Taka fyrir 25 af 70 umsóknum um ríkisborgararétt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. júní 2022 10:13 Jón Gunnarssondómsmálaráðherra var fyrr í ár sakaður um að hafa skipað Útlendingastofnun að verða ekki við beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um að skila umsögnunum. Vísir/SigurjónÓ Þingflokkar hafa náð saman um að taka fyrir 25 af 70 umsóknum um ríkisborgararétt sem Alþingi hefur borist. Því virðist búið að ná samkomulagi um öll atriði í þinglokasamningum sem þýðir að þinglokin ættu að ganga smurt fyrir sig. Þingið klárast í kvöld eða í fyrramálið. Samfylking, Píratar og Viðreisn voru ekki sátt við þá útfærslu sem stjórnarflokkarnir vildu fara í veitingu ríkisborgararéttar á þessu þingi. Flokkarnir voru tilbúnir að fella þinglokasamningana og tefja þinghöld þar til niðurstaða fengist í málið. Flokkarnir náðu svo saman í gærkvöldi og var samþykkt að taka fyrir 25 af þeim 70 umsóknum sem þinginu hefur borist um ríkisborgararétt. Hinar 45 umsóknirnar verða afgreiddar á fyrstu metrum næsta þings í haust. Ástæðan fyrir því að umsóknirnar verða ekki allar teknar fyrir eins og venjan er er breytt verklag Útlendingastofnunar í þessum málum eftir fyrirmælum dómsmálaráðherra í fyrra. Alþingi verður að hafa umsagnir Útlendingastofnunar til hliðsjónar til að geta tekið afstöðu til umsóknanna en ráðherrann beindi því til stofnunarinnar að setja þær umsagnir ekki fram fyrir aðrar í röðinni. Þegar þetta komst í fréttir í vor gagnrýndu margir þingmenn stofnunina harðlega fyrir þetta en þeim þykir hún upp á sitt einsdæmi vera að reyna að taka fyrir hendur löggjafans í þessum málum og breyta lögunum. Stofnunin greindi þá frá því að fyrirmæli um þetta hefðu komið frá ráðherranum. Fréttin hefur verið leiðrétt: Upprunalega stóð að stefnubreytingin hefði verið Útlendingastofnunar sjálfrar en ekki komið frá dómsmálaráðherra. Í framhaldi var Útlendingastofnun gert að skila umsögnunum til þingsins en nú fyrir þinglok hafa ekki nema 25 af 70 þeirra borist. Þær verða teknar fyrir í dag. Einnig sömdu flokkarnir um að skipa nefnd í sumar utan um málin til að skoða hvernig best væri að hátta fyrirkomulaginu í framtíðinni. Venjan er sú að Alþingi veiti ríkisborgararétt tvisvar á hverju þingi, rétt fyrir jólafrí og rétt fyrir þinglok. Miðflokkur fær mál Þinglokasamningarnir fela það einnig í sér að hver og einn stjórnarandstöðuflokkur fái eitt mál tekið fyrir. Upprunalega áttu allir flokkar nema Miðflokkur að fá mál í atkvæðagreiðslu en Miðflokkurinn fékk það í gegn í gærkvöldi að hann fengi einnig sitt mál til meðferðar. Sigmundur Davíð vill einfaldara regluverk.Vísir/Vilhelm Það er mál sem formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur lengi haldið á lofti; þingsályktunartillaga um að skipa starfshóp og búa til áætlun um einföldun regluverks. Gætu klárað í kvöld Samkvæmt starfsáætlun þingsins á það að ljúka störfum fyrir sumarfrí í kvöld. Mörg mál á þó eftir að klára og ljóst að þingfundur gæti staðið langt fram á nótt. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir í samtali við fréttastofu að það gæti dregist að greiða atkvæði um mörg mál þar til í fyrramálið. Í öllu falli ætti þingstörfum að vera lokið fyrri partinn á morgun, fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Birgir Ármannsson er forseti Alþingis.Vísir/Vilhelm „Mér skilst að þingflokksformenn séu búnir að leysa úr þeim ágreiningsmálum sem komu upp í gær og töfðu aðeins fyrir. En í heildina má segja að alveg frá því í síðustu viku hefur andinn í samræðum um fyrirkomulag þinglokanna verið allgott og menn verið tilbúnir að leysa þau vandamál sem upp hafa komið,“ segir Birgir. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Tengdar fréttir Alþingi veitir engum ríkisborgararétt vegna tafa Útlendingastofnunar Alþingi hyggst ekki veita neinum umsækjanda ríkisborgararétt fyrir áramót en 178 umsóknir hafa borist löggjafanum. Ástæðan er sú að Útlendingastofnun hefur ekki afhent forunnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber ábyrgð á ferlinu með umsóknunum. Samkvæmt venju eru umsóknir afgreiddar fyrir áramót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári. 29. desember 2021 23:20 Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Samfylking, Píratar og Viðreisn voru ekki sátt við þá útfærslu sem stjórnarflokkarnir vildu fara í veitingu ríkisborgararéttar á þessu þingi. Flokkarnir voru tilbúnir að fella þinglokasamningana og tefja þinghöld þar til niðurstaða fengist í málið. Flokkarnir náðu svo saman í gærkvöldi og var samþykkt að taka fyrir 25 af þeim 70 umsóknum sem þinginu hefur borist um ríkisborgararétt. Hinar 45 umsóknirnar verða afgreiddar á fyrstu metrum næsta þings í haust. Ástæðan fyrir því að umsóknirnar verða ekki allar teknar fyrir eins og venjan er er breytt verklag Útlendingastofnunar í þessum málum eftir fyrirmælum dómsmálaráðherra í fyrra. Alþingi verður að hafa umsagnir Útlendingastofnunar til hliðsjónar til að geta tekið afstöðu til umsóknanna en ráðherrann beindi því til stofnunarinnar að setja þær umsagnir ekki fram fyrir aðrar í röðinni. Þegar þetta komst í fréttir í vor gagnrýndu margir þingmenn stofnunina harðlega fyrir þetta en þeim þykir hún upp á sitt einsdæmi vera að reyna að taka fyrir hendur löggjafans í þessum málum og breyta lögunum. Stofnunin greindi þá frá því að fyrirmæli um þetta hefðu komið frá ráðherranum. Fréttin hefur verið leiðrétt: Upprunalega stóð að stefnubreytingin hefði verið Útlendingastofnunar sjálfrar en ekki komið frá dómsmálaráðherra. Í framhaldi var Útlendingastofnun gert að skila umsögnunum til þingsins en nú fyrir þinglok hafa ekki nema 25 af 70 þeirra borist. Þær verða teknar fyrir í dag. Einnig sömdu flokkarnir um að skipa nefnd í sumar utan um málin til að skoða hvernig best væri að hátta fyrirkomulaginu í framtíðinni. Venjan er sú að Alþingi veiti ríkisborgararétt tvisvar á hverju þingi, rétt fyrir jólafrí og rétt fyrir þinglok. Miðflokkur fær mál Þinglokasamningarnir fela það einnig í sér að hver og einn stjórnarandstöðuflokkur fái eitt mál tekið fyrir. Upprunalega áttu allir flokkar nema Miðflokkur að fá mál í atkvæðagreiðslu en Miðflokkurinn fékk það í gegn í gærkvöldi að hann fengi einnig sitt mál til meðferðar. Sigmundur Davíð vill einfaldara regluverk.Vísir/Vilhelm Það er mál sem formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur lengi haldið á lofti; þingsályktunartillaga um að skipa starfshóp og búa til áætlun um einföldun regluverks. Gætu klárað í kvöld Samkvæmt starfsáætlun þingsins á það að ljúka störfum fyrir sumarfrí í kvöld. Mörg mál á þó eftir að klára og ljóst að þingfundur gæti staðið langt fram á nótt. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir í samtali við fréttastofu að það gæti dregist að greiða atkvæði um mörg mál þar til í fyrramálið. Í öllu falli ætti þingstörfum að vera lokið fyrri partinn á morgun, fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Birgir Ármannsson er forseti Alþingis.Vísir/Vilhelm „Mér skilst að þingflokksformenn séu búnir að leysa úr þeim ágreiningsmálum sem komu upp í gær og töfðu aðeins fyrir. En í heildina má segja að alveg frá því í síðustu viku hefur andinn í samræðum um fyrirkomulag þinglokanna verið allgott og menn verið tilbúnir að leysa þau vandamál sem upp hafa komið,“ segir Birgir.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Tengdar fréttir Alþingi veitir engum ríkisborgararétt vegna tafa Útlendingastofnunar Alþingi hyggst ekki veita neinum umsækjanda ríkisborgararétt fyrir áramót en 178 umsóknir hafa borist löggjafanum. Ástæðan er sú að Útlendingastofnun hefur ekki afhent forunnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber ábyrgð á ferlinu með umsóknunum. Samkvæmt venju eru umsóknir afgreiddar fyrir áramót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári. 29. desember 2021 23:20 Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Alþingi veitir engum ríkisborgararétt vegna tafa Útlendingastofnunar Alþingi hyggst ekki veita neinum umsækjanda ríkisborgararétt fyrir áramót en 178 umsóknir hafa borist löggjafanum. Ástæðan er sú að Útlendingastofnun hefur ekki afhent forunnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber ábyrgð á ferlinu með umsóknunum. Samkvæmt venju eru umsóknir afgreiddar fyrir áramót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári. 29. desember 2021 23:20
Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50