Innlent

Alvarlegt umferðarslys austur af Vík

Eiður Þór Árnason skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 við Kúðafljót austur af Vík um klukkan 15:50 í dag þar sem bifreiðar úr gagnstæðum áttum rákust saman.

Viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir til vegna slyssins og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á vettvang til flutnings á slösuðum. Sjúkrabíll er lagður af stað til móts við þyrluna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 

Vegurinn er lokaður en hjáleið opin um Hrífunes. Að sögn lögreglu mun rannsókn taka einhvern tíma en auk lögreglunnar á Suðurlandi koma að henni rannsóknarnefnd samgönguslysa og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Vegurinn er lokaður við Kúðafjót vegna slyssins. Hjáleið er um Hrífunes.Vegagerðin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×