Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg urðu ferðamennirnir innlyksa upp við klett í fjörunni á háflóði. Lögreglumenn og björgunarsveitarfólk hafi komið fljótt á staðinn og fylgist nú með ferðamönnunum úr tveimur áttum.
Fólkið er talið á öruggum stað og því var ákveðið að bíða eftir að fjari út með kvöldinu. Nú skömmu fyrir klukkan sjö fengust þær upplýsingar að fólkið gæti þurft að bíða í um klukkustund eftir að komast úr sjálfheldunni.
Banaslys varð í Reynisfjöru þegar erlendur ferðamaður á áttræðisaldri fórst þar á föstudag. Degi síðar lenti hópur erlendra ferðamanna í hremmingum í flæðamálinu í fjörunni.