu ár eru síðan Róbert Wessman stofnaði Alvotech sem hefur síðustu ár unnið að þróun átta líftæknihliðstæðulyfja. Róbert segir að afar vel hafi gengið að fá inn nýtt hlutafé og þó markaðir vestra séu í mikilli óvissu er hann bjartsýnn á gengi félagsins. „Við munum svo bíða og sjá hvernig það mun ganga á næstu dögum og vikum,“ segir hann. Félaginu gekk nokkuð vel í kauphöllinni vestra í dag. Fyrirtækið hefur fengið markaðleyfi fyrir fyrsta líftæknihliðstæðulyf í Evrópu og Kanada, Humira, eftir dómsátt við annað lyfjafyrirtæki þar sem tekist var á um leyfismál og trúnaðarupplýsingar. Þá fær fyrirtækið að hefja sölu lyfsins í Bandaríkjunum á næsta ári. „Það var gríðarlegur áfangasigur að ná dómssátt á þessum forsendum,“ segir hann. Róbert á enn þá um 36% hlut í Alvotech sem er metið á um 630 milljarða króna, hlutur hans er því um 226 milljarða króna. Nokkuð hefur gustað um persónu Róberts í fjölmiðlum hér á landi undanfarin misseri. Hann segir að það hafi engin áhrif á setu sína sem stjórnarformaður fyrirtækisins. „Ég mun halda áfram að styðja við félagið alla vega næstu árin,“ segir Róbert.
Kauphöllin Lyf Íslenskir bankar Líftækni Alvotech Tengdar fréttir Stærsta stund ferilsins í dag Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessmann, verður skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Fyrirtækið verður það fyrsta íslenska sem skráð er á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi - og þá er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem íslenskt fyrirtæki er skráð í bandarísku kauphöllina. 16. júní 2022 13:16 Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. 16. júní 2022 06:00 Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Stærsta stund ferilsins í dag Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessmann, verður skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Fyrirtækið verður það fyrsta íslenska sem skráð er á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi - og þá er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem íslenskt fyrirtæki er skráð í bandarísku kauphöllina. 16. júní 2022 13:16
Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. 16. júní 2022 06:00
Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26