Rammaáætlun í gegnum þingið í fyrsta skipti í níu ár Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. júní 2022 12:41 Þingmenn gerðu margir grein fyrir afstöðu sinni til málsins fyrir atkvæðagreiðsluna. vísir/vilhelm Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Alþingi rétt í þessu. 34 greiddu atkvæði með málinu, sjö greiddu atkvæði á móti því en fimmtán sátu hjá. Einn stjórnarþingmaður, Bjarni Jónsson í Vinstri grænum, greiddi atkvæði gegn áætluninni. Auk Bjarna greiddu aðeins Píratar gegn málinu, aðrir stjórnarandstöðuþingmenn sátu hjá eða voru fjarverandi nema Bergþór Ólason Miðflokksmaður sem greiddi atkvæði með rammanum. Ekkert gerst í níu ár Annar áfangi rammaáætlunar var samþykktur árið 2013 en síðan hefur ekkert breyst í flokkun á virkjanakostum hér á landi. Frá árinu 2016 hafa svo fjórir ráðherrar reynt í fjögur skipti að koma þriðja áfanganum í gegn um þingið en án árangurs, þar til nú. Ramminn var samþykktur með breytingartillögu meirihlutans sem felst í því að færa fleiri kosti í biðflokk en upprunalega var lagt upp með í þriðja áfanganum. Það sem hefur stungið umhverfissinna og stjórnarandstöðuna í þeim áfanga rammaáætlunar sem var samþykktur í dag var að virkjanakostir í Héraðsvötnum og Kjalöldum í Þjórsá eru þar færð úr verndarflokki í biðflokk. Margir þingmenn gerðu í upphafi þingfundar athugasemdir um atkvæðagreiðsluna en stjórnarandstöðuþingmenn greindu þar frá mikilli andstöðu sinni við þessa tilhögun. „Hagsmunaöflunum er þjónað í tillögum meiri hlutans. Það er gerð pólitísk málamiðlun án faglegra og málefnalegra röksemda í þágu gjörnýtingarsinnanna. Og hver líður fyrir? Náttúra Íslands í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, gjörið svo vel,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi flokksbróðir Katrínar í Vinstri grænum, í pontu í dag. Andrés Ingi var í þingflokk Vinstri grænna hálft síðasta kjörtímabil áður en hann sagði sig úr flokknum og gekk skömmu síðar til liðs við Pírata. Honum þótti stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk og Framsókn færast sífellt lengra frá því sem Vinstri græn ættu að standa fyrir.vísir/vilhelm Breytingartillögur hans, sem fólu í sér að færa fyrrnefnda kosti aftur í verndarflokk voru felldar. Talað eins og biðflokkur sé nýtingarflokkur Það var sótt nokkuð hart að Vinstri grænum fyrir atkvæðagreiðsluna en flokkurinn gefur sig út fyrir að vera helsti náttúruverndarflokkur landsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, var sökuð um pólitísk hrossakaup en hún sagði til dæmis í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri líklega enginn að horfa á þá rammaáætlun sem hann vildi. Katrín var ekki sátt með orðræðu minnihlutans við atkvæðagreiðslu um rammaáætlun á þingi í dag.vísir/vilhelm „Ég leyfi mér að segja það að líklega er enginn að horfa á þá rammaáætlun sem hann eða hún vill, hvorki upprunalegu tillöguna né þá tillögu sem meirihlutinn skilar frá sér. Því við erum auðvitað bara með ólíkar skoðanir, og ekki bara innan ríkisstjórnar heldur á þingi, á vernd og nýtingu,“ sagði hún í gær. Fyrir atkvæðagreiðsluna svaraði hún svo ásökunum stjórnarandstöðunnar og minnti á að hún hafi einnig verið sökuð um pólitísk hrossakaup þegar hún samþykkti annan áfanga rammans árið 2013. „Það sem við erum að gera hér, það er það sem meirihlutinn er að leggja til hér, er að stækka biðflokk rammaáætlunar. Nú skal ég upplýsa háttvirta þingmenn: Frá 2013 hafi ekki neinir kostir í biðflokki verði virkjaðir. Ekki neinir, enda er það ekki hægt. Hér er talað eins og verið sé að færa ákveðnar virkjanahugmyndir í nýtingarflokk sem í raun er verið að setja í biðflokk,“ sagði Katrín og minnti á að um leið væri verið að taka afar umdeilda kosti á borð við Skrokköldu og tvo kosti af þremur í neðri hluta Þjórsár úr nýtingarflokki og setja í biðflokk. Umhverfismál Alþingi Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni. 14. júní 2022 22:00 Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Auk Bjarna greiddu aðeins Píratar gegn málinu, aðrir stjórnarandstöðuþingmenn sátu hjá eða voru fjarverandi nema Bergþór Ólason Miðflokksmaður sem greiddi atkvæði með rammanum. Ekkert gerst í níu ár Annar áfangi rammaáætlunar var samþykktur árið 2013 en síðan hefur ekkert breyst í flokkun á virkjanakostum hér á landi. Frá árinu 2016 hafa svo fjórir ráðherrar reynt í fjögur skipti að koma þriðja áfanganum í gegn um þingið en án árangurs, þar til nú. Ramminn var samþykktur með breytingartillögu meirihlutans sem felst í því að færa fleiri kosti í biðflokk en upprunalega var lagt upp með í þriðja áfanganum. Það sem hefur stungið umhverfissinna og stjórnarandstöðuna í þeim áfanga rammaáætlunar sem var samþykktur í dag var að virkjanakostir í Héraðsvötnum og Kjalöldum í Þjórsá eru þar færð úr verndarflokki í biðflokk. Margir þingmenn gerðu í upphafi þingfundar athugasemdir um atkvæðagreiðsluna en stjórnarandstöðuþingmenn greindu þar frá mikilli andstöðu sinni við þessa tilhögun. „Hagsmunaöflunum er þjónað í tillögum meiri hlutans. Það er gerð pólitísk málamiðlun án faglegra og málefnalegra röksemda í þágu gjörnýtingarsinnanna. Og hver líður fyrir? Náttúra Íslands í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, gjörið svo vel,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi flokksbróðir Katrínar í Vinstri grænum, í pontu í dag. Andrés Ingi var í þingflokk Vinstri grænna hálft síðasta kjörtímabil áður en hann sagði sig úr flokknum og gekk skömmu síðar til liðs við Pírata. Honum þótti stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk og Framsókn færast sífellt lengra frá því sem Vinstri græn ættu að standa fyrir.vísir/vilhelm Breytingartillögur hans, sem fólu í sér að færa fyrrnefnda kosti aftur í verndarflokk voru felldar. Talað eins og biðflokkur sé nýtingarflokkur Það var sótt nokkuð hart að Vinstri grænum fyrir atkvæðagreiðsluna en flokkurinn gefur sig út fyrir að vera helsti náttúruverndarflokkur landsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, var sökuð um pólitísk hrossakaup en hún sagði til dæmis í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri líklega enginn að horfa á þá rammaáætlun sem hann vildi. Katrín var ekki sátt með orðræðu minnihlutans við atkvæðagreiðslu um rammaáætlun á þingi í dag.vísir/vilhelm „Ég leyfi mér að segja það að líklega er enginn að horfa á þá rammaáætlun sem hann eða hún vill, hvorki upprunalegu tillöguna né þá tillögu sem meirihlutinn skilar frá sér. Því við erum auðvitað bara með ólíkar skoðanir, og ekki bara innan ríkisstjórnar heldur á þingi, á vernd og nýtingu,“ sagði hún í gær. Fyrir atkvæðagreiðsluna svaraði hún svo ásökunum stjórnarandstöðunnar og minnti á að hún hafi einnig verið sökuð um pólitísk hrossakaup þegar hún samþykkti annan áfanga rammans árið 2013. „Það sem við erum að gera hér, það er það sem meirihlutinn er að leggja til hér, er að stækka biðflokk rammaáætlunar. Nú skal ég upplýsa háttvirta þingmenn: Frá 2013 hafi ekki neinir kostir í biðflokki verði virkjaðir. Ekki neinir, enda er það ekki hægt. Hér er talað eins og verið sé að færa ákveðnar virkjanahugmyndir í nýtingarflokk sem í raun er verið að setja í biðflokk,“ sagði Katrín og minnti á að um leið væri verið að taka afar umdeilda kosti á borð við Skrokköldu og tvo kosti af þremur í neðri hluta Þjórsár úr nýtingarflokki og setja í biðflokk.
Umhverfismál Alþingi Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni. 14. júní 2022 22:00 Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni. 14. júní 2022 22:00
Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32