„Ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2022 23:40 Birgir Jónsson er forstjóri Play. samsett/vísir Forstjóri flugfélagsins Play tekur undir að hótel sem farþega var boðið eftir að flugferð félagsins var aflýst hafi verið óboðlegt. Hann segir lítið annað hægt að gera en að biðjast afsökunar og læra af reynslunni. Flugfélagið hefur ekki átt sjö dagana sæla en fréttir af aflýstum ferðum og lítt geðslegu hóteli hafa einkennt umfjöllun um flugfélagið í fjölmiðlum síðustu daga. Farþegar sem Vísir náði tali í gær lýstu hótelinu sem viðbjóði og sögðu pöddur, myglu og vond lykt hafa tekið á móti þeim. „Ég er bara sammála þessu fólki sem var á þessu hræðilega hóteli í París, þetta er auðvitað algjörlega óboðlegt,“ sagði Birgir Jónsson í Reykjavík síðdegis í dag. Ástæðu tafa á flugumferð segir Birgir vera villumeldingu um eldsneytisskort sem kom upp í flugi Play. Það hafi orðið til þess að kallað var út neyðarstig og vélin tekin úr umferð. „Þetta hefur keðjuverkandi áhrif á önnur flug en umsvifin okkar hafa aukist mikið á síðustu vikum, þannig þegar ein flugvél dettur út verða tafir og þá verður bara að redda málunum. Þetta tilfelli í París er afleiðing af því. Það eru ákveðin hótel gefa sig út fyrir svona þjónustu, að hýsa fólk sem lendir í töfum hjá flugfélögum.“ Hann segir myndirnar sem birtust í fjölmiðlum ekki vera þær sömu og birtust flugfélaginu á netinu við bókun. „Þannig ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt. En þegar hlutirnir fara svona í skrúfuna er ekkert hægt að gera nema að biðjast afsökunar og læra af þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Birgi í spilaranum hér að neðan. Upplýsingagjöf gagnrýnd Birgir var jafnframt spurður út í upplýsingagjöf flugfélaganna en tugir kvartana hafa borist Neytendasamtökunum síðustu daga eftir óvenju mikið af aflýsingum á flugferðum. Breki Karlsson, Formaður samtakanna sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að flugfélögin sleppi því oft að upplýsa fólk um fullan rétt sinn á skaðabótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á. Birgir segir Play kynna farþegum Evrópureglugerð, sem kveði á um skaðabótaskyldu flugfélaga, í öllum skilaboðum sem send eru vegna aflýstra ferða. „Þetta eru fleiri hundruð evra sem við þurfum að borga hverjum farþega, sem bætist við kostnaðinn við töfina, hótelið og þess háttar. Ég held að flest heiðarleg fyrirtæki séu ekki að reyna að koma sér undan þessu.“ Hann segir erfiðara að veita farþegum upplýsingar en margir halda. Fugfélagið hafi ekki alltaf tiltækar upplýsingar um farþega. „Ef fólk hefur keypt þjónustu í gegnum ferðaskrifstofur eða önnur fyrirtæki er ekki víst að við séum með netfangið hjá því fólki." Birgir ítrekar að lokum að grunnurinn að töfunum séu öryggismál. Ekki sé hægt að hafa flugvél í umferð sem vafi leiki á að sé í góðu lagi. „Við verðum því bara að taka þetta högg og skoða þetta í hörgul. Hlutirnir fara stundum á annan veg en maður myndi vilja.“ Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Neytendur Tengdar fréttir „Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. 13. júní 2022 21:49 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Flugfélagið hefur ekki átt sjö dagana sæla en fréttir af aflýstum ferðum og lítt geðslegu hóteli hafa einkennt umfjöllun um flugfélagið í fjölmiðlum síðustu daga. Farþegar sem Vísir náði tali í gær lýstu hótelinu sem viðbjóði og sögðu pöddur, myglu og vond lykt hafa tekið á móti þeim. „Ég er bara sammála þessu fólki sem var á þessu hræðilega hóteli í París, þetta er auðvitað algjörlega óboðlegt,“ sagði Birgir Jónsson í Reykjavík síðdegis í dag. Ástæðu tafa á flugumferð segir Birgir vera villumeldingu um eldsneytisskort sem kom upp í flugi Play. Það hafi orðið til þess að kallað var út neyðarstig og vélin tekin úr umferð. „Þetta hefur keðjuverkandi áhrif á önnur flug en umsvifin okkar hafa aukist mikið á síðustu vikum, þannig þegar ein flugvél dettur út verða tafir og þá verður bara að redda málunum. Þetta tilfelli í París er afleiðing af því. Það eru ákveðin hótel gefa sig út fyrir svona þjónustu, að hýsa fólk sem lendir í töfum hjá flugfélögum.“ Hann segir myndirnar sem birtust í fjölmiðlum ekki vera þær sömu og birtust flugfélaginu á netinu við bókun. „Þannig ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt. En þegar hlutirnir fara svona í skrúfuna er ekkert hægt að gera nema að biðjast afsökunar og læra af þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Birgi í spilaranum hér að neðan. Upplýsingagjöf gagnrýnd Birgir var jafnframt spurður út í upplýsingagjöf flugfélaganna en tugir kvartana hafa borist Neytendasamtökunum síðustu daga eftir óvenju mikið af aflýsingum á flugferðum. Breki Karlsson, Formaður samtakanna sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að flugfélögin sleppi því oft að upplýsa fólk um fullan rétt sinn á skaðabótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á. Birgir segir Play kynna farþegum Evrópureglugerð, sem kveði á um skaðabótaskyldu flugfélaga, í öllum skilaboðum sem send eru vegna aflýstra ferða. „Þetta eru fleiri hundruð evra sem við þurfum að borga hverjum farþega, sem bætist við kostnaðinn við töfina, hótelið og þess háttar. Ég held að flest heiðarleg fyrirtæki séu ekki að reyna að koma sér undan þessu.“ Hann segir erfiðara að veita farþegum upplýsingar en margir halda. Fugfélagið hafi ekki alltaf tiltækar upplýsingar um farþega. „Ef fólk hefur keypt þjónustu í gegnum ferðaskrifstofur eða önnur fyrirtæki er ekki víst að við séum með netfangið hjá því fólki." Birgir ítrekar að lokum að grunnurinn að töfunum séu öryggismál. Ekki sé hægt að hafa flugvél í umferð sem vafi leiki á að sé í góðu lagi. „Við verðum því bara að taka þetta högg og skoða þetta í hörgul. Hlutirnir fara stundum á annan veg en maður myndi vilja.“
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Neytendur Tengdar fréttir „Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. 13. júní 2022 21:49 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
„Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. 13. júní 2022 21:49