„Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 14:30 Alfreð segist ekki vera hættur í íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. Landsliðsframherjinn var gestur nýjasta þáttar hlaðvarpsins Chess After Dark. Í þættinum er farið yfir víðan völl og er landsliðsframherjinn meðal annars spurður út í hvort fórnir sem hann hafi fært til að spila fyrir íslenska landsliðið hafi haft áhrif á félagsliðaferil hans og meiðslasögu. Þá var Alfreð spurður út í stöðu sína með íslenska landsliðinu en hann hefur ekki spilað leik fyrir A-landslið Íslands síðan 15. nóvember árið 2020. „Engin spurning, ég er opinn fyrir því. Ég er ekki hættur. Aðstæður hafa verið þannig síðustu tvö ár að þegar landsliðshópurinn er valinn hef ég ekki verið heill eða nýkominn úr meiðslum.“ „Ég er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér. Meðal annars af því ég er að verða samningslaus, margar ástæður fyrir því en ég vona og trúi því að ég muni spila aftur fyrir Íslands hönd.“ „Þetta eru skrítnir tímar, rosalega erfitt að koma á eftir svona frábærum árangri. Ekkert búið að vera eðlilegt sem er búið að ganga á í þessu samfélagi síðustu tvö árin, það hefur bitnað á liðinu. En það eru að koma mjög spennandi leikmenn, ókosturinn við okkur Íslendinga að við höfum ekki þessa sömu breidd eins og önnur lið,“ sagði Alfreð aðspurður hvernig sér litist á liðið núna. „Á endanum vill Arnar Þór [Viðarsson, landsliðsþjálfari] bara vinna fótboltaleiki. Allir sem eru í landsliðinu vilja vinna fótboltaleiki. Þú velur bara besta liðið hverju sinni, þú hefur ekkert efni á því í íslenska landsliðinu að ákveða að spila liðinu sem verður gott eftir fimm ár.“ Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.vísir/vilhelm „Það atvikaðist þannig að það eru rosalega margir ungir leikmenn að fá tækifæri, svipað og þegar við komum inn í liðið á sínum tíma. Það er líka af því þeir eru góðir. Að mörgu leyti hefði þeirra tími mögulega komis taðeins seinna og mér finnst ef þú værir með nokkra eldri leikmenn sem gætu hjálpað þeim að taka þessi skref.“ „Ungum leikmönnum fylgir óstöðugleiki svo það er eðlilegt að frammistöðurnar séu upp og niður á þessum tíma. En margir mjög spennandi leikmenn að koma upp og spennandi tímar framundan.“ Hinn 33 ára gamli Alfreð er í dag samningslaus og ekki er víst hvað framtíðin ber í skauti sér. Alls hefur hann spilað 61 A-landsleik og skorað 15 mörk. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira
Landsliðsframherjinn var gestur nýjasta þáttar hlaðvarpsins Chess After Dark. Í þættinum er farið yfir víðan völl og er landsliðsframherjinn meðal annars spurður út í hvort fórnir sem hann hafi fært til að spila fyrir íslenska landsliðið hafi haft áhrif á félagsliðaferil hans og meiðslasögu. Þá var Alfreð spurður út í stöðu sína með íslenska landsliðinu en hann hefur ekki spilað leik fyrir A-landslið Íslands síðan 15. nóvember árið 2020. „Engin spurning, ég er opinn fyrir því. Ég er ekki hættur. Aðstæður hafa verið þannig síðustu tvö ár að þegar landsliðshópurinn er valinn hef ég ekki verið heill eða nýkominn úr meiðslum.“ „Ég er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér. Meðal annars af því ég er að verða samningslaus, margar ástæður fyrir því en ég vona og trúi því að ég muni spila aftur fyrir Íslands hönd.“ „Þetta eru skrítnir tímar, rosalega erfitt að koma á eftir svona frábærum árangri. Ekkert búið að vera eðlilegt sem er búið að ganga á í þessu samfélagi síðustu tvö árin, það hefur bitnað á liðinu. En það eru að koma mjög spennandi leikmenn, ókosturinn við okkur Íslendinga að við höfum ekki þessa sömu breidd eins og önnur lið,“ sagði Alfreð aðspurður hvernig sér litist á liðið núna. „Á endanum vill Arnar Þór [Viðarsson, landsliðsþjálfari] bara vinna fótboltaleiki. Allir sem eru í landsliðinu vilja vinna fótboltaleiki. Þú velur bara besta liðið hverju sinni, þú hefur ekkert efni á því í íslenska landsliðinu að ákveða að spila liðinu sem verður gott eftir fimm ár.“ Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.vísir/vilhelm „Það atvikaðist þannig að það eru rosalega margir ungir leikmenn að fá tækifæri, svipað og þegar við komum inn í liðið á sínum tíma. Það er líka af því þeir eru góðir. Að mörgu leyti hefði þeirra tími mögulega komis taðeins seinna og mér finnst ef þú værir með nokkra eldri leikmenn sem gætu hjálpað þeim að taka þessi skref.“ „Ungum leikmönnum fylgir óstöðugleiki svo það er eðlilegt að frammistöðurnar séu upp og niður á þessum tíma. En margir mjög spennandi leikmenn að koma upp og spennandi tímar framundan.“ Hinn 33 ára gamli Alfreð er í dag samningslaus og ekki er víst hvað framtíðin ber í skauti sér. Alls hefur hann spilað 61 A-landsleik og skorað 15 mörk.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira