Þórdís um vandræðalegasta stefnumótið: „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. júní 2022 12:30 Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir var fengin til að svara heldur óþægilegum spurningum í viðtalsliðnum Hitasætið í þættinum Veislan á FM957. aðsend „Ég er strax byrjuð að svitna á efri vörinni,“ segir leikkonan Þórdís Björk í byrjun viðtalsliðsins Hitasætið í Veislunni með Gústa B. í Hitasætinu var leikkonan var spurð spjörunum úr um helst til vandræðaleg málefni og var fyrsta spurningin um vandræðalegasta stefnumótið. Spúði eins og dreki á vandræðalegu stefnumóti „Ég hef eiginlega ekki verið að deita neitt mikið ég hef eiginlega alltaf verið í sambandi,“ segir Þórdís en í dag er hún trúlofuð tónlistarmanninum Júlí Heiðari Halldórssyni. Þórdís segist þó muna eftir stefnumóti sem hún fór eitt sinn á sem reyndist taka full mikið á taugarnar. Stefnumótið hafi verið mjög vandræðalegt og það hafi nær alfarið verið hennar sök. Ég var búin að vera eitthvað skrítin í maganum og ég fæ gubbupest á veitingastaðnum. Þannig að ég fer inn á klósett og byrja bara að spúa eins og dreki. Þorði ekki heim af stefnumótinu Þórdís segist hafa verið á þessum tíma frekar skotin í stráknum og því hvorki þorað né viljað fara heim af stefnumótinu þrátt fyrir að hafa verið orðin frekar veik. „Ég var bara í einhverju kvíðakasti, að fá mér vatn, skvetta framan í mig vatni og svitna alls staðar. Hann var svo bara að reyna að halda utan um mig.“ „Bíddu var hann með þér inni á klósetti?“ spyr Gústi. Nei, þegar ég kom fram til að halda áfram að reyna að borða.... þessa átta rétta máltíð sem hann var að splæsa á mig! Þórdís gerir svo grín af sjálfri sér hvernig hún hafi reynt að komast undan faðmlögunum og verið að hoppa á klósettið í sífellu. „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ Þolir ekki smjatt Einnig var Þórdís spurð út í hvað það er lætur hana finna fyrir klígju og svaraði hún því að það væri ótal margt sem gerði það en smjatt væri þar ofarlega á lista. Oh my god, Júlí kærastinn minn smjattar og ég held reyndar að ég geri það líka. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn Veislan í heild sinni. FM957 Ástin og lífið Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira
í Hitasætinu var leikkonan var spurð spjörunum úr um helst til vandræðaleg málefni og var fyrsta spurningin um vandræðalegasta stefnumótið. Spúði eins og dreki á vandræðalegu stefnumóti „Ég hef eiginlega ekki verið að deita neitt mikið ég hef eiginlega alltaf verið í sambandi,“ segir Þórdís en í dag er hún trúlofuð tónlistarmanninum Júlí Heiðari Halldórssyni. Þórdís segist þó muna eftir stefnumóti sem hún fór eitt sinn á sem reyndist taka full mikið á taugarnar. Stefnumótið hafi verið mjög vandræðalegt og það hafi nær alfarið verið hennar sök. Ég var búin að vera eitthvað skrítin í maganum og ég fæ gubbupest á veitingastaðnum. Þannig að ég fer inn á klósett og byrja bara að spúa eins og dreki. Þorði ekki heim af stefnumótinu Þórdís segist hafa verið á þessum tíma frekar skotin í stráknum og því hvorki þorað né viljað fara heim af stefnumótinu þrátt fyrir að hafa verið orðin frekar veik. „Ég var bara í einhverju kvíðakasti, að fá mér vatn, skvetta framan í mig vatni og svitna alls staðar. Hann var svo bara að reyna að halda utan um mig.“ „Bíddu var hann með þér inni á klósetti?“ spyr Gústi. Nei, þegar ég kom fram til að halda áfram að reyna að borða.... þessa átta rétta máltíð sem hann var að splæsa á mig! Þórdís gerir svo grín af sjálfri sér hvernig hún hafi reynt að komast undan faðmlögunum og verið að hoppa á klósettið í sífellu. „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ Þolir ekki smjatt Einnig var Þórdís spurð út í hvað það er lætur hana finna fyrir klígju og svaraði hún því að það væri ótal margt sem gerði það en smjatt væri þar ofarlega á lista. Oh my god, Júlí kærastinn minn smjattar og ég held reyndar að ég geri það líka. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn Veislan í heild sinni.
FM957 Ástin og lífið Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira