„Mjög óvinsæl“ en verður með á EM Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2022 15:01 Nadia Nadim hefur leikið 99 landsleiki fyrir Danmörku. Getty/Stephen McCarthy Danir verða líkt og Íslendingar á Evrópumótinu í Englandi í næsta mánuði og nú hefur danski landsliðsþjálfarinn Lars Söndergaard tilkynnt hvaða 23 leikmenn hann ætlar að taka með á mótið. Mesta athygli vekur að í danska hópnum er læknirinn Nadia Nadim sem eftir að hafa verið mjög vinsæl í Danmörku skapaði sér miklar óvinsældir með því að gerast sendiherra HM karla í fótbolta í Katar í vetur. Nadim hefur aldrei svarað ítrekuðum fyrirspurnum danskra fjölmiðla varðandi störf sín fyrir Katara en Söndergaard segir ljóst að nú muni hún þurfa að svara spurningum fjölmiðla eins og aðrar landsliðskonur. Hann vill að málið verði afgreitt sem fyrst svo að hægt verði að beina athyglinni að EM. „Hún hefur verið mjög óvinsæl vegna ákvörðunar sem hún tók um að verða sendiherra [HM í Katar]. En ástæðan fyrir valinu á Nadiu er íþróttalegs eðlis,“ sagði Söndergaard þegar hann tilkynnti landsliðshóp sinn í dag. Nadia Nadim fagnar marki sínu gegn Hollandi í úrslitaleiknum á EM 2017. Hún kom til Danmerkur ellefu ára gömul sem flóttamaður frá Afganistan eftir að faðir hennar var myrtur og hefur saga hennar vakið mikla athygli.Getty/Dean Mouhtaropoulos Nadim og Pernille Harder voru skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleikinn á síðasta EM, í Hollandi 2017, og eru báðar í hópnum nú. Harder hefur sagt að hún hefði aldrei sjálf samþykkt að auglýsa HM í Katar, vegna mannréttindabrota sem þar hafa liðist. Jóker en ekki lykilmaður Nadim er nýbyrjuð að spila að nýju með Racing Louisville í Bandaríkjunum eftir að hafa verið frá keppni í níu mánuði vegna meiðsla. Söndergaard lítur því ekki á þessa 99 landsleikja konu sem lykilleikmann heldur leikmann sem gæti komið inn og gert eitthvað óvænt. Eins konar „jóker“. „Við höfum fengið skýrslur um líkamlegt form hennar frá félaginu hennar og séð vídjó af æfingum,“ sagði Söndergaard sem undirstrikaði að Nadim yrði ekki í felum frá fjölmiðlum. „Við viljum gjarnan vera opið og aðgengilegt landslið. Nadia kemur og verður til viðtals rétt eins og aðrir leikmenn.“ EM fer fram dagana 6.-31. júlí og fyrsti leikur Dana er gegn Þjóðverjum 8. júlí. Danski EM-hópurinn: Markmenn: Lene Christensen, Katrine Svane, Laura Worsøe. Varnarmenn: Rikke Sevecke, Simone Boye, Katrine Veje, Stine Ballisager, Luna Gevitz, Janni Thomsen, Sara Thrige, Sofie Svava, Sara Holmgaard. Miðjumenn: Karen Holmgaard, Kathrine Kühl, Sofie Junge Pedersen, Sanne Troelsgaard, Sofie Bredgaard, Mille Gejl, Rikke Marie Madsen. Sóknarmenn: Signe Bruun, Pernille Harder, Nadia Nadim og Stine Larsen. EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjá meira
Mesta athygli vekur að í danska hópnum er læknirinn Nadia Nadim sem eftir að hafa verið mjög vinsæl í Danmörku skapaði sér miklar óvinsældir með því að gerast sendiherra HM karla í fótbolta í Katar í vetur. Nadim hefur aldrei svarað ítrekuðum fyrirspurnum danskra fjölmiðla varðandi störf sín fyrir Katara en Söndergaard segir ljóst að nú muni hún þurfa að svara spurningum fjölmiðla eins og aðrar landsliðskonur. Hann vill að málið verði afgreitt sem fyrst svo að hægt verði að beina athyglinni að EM. „Hún hefur verið mjög óvinsæl vegna ákvörðunar sem hún tók um að verða sendiherra [HM í Katar]. En ástæðan fyrir valinu á Nadiu er íþróttalegs eðlis,“ sagði Söndergaard þegar hann tilkynnti landsliðshóp sinn í dag. Nadia Nadim fagnar marki sínu gegn Hollandi í úrslitaleiknum á EM 2017. Hún kom til Danmerkur ellefu ára gömul sem flóttamaður frá Afganistan eftir að faðir hennar var myrtur og hefur saga hennar vakið mikla athygli.Getty/Dean Mouhtaropoulos Nadim og Pernille Harder voru skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleikinn á síðasta EM, í Hollandi 2017, og eru báðar í hópnum nú. Harder hefur sagt að hún hefði aldrei sjálf samþykkt að auglýsa HM í Katar, vegna mannréttindabrota sem þar hafa liðist. Jóker en ekki lykilmaður Nadim er nýbyrjuð að spila að nýju með Racing Louisville í Bandaríkjunum eftir að hafa verið frá keppni í níu mánuði vegna meiðsla. Söndergaard lítur því ekki á þessa 99 landsleikja konu sem lykilleikmann heldur leikmann sem gæti komið inn og gert eitthvað óvænt. Eins konar „jóker“. „Við höfum fengið skýrslur um líkamlegt form hennar frá félaginu hennar og séð vídjó af æfingum,“ sagði Söndergaard sem undirstrikaði að Nadim yrði ekki í felum frá fjölmiðlum. „Við viljum gjarnan vera opið og aðgengilegt landslið. Nadia kemur og verður til viðtals rétt eins og aðrir leikmenn.“ EM fer fram dagana 6.-31. júlí og fyrsti leikur Dana er gegn Þjóðverjum 8. júlí. Danski EM-hópurinn: Markmenn: Lene Christensen, Katrine Svane, Laura Worsøe. Varnarmenn: Rikke Sevecke, Simone Boye, Katrine Veje, Stine Ballisager, Luna Gevitz, Janni Thomsen, Sara Thrige, Sofie Svava, Sara Holmgaard. Miðjumenn: Karen Holmgaard, Kathrine Kühl, Sofie Junge Pedersen, Sanne Troelsgaard, Sofie Bredgaard, Mille Gejl, Rikke Marie Madsen. Sóknarmenn: Signe Bruun, Pernille Harder, Nadia Nadim og Stine Larsen.
Markmenn: Lene Christensen, Katrine Svane, Laura Worsøe. Varnarmenn: Rikke Sevecke, Simone Boye, Katrine Veje, Stine Ballisager, Luna Gevitz, Janni Thomsen, Sara Thrige, Sofie Svava, Sara Holmgaard. Miðjumenn: Karen Holmgaard, Kathrine Kühl, Sofie Junge Pedersen, Sanne Troelsgaard, Sofie Bredgaard, Mille Gejl, Rikke Marie Madsen. Sóknarmenn: Signe Bruun, Pernille Harder, Nadia Nadim og Stine Larsen.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjá meira