Er á leið á HM með Ástralíu eftir að hafa fæðst í flóttamannabúðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 10:01 Awer Mabil (til hægri) fagnar HM sætinu. EPA-EFE/Noushad Thekkayil Saga Ástralans Awer Mabil er nokkuð ólík flestum þeim sem munu taka þátt á HM í fótbolta sem fram fer í Katar undir lok þessa árs. Hinn 26 ára gamli Ástrali fæddist nefnilega í flóttamannabúðum í Malí í september árið 1995. Mabil er samningsbundinn Midtjylland í Danmörku en lék með Kasımpaşa í Tyrklandi á láni síðasta vetur. Hann hefur leikið alls 28 A-landsleiki fyrir Ástralíu og var meðal þeirra sem mætti Perú í umspilinu um sæti á HM í Katar. Vængmaðurinn var meðal þeirra sem tók vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni. Hann skoraði og eftir að Ástralía hafði tryggt sér sæti á fimmta heimsmeistaramótinu í röð þakkaði Mabil Ástralíu fyrir að taka við sér og fjölskyldu sinni þegar þau áttu engin önnur hús að vernda. „Ég vissi að ég myndi skora. Það var eina leiðin til að sýna Ástralíu þakklæti mitt og fjölskyldu minnar,“ sagði Mabil eftir leik. „Fjölskylda mín flúði Súdan vegna stríðsins, ég fæddist í kofa. Hótelherbergin sem við gistum í eru stærri en svæðið sem við fjölskyldan höfðum til umráða í flóttamannabúðunum. Ástralía tók við okkur og gaf fjölskyldu minni möguleika á að lifa eðlilegu lífi.“ Mabil vonast til að hafa lagt sitt á vogarskálarnar er varðar orðræðuna í kringum flóttamenn í Ástralíu. Still can't get over those scenes against Peru? Same. Experience it all over again by watching the full mini match now! #AUSvPER #Socceroos #GiveIt100— Socceroos (@Socceroos) June 15, 2022 „Vonandi hef ég haft áhrif á ástralskan fótbolta. Við erum að fara á HM, ég skoraði úr vítaspyrnu, við spiluðum allir okkar hlutverk í sigrinum. Vonandi spilaði krakkinn úr flóttamannabúðunum stórt hlutverk, þetta var mín leið til að þakka Ástralíu fyrir hönd fjölskyldu minnar,“ sagði Mabil að lokum. Ástralía mun leika í D-riðli ásamt heimsmeisturum Frakklands, Danmörku og Túnis. Fótbolti HM 2022 í Katar Súdan Ástralía Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Mabil er samningsbundinn Midtjylland í Danmörku en lék með Kasımpaşa í Tyrklandi á láni síðasta vetur. Hann hefur leikið alls 28 A-landsleiki fyrir Ástralíu og var meðal þeirra sem mætti Perú í umspilinu um sæti á HM í Katar. Vængmaðurinn var meðal þeirra sem tók vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni. Hann skoraði og eftir að Ástralía hafði tryggt sér sæti á fimmta heimsmeistaramótinu í röð þakkaði Mabil Ástralíu fyrir að taka við sér og fjölskyldu sinni þegar þau áttu engin önnur hús að vernda. „Ég vissi að ég myndi skora. Það var eina leiðin til að sýna Ástralíu þakklæti mitt og fjölskyldu minnar,“ sagði Mabil eftir leik. „Fjölskylda mín flúði Súdan vegna stríðsins, ég fæddist í kofa. Hótelherbergin sem við gistum í eru stærri en svæðið sem við fjölskyldan höfðum til umráða í flóttamannabúðunum. Ástralía tók við okkur og gaf fjölskyldu minni möguleika á að lifa eðlilegu lífi.“ Mabil vonast til að hafa lagt sitt á vogarskálarnar er varðar orðræðuna í kringum flóttamenn í Ástralíu. Still can't get over those scenes against Peru? Same. Experience it all over again by watching the full mini match now! #AUSvPER #Socceroos #GiveIt100— Socceroos (@Socceroos) June 15, 2022 „Vonandi hef ég haft áhrif á ástralskan fótbolta. Við erum að fara á HM, ég skoraði úr vítaspyrnu, við spiluðum allir okkar hlutverk í sigrinum. Vonandi spilaði krakkinn úr flóttamannabúðunum stórt hlutverk, þetta var mín leið til að þakka Ástralíu fyrir hönd fjölskyldu minnar,“ sagði Mabil að lokum. Ástralía mun leika í D-riðli ásamt heimsmeisturum Frakklands, Danmörku og Túnis.
Fótbolti HM 2022 í Katar Súdan Ástralía Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira