Hvalfjarðargöngin eru að loka klukkan tíu og við verðum að drífa okkur heim Sverrir Mar Smárason skrifar 15. júní 2022 21:54 Jón Þór á hliðarlínunni í leiknum. Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjalfari ÍA, var gríðarlega svekktur í leikslok eftir að KR hafði jafnað metin 3-3 í uppbótartíma í leik liðanna í kvöld. ÍA komst tvisvar yfir í leiknum en fóru ekki heim með nema eitt stig. „Eins svekkjandi og það gerist. Það er ekki flóknara en það. Ég var virkilega ánægður með liðið og margt í þessum leik. Heildarbragur á liðinu og þetta var frábær frammistaða hjá leikmönnum í dag.“ „Ég er mjög ósáttur við þessi mörk sem við fáum á okkur. Fyrsta markið er úr kross hérna einhverstaðar utan af miðjum velli. Við stöndum alltof aftarlega þar og hleypum þeim alltof nálægt markinu okkar. Ægir Jarl skallar boltann nánast inni í markteig þar. Sama hérna með aukaspyrnu inná þeirra vallarhelmingi sem þeir negla inn í í síðasta markinu og endar inni hvernig sem það gerist, eitthvað brot í því ég veit ekkert um það ég sé það ekki nógu vel. Það er svekkjandi að fá þau tvö mörk á sig sérstaklega,“ sagði Jón Þór. Sóknarleikur ÍA var betri en oft áður í sumar og mörkin sem þeir skora koma öll úr opnum leik. „Mér fannst það og mér fannst við heilt yfir betri í þessum leik frá fyrstu mínútu og það er bara ótrúlegt hvernig við förum ekki héðan með þrjú stig,“ sagði Jón Þór. Þegar Jón Þór var spurður út í hvað fara hefði mátt betur varnarlega svaraði hann einfaldlega. „Við getum ekkert verið að fara yfir allan leikinn, Hvalfjarðargöngin eru að loka klukkan tíu og við verðum að drífa okkur heim.“ KR-ingar jöfnuðu, líkt og fyrr segir, í uppbótartíma og hefði Jón Þór viljað koma í veg fyrir það mark. „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alec hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór um jöfnunarmarkið. Skagamenn geta tekið margt jákvætt út úr þessum leik þrátt fyrir að þeir hafi ekki fengið þrjú stig. „Algjörlega, ekki spurning,“ sagði Jón Þór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR ÍA Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Leik lokið: KR 3-3 ÍA | Sex marka spennutryllir í Vesturbænum KR og ÍA skyldu jöfn dramatískum leik í Vesturbæ. KR-ingar jöfnuðu metin á 94 mínútu með sjálfsmarki frá Alex Davey. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. júní 2022 22:48 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Eins svekkjandi og það gerist. Það er ekki flóknara en það. Ég var virkilega ánægður með liðið og margt í þessum leik. Heildarbragur á liðinu og þetta var frábær frammistaða hjá leikmönnum í dag.“ „Ég er mjög ósáttur við þessi mörk sem við fáum á okkur. Fyrsta markið er úr kross hérna einhverstaðar utan af miðjum velli. Við stöndum alltof aftarlega þar og hleypum þeim alltof nálægt markinu okkar. Ægir Jarl skallar boltann nánast inni í markteig þar. Sama hérna með aukaspyrnu inná þeirra vallarhelmingi sem þeir negla inn í í síðasta markinu og endar inni hvernig sem það gerist, eitthvað brot í því ég veit ekkert um það ég sé það ekki nógu vel. Það er svekkjandi að fá þau tvö mörk á sig sérstaklega,“ sagði Jón Þór. Sóknarleikur ÍA var betri en oft áður í sumar og mörkin sem þeir skora koma öll úr opnum leik. „Mér fannst það og mér fannst við heilt yfir betri í þessum leik frá fyrstu mínútu og það er bara ótrúlegt hvernig við förum ekki héðan með þrjú stig,“ sagði Jón Þór. Þegar Jón Þór var spurður út í hvað fara hefði mátt betur varnarlega svaraði hann einfaldlega. „Við getum ekkert verið að fara yfir allan leikinn, Hvalfjarðargöngin eru að loka klukkan tíu og við verðum að drífa okkur heim.“ KR-ingar jöfnuðu, líkt og fyrr segir, í uppbótartíma og hefði Jón Þór viljað koma í veg fyrir það mark. „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alec hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór um jöfnunarmarkið. Skagamenn geta tekið margt jákvætt út úr þessum leik þrátt fyrir að þeir hafi ekki fengið þrjú stig. „Algjörlega, ekki spurning,“ sagði Jón Þór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR ÍA Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Leik lokið: KR 3-3 ÍA | Sex marka spennutryllir í Vesturbænum KR og ÍA skyldu jöfn dramatískum leik í Vesturbæ. KR-ingar jöfnuðu metin á 94 mínútu með sjálfsmarki frá Alex Davey. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. júní 2022 22:48 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Leik lokið: KR 3-3 ÍA | Sex marka spennutryllir í Vesturbænum KR og ÍA skyldu jöfn dramatískum leik í Vesturbæ. KR-ingar jöfnuðu metin á 94 mínútu með sjálfsmarki frá Alex Davey. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. júní 2022 22:48